Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Allt utan efnis

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf Klemmi » Þri 13. Jan 2015 19:40

Gúrú skrifaði:Talandi um það sem hann segir orðrétt, taktu eftir því hvernig seinna tilfellið af "íslenskir múslimar" er í gæsalöppum.
Þetta er ómerkilegt að öðru leyti en því að þetta gerir skýrt að hann telur ekki til íslenskra múslima þá sem hafa (theoretically) farið
í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. Þeir eru "íslenskir múslimar" ólíkt íslenskum múslimum.


Hann er sjálfur búinn að segja að þessar gæsalappir hafi ekki haft neina sérstaka merkingu í hans huga.

Ég er sammála ýmsu sem þú segir, en hættu að reyna að lesa eitthvað meira út úr því sem hann skrifar heldur en raunverulega stendur.

Ásmundur er hræddur um að innan raða múslima leynist einstaklingar sem eru þjóðinni hættulegir. Að þeim sökum finnst honum að það megi velta fyrir sér að kanna betur bakgrunn þeirra heldur en annara þjóðfélagshópa. Slíkt eru ofsóknir gagnvart minnihlutahópum, þar sem um ræðir að minnihlutahópur er sviptur mannréttindum sem aðrir borgarar hafa.

Það að þingmaður láti út úr sér að honum finnist eðlilegt að íhuga slíkt er slæmt, hvort sem það er gert á facebook vegg eða í pontu á þingi.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7632
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf rapport » Þri 13. Jan 2015 20:36

Ef það eru einhverjir sem þekktir eru fyrir að hafa framið "hryðjuverk" og ættu að vera undir eftirliti þá eru það íslenskir þingmenn, íslenskir bankar og íslensk skammsýni...

Það er ógn sem við lifum við daginn inn og daginn út og enginn nennir að hafa eftirlit með.

Af hverju ættum viðað hafa eftirlit með trúarnötturum, ég man ekki eftir að þeir hafi valdið miklu tjóni hingað til hér á Íslandi.

Byrjum á að leysa þau vandamál sem eru til staðar áður en við förum að skálda upp ný til að eyða peningum og fyrirhöfn í.

Þetta er ekta pólitík og ljótt að nýta sér ástandið í heiminum til að beina sjónum fólks frá raunverulegum vandamálum hérna á klakanum.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf Gúrú » Þri 13. Jan 2015 20:38

Klemmi skrifaði:Ég er sammála ýmsu sem þú segir, en hættu að reyna að lesa eitthvað meira út úr því sem hann skrifar heldur en raunverulega stendur.


Þú hefur ekki fattað frekar en aðrir að ég skrifaði þessa efnisgrein til þess að sýna þeim sem ég var að tala við
hversu fáránlegt það er að lesa eitthvað meira út úr texta en í honum stendur. :twisted:

Ætli þetta sé ekki uppáhalds mómentið mitt á Vaktinni í níu ár. :D


Modus ponens


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf Klemmi » Þri 13. Jan 2015 20:47

Gúrú skrifaði:Þú hefur ekki fattað frekar en aðrir að ég skrifaði þessa efnisgrein til þess að sýna þeim sem ég var að tala við
hversu fáránlegt það er að lesa eitthvað meira út úr texta en í honum stendur. :twisted:


Hvenær ætlarðu að læra þetta með internetið og kaldhæðnina, sérstaklega í alvarlegum rökræðum? :-k


Gúrú skrifaði:Ætli þetta sé ekki uppáhalds mómentið mitt á Vaktinni í níu ár. :D

Af nýfenginni reynslu ætla ég að gera ráð fyrir að þetta sé kaldhæðni \:D/



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1269
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf Minuz1 » Þri 13. Jan 2015 23:59

Sá sem fórnar frelsi fyrir öryggi á hvorugt skilið.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf KristinnK » Fös 16. Jan 2015 09:06

capteinninn skrifaði:Franskar og Bandarískar njósnastofnanir voru búnar að fylgjast með manninum sem skaut upp markaðinn í Frakklandi stuttu eftir hina árásina. Rosalega gengu þær njósnir vel upp við að stoppa hann frá því að skjóta upp markaðinn.


Auðvitað er eftirlit ekki trygging fyrir því að hægt sé að koma í veg fyrir öll hryðjuverk, en að sleppa eftirliti vegna þess að það er í eðli sínu ófullkomið er eins og að segja að það ætti að hætta að mæla fyrir hraðaakstri vegna þess að við getum aldrei náð öllum.

