Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf hakkarin » Mán 12. Jan 2015 01:00

Er með aukaherbegi. Væri praktíst að spara penning með því að rækta fullt af kartöflum í því? Hversu raunhæft er það að rækta kartöflur innanhús? Mér skilst að það sé mjög auðvelt að rækta kartöflur, væri það fjárhagslega praktíst að rækta þær inni og borða?

EDT: Ef það er ekki hægt inn í herbegi væri það hægt út á svölum? Er á efstu hæð.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf Xovius » Mán 12. Jan 2015 01:11

Án þess að vita mikið um það þá efast ég að það borgi sig þar sem þú þyrftir innanhúss ræktunarkerfi með vökvurum og ljósum og alles sem mig grunar að sé frekar dýrt bara fyrir kartöflur.




machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf machinefart » Mán 12. Jan 2015 01:15

isss neinei, farðu bara í garðinn og gerðu holu í grasið, mokaðu moldinni í fötur og inn í herbergi, gerðu svona meters djúpa mold á gólfið í herberginu og hentu svo böns af fræjum í þetta og dóti. 10/10 aldrei aftur bónus



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf hakkarin » Mán 12. Jan 2015 01:20

Xovius skrifaði:Án þess að vita mikið um það þá efast ég að það borgi sig þar sem þú þyrftir innanhúss ræktunarkerfi með vökvurum og ljósum og alles sem mig grunar að sé frekar dýrt bara fyrir kartöflur.


En málið með kartöflur er að mér skilst að það sé mjög einfalt að rækta þær. Eina vandamálið sem að mér dettur í hug eru þessi spes ljós sem að þarf til að rækta inni. En þess vegna spurði ég hvort að það væri ekki hægt að leysa það með því að rækta bara á svölunum. Stórefa að ég þurfi eitthvað fancy vöktakerfi þar sem að ég er bara að rækta fyrir mig sjálfan.

EDIT: Ef að það þarf spes mold get ég líklega fengið hana frá föður mínum að því að hann er með gróðurhús.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf Xovius » Mán 12. Jan 2015 01:27

hakkarin skrifaði:
Xovius skrifaði:Án þess að vita mikið um það þá efast ég að það borgi sig þar sem þú þyrftir innanhúss ræktunarkerfi með vökvurum og ljósum og alles sem mig grunar að sé frekar dýrt bara fyrir kartöflur.


En málið með kartöflur er að mér skilst að það sé mjög einfalt að rækta þær. Eina vandamálið sem að mér dettur í hug eru þessi spes ljós sem að þarf til að rækta inni. En þess vegna spurði ég hvort að það væri ekki hægt að leysa það með því að rækta bara á svölunum. Stórefa að ég þurfi eitthvað fancy vöktakerfi þar sem að ég er bara að rækta fyrir mig sjálfan.

EDIT: Ef að það þarf spes mold get ég líklega fengið hana frá föður mínum að því að hann er með gróðurhús.


Ef hann er með gróðurhús er hann sennilega sá besti til að spyrja um þetta :) En jú annars. Ættir alveg að geta ræktað á svölunum.




halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf halldorjonz » Mán 12. Jan 2015 01:28

hahaha, ég elska þig! en að rækta kartöflur inni er sennilega vitlausaasta sem ég hef heyrt :P
en já þetta er mjög einfalt amk úti, stingur bara karteflu sem eru með spírur niður í moldina og hættir að spá í þessu nátturan sér um sitt



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf hakkarin » Mán 12. Jan 2015 01:36

halldorjonz skrifaði:hahaha, ég elska þig! en að rækta kartöflur inni er sennilega vitlausaasta sem ég hef heyrt :P
en já þetta er mjög einfalt amk úti, stingur bara karteflu sem eru með spírur niður í moldina og hættir að spá í þessu nátturan sér um sitt


Veit alveg að það er betra að rækta úti en ég er í blokk svo að ég á engan garð. Svo gæti ég ekki ræktað á svölunum um veturna því að þá snjóar bara.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf Gislinn » Mán 12. Jan 2015 02:02

hakkarin skrifaði:Veit alveg að það er betra að rækta úti en ég er í blokk svo að ég á engan garð. Svo gæti ég ekki ræktað á svölunum um veturna því að þá snjóar bara.

Best að tala bara við bónda i nágrenni við þinn bæ og sjá hvort hann eigi ekki eitthvað smá svæði til að rækta kartöflur á sem hann gæti leigt þér ódýrt. Það þarf ekki mjög mikið pláss undir svona, ætli þú fáir ekki svona um 10 tonn á hektara þ.a. þú getur þá metið hversu stórt svæði þú þarft.


common sense is not so common.


