CendenZ skrifaði:Ég sé að hér er fólk sem þekkir ekki hvernig menntakerfið í bandaríkjunum er.. Þessi tillaga er einmitt sniði að sömu vitleysunni. Hér á að skapa tvíþætt skólakerfi, lélega ríkisskóla og dýra "góða" skóla. Þetta er einfalt skref í þá átt að verðmeta skóla og kennslu
En það hlaut að koma að því, Hraðbraut er concept á framhaldsskólastigi sem svínvirkar og eigendur þess mokgræddu. Afhverju ekki að gera það sama með grunnskóla ?
Eiga börn rétt á "bestu og dýrustu" eða bara rétt á menntun ?
Þetta er bisness og þið sem eigið ekki pening getið bara sent börnin ykkar í ódýra lélega skóla. Börnin ykkar fá þá ekki sömu tækifæri, geta nánast undantekningarlaust ekki fengið góð störf og komast þ.a.l. aldrei upp á sama level og börnin okkar..
Þetta vita allir sem þekkja skólakerfið í bandaríkjunum bara örlítið, þó að menn nefni örfáa frumkvöðla sem meikuðu það back in the days þá eru það hvað, 5-8 manns á hverjum áratug af milljónum manna. Ansi slappt hlutfall sem þurfti ekki dýrt menntakerfi til að komast á toppinn
Afleiðingin af því að opinbera þessar upplýsingar verður þá sú að hér munu rísa einkaskólar í gríð og erg eða þá að grunnskólar Reykjavíkur verða einkavæddir og þeir munu fara í samkeppni hverjir við aðra? Endilega útskýrið það fyrir mér hvernig það að opinbera þessar upplýsingar muni leiða að þeirri afleiðingu sem þið viljið meina að verði.
Það er reyndar komið fram hérna hjá Klemma að upplýsingarnar eru hvort eð er opinberar. Hvort skylda á skólanna sérstaklega til þess að birta tölurnar á sinni heimasíðu, eins og tillagan gekk út á, er kannski ekki aðalmálið hérna.
Hraðbraut var hugmynd sem gekk út á það að bjóða fólki að útskrifast á tveimur árum í stað fjögurra. Hafði ekkert með bestu kennarana og bestu nemendurnar að gera og skólinn var svo háður fjármagni frá ríkinu að þegar skrúfað var fyrir það þá lagðist skólinn af. Þeir sem ég veit um sem fóru í hraðbraut voru allir í kringum tvítugt þegar þeir fóru í skólann og vildu ekki fara í gegnum 4 ár af framhaldsskóla. Hraðbraut kemur þessu máli ekkert við.