Athugaðu að það komst upp um svipaðan hryðjuverkahóp í Belgíu nýlega, einmitt vegna þess að það er eftirlit með þessum hóp. Það var gerð hópleit á tíu stöðum, tveir af hinum grunuðu ákváðu að deyja frekar í skotbardaga við sérsveitina frekar en að láta handtaka sig. Hvað heldur þú að mörgum lífum hafi verið bjargað með þessu eftirliti?


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1269
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf Minuz1 » Fös 16. Jan 2015 13:52

KristinnK skrifaði:
capteinninn skrifaði:Franskar og Bandarískar njósnastofnanir voru búnar að fylgjast með manninum sem skaut upp markaðinn í Frakklandi stuttu eftir hina árásina. Rosalega gengu þær njósnir vel upp við að stoppa hann frá því að skjóta upp markaðinn.


Auðvitað er eftirlit ekki trygging fyrir því að hægt sé að koma í veg fyrir öll hryðjuverk, en að sleppa eftirliti vegna þess að það er í eðli sínu ófullkomið er eins og að segja að það ætti að hætta að mæla fyrir hraðaakstri vegna þess að við getum aldrei náð öllum.

Athugaðu að það komst upp um svipaðan hryðjuverkahóp í Belgíu nýlega, einmitt vegna þess að það er eftirlit með þessum hóp. Það var gerð hópleit á tíu stöðum, tveir af hinum grunuðu ákváðu að deyja frekar í skotbardaga við sérsveitina frekar en að láta handtaka sig. Hvað heldur þú að mörgum lífum hafi verið bjargað með þessu eftirliti?


Hvaða eftirlit var það?
Að hvaða tilefni var eftirlitið leyft?
hvernig svipaði á milli þessara hópa?
Var um nafnlausa ábendingu sem leiddi af rannsókn, heimild og eftirlit í kjölfar þess?
eða ertu bara að gefa þér eitthvað til að réttlæta þínar staðhæfingar?


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf intenz » Fös 16. Jan 2015 23:18

Nú er ég ekkert agalega vel að mér í Íslömskum trúarbrögðum, en veit þó að þetta fólk trúir öll á sömu biblíuna; Kóraninn.

Nú segir fólk að það sé ekki í blóði múslima að framkvæma svona hryðjuverk, heldur eru þetta hryðjuverkamenn sem standa á bakvið slíkar aðgerðir. Gott og vel. En þá vakna nokkrar spurningar.

Íslam er trú allra múslima, ásamt hryðjuverkamönnunum - sem eru Íslamskir múslimar og trúa einnig á Allah og Muhammad.

  • Ef Íslam er friðsamleg trú, afhverju er þér þá bannað að skipta um trúfélag? Ef þú verður uppvís að slíku, átt þú yfir höfði þér dauðarefsingu?
  • Ef maður, sem eitt sinn tilheyrði Íslamskri trú, á yfir höfði sér að vera drepinn fyrir það eitt að vilja trúa á eitthvað annað, hvernig álítur þá Kóraninn fólk sem hefur aldrei tilheyrt Íslamskri trú? Væntanlega óæðra sér og þeim sem eru Íslamstrúar.
  • Ef Íslam er friðsamleg trú, af hverju er þá dauðarefsing fyrir það eitt að hæðast að Muhammad, spámanni þeirra?
  • Ef Íslam er friðsamleg trú, afhverju eru þá orsök margra stríða í heiminum vegna trúarbaráttu þeirra við önnur trúfélög? Og oftast nær eiga þeir upptökin á sprengjuárásum hingað og þangað.
  • Ef Íslam er friðsamleg trú, afhverju er þá "jihad" raunveruleiki, þar sem múslimar fórna sér fyrir Allah, Muhammad og Íslam?


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1269
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf Minuz1 » Lau 17. Jan 2015 00:13

intenz skrifaði:Nú er ég ekkert agalega vel að mér í Íslömskum trúarbrögðum, en veit þó að þetta fólk trúir öll á sömu biblíuna; Kóraninn.

Nú segir fólk að það sé ekki í blóði múslima að framkvæma svona hryðjuverk, heldur eru þetta hryðjuverkamenn sem standa á bakvið slíkar aðgerðir. Gott og vel. En þá vakna nokkrar spurningar.


Vilt þú gangast við ábyrgð á 4. krossferðinni?

Held nú að flestir kristnir myndu ekki gera það, en það er nú samt hluti af því batteríi.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7632
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf rapport » Lau 17. Jan 2015 00:18

Ég er nokkuð viss um að bróðurpartur allra morða á Íslandi eru framin af fólki sem er skráð í þjóðkirkjuna eða er kristið...


Og hver á svo að laga þetta bank í ofnunum, ég talaði við rafvirkjann um það og hann vildi ekki ger það...



