Jæja. Þar sem maður er farinn að eyða meiri tíma í eldhúsinu þá sárvantar mig að kaupa gott hnífasett. Með hverju mæla menn? Verð allt að 20þús. Þarf ekki að vera svaka fancy
Matreiðslumeistari tjáir sig: Hnífasett þarf ekki að vera margir hnífar kanski 3- 4 . Það þarf frekar að vanda valið og þörfina. Hnífurinn þarf að fara vel í hendi notandans. Progastro er með marga góða og þú þarft bara að fara til þeirra og prufaðu með leiðsögn. Þá geturðu keypt frábæra dýra hnífa ( 3-4) í stað þess að kaupa allar stærðir og gerðir af lélegri gæðum fyrir jafnvel meiri pening. Gangi þér vel P.s. Góður hnífur endist æfina
Mac hnífarnir í fastus eru virkilega góðir, eru með Global líka, reyndust mér möög vel í matreiðslunáminu, og á þá enþá í dag og notast við þá dagsdaglega