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf Frantic » Sun 18. Jan 2015 11:17

intenz skrifaði:Nú er ég ekkert agalega vel að mér í Íslömskum trúarbrögðum, en veit þó að þetta fólk trúir öll á sömu biblíuna; Kóraninn.

Nú segir fólk að það sé ekki í blóði múslima að framkvæma svona hryðjuverk, heldur eru þetta hryðjuverkamenn sem standa á bakvið slíkar aðgerðir. Gott og vel. En þá vakna nokkrar spurningar.

Íslam er trú allra múslima, ásamt hryðjuverkamönnunum - sem eru Íslamskir múslimar og trúa einnig á Allah og Muhammad.

  • Ef Íslam er friðsamleg trú, afhverju er þér þá bannað að skipta um trúfélag? Ef þú verður uppvís að slíku, átt þú yfir höfði þér dauðarefsingu?
  • Ef maður, sem eitt sinn tilheyrði Íslamskri trú, á yfir höfði sér að vera drepinn fyrir það eitt að vilja trúa á eitthvað annað, hvernig álítur þá Kóraninn fólk sem hefur aldrei tilheyrt Íslamskri trú? Væntanlega óæðra sér og þeim sem eru Íslamstrúar.
  • Ef Íslam er friðsamleg trú, af hverju er þá dauðarefsing fyrir það eitt að hæðast að Muhammad, spámanni þeirra?
  • Ef Íslam er friðsamleg trú, afhverju eru þá orsök margra stríða í heiminum vegna trúarbaráttu þeirra við önnur trúfélög? Og oftast nær eiga þeir upptökin á sprengjuárásum hingað og þangað.
  • Ef Íslam er friðsamleg trú, afhverju er þá "jihad" raunveruleiki, þar sem múslimar fórna sér fyrir Allah, Muhammad og Íslam?


  • Þér er ekki bannað að skipta um trúfélag samaber mannréttindi, en það eru til lönd þar sem þau eru af skortnum skammti. Í biblíunni er sagt: "Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig."
  • Aftur, eins í biblíunni.
  • Muhammad er sami gaur og Jesú í biblíunni en aðeins önnur útgáfa. Það er ekki dauðarefsing við þessu nema mögulega í slæmum löndum.
  • Hryðjuverkamenn eru illa innrætt fólk sem koma úr slæmu umhverfi.
    Hryðjuverkamenn != Múslimar https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_terrorist_incidents_in_Great_Britain
  • Aftur fólk sem er veikt fyrir og kemur úr slæmu umhverfi.

Svo spyr ég á móti, tengirðu morð sem eru framin hér á landi við kristni af því flestir morðingjar á Íslandi eru kristnir?
Held að allir Íslendingar hefðu gott af því að horfa á þetta myndband.



Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf hakkarin » Mið 21. Jan 2015 21:48

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/0 ... r_undir_3/

Má ég spyrja hvernig þetta fólk getur talist hófsamt ef að það fer svona svakalega í það að á vesturlöndum sé málfrelsi?




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf Bjosep » Mið 21. Jan 2015 21:56

Þetta fólk er múslimar en er bara rólegt í trúnni en er hinsvegar þeirrar skoðunar að með því að gera grín af islam og múhameð að þá æsi það upp þá sem eru of heitir í trúnni þannig að þeir taki sig til og geri eitthvað sérstaklega bjánalegt.

Þetta er eitthvað sem má skilja af fréttinni.



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf Frantic » Mið 21. Jan 2015 23:35

Margrét Friðriksdóttir sagði í Harmageddon að það myndi pirra hana að sjá Jesú í samförum eða gert grín af honum á einhvern hátt.
Hún myndi að öllum líkindum telja sig hófsama þó hún tilheyri öfgahópi sem vill banna múslima í vestrænum löndum.

Mér finnst hættulegt hvað við þurfum alltaf að flokka fólk niður eftir því hvaða ímyndaða vin það hefur.
Þetta elur á hatri og kemur í veg fyrir að fólk hugsi um það sem er í raun og veru vandamálið hér á landi.
Múslimar og þeirra moska er ekki vandamálið en mér finnst eins og þetta topic sé tekið upp alltaf þegar yfirvöld taka okkur ósmurt.
Við erum með svo þægilega mikið ADHD.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7632
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Þingmaður spyr hvort íslenskir múslimar hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Pósturaf rapport » Fim 22. Jan 2015 14:04

Þetta ástand í heiminum fær mann til að missa alla trú á trúarbrögðum og sérstaklega á trúarleiðtogum.

Þeir virðast halda að samkeppni felist í þessu.

Það væri í raun eðlilegra að þetta væru bara fyrirtæki og söluvaran væri trúarráðgjöf og miðasala á predikanir.