Gretz
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 28. Nóv 2006 23:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf Gretz » Mán 12. Jan 2015 03:09

Þetta er alveg hægt ef þú villt kartöflur á 2000-5000kr kílóið. Eg ég færi frekar útí bónus verslaði þær á 200-300kr kíló.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf hakkarin » Mán 12. Jan 2015 14:48

Gretz skrifaði:Þetta er alveg hægt ef þú villt kartöflur á 2000-5000kr kílóið. Eg ég færi frekar útí bónus verslaði þær á 200-300kr kíló.


Efa að það væri svona dýrt ef ég þarf ekki lampa. Veit ananrs einhver hvað það kostar að kaupa ræktunarkartöflur?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf dori » Mán 12. Jan 2015 15:02

Þú þarft að eyða herbergi undir þetta, lampa+rafmagn til að keyra hann áfram, hita í þetta herbergi, slatta af mold, hafa fyrir því að vökva þetta reglulega og uppskeran á einhverju sem er í einu litlu herbergi er ekkert gríðarleg. Svo er það eina sem þú færð útúr því einhverjar kartöflur, ekki það mest spennandi í heimi. Auk þess sem það er ekkert mál að rækta kartöflur utanhúss á Íslandi.

Ef þú vilt fara í eitthvað svona ættirðu að rækta eitthvað meira spennandi (kryddjurtir sem eru ekki auðfáanlegar eða rándýrar eða einhverja ávexti/meira spennandi grænmeti).




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf linenoise » Mán 12. Jan 2015 15:14

Leigðu út herbergið, kauptu kartöflur fyrir tekjurnar.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf Daz » Mán 12. Jan 2015 17:10

Þetta gæti verið góð hugmynd til að auka samskiptin við nágrannanna, sérstaklega eftir að einn þeirra fær 3 tonn af mold í hausinn. (8,5m^2 * 30cm * 1200kg/m^3)



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf hagur » Mán 12. Jan 2015 20:42

Jahá. Myndi ég nú nota aukaherbergið í allt annað en þetta. Ekki eins og kartöflur séu einhver rándýr lúxusvarningur. Búðu frekar til dedicated heimabíóherbergi og láttu Þykkvabæ um jarðeplaræktunina.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf GuðjónR » Mán 12. Jan 2015 21:30

Ég hef nú sjaldan hlegið eins mikið eins og af svörunum hérna. :D
Hérna eru græjur fyrir kartöfluræktun. :guy
Spurning hvort það sé ekki arðbærara fyrir þig að rækta eitthvað annað en jarðepli?
Viðhengi
hakkarin.gif
hakkarin.gif (495.75 KiB) Skoðað 2180 sinnum



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf hakkarin » Þri 13. Jan 2015 00:05

GuðjónR skrifaði:Ég hef nú sjaldan hlegið eins mikið eins og af svörunum hérna. :D
Hérna eru græjur fyrir kartöfluræktun. :guy
Spurning hvort það sé ekki arðbærara fyrir þig að rækta eitthvað annað en jarðepli?


Er nú ekki í hassinu. Annars talaði ég við föður minn í dag, og hann bauð mér að gera þetta hjá honum frekar. Held að ég taki því bara ef að það er ekki praktíst að gera þetta út á svölum.



Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf rango » Þri 13. Jan 2015 14:45

GuðjónR skrifaði:Ég hef nú sjaldan hlegið eins mikið eins og af svörunum hérna. :D
Hérna eru græjur fyrir kartöfluræktun. :guy
Spurning hvort það sé ekki arðbærara fyrir þig að rækta eitthvað annað en jarðepli?



Þetta reyndar er selt, Og mér grunar að þessi notandi sé ekki að fara koma hingað aftur :-#



Skjámynd

Stigsson
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 13:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf Stigsson » Þri 13. Jan 2015 14:52

Ég veit til þess að fólk hafi ræktað kartöflur í svörtum ruslapoka á svölunum hjá sér. Getur notað stórar fötur líka eða sambærileg stór ílát.
Efast um að það borgi sig að gera þetta innandyra þar sem þær þurfa ca. 8 tíma af sólarljósi á dag.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Væri praktíst að rækta kartöflur innanhús?

Pósturaf tlord » Þri 13. Jan 2015 15:24

Að rækta kartöflur í plastfötum er alls ekki slæm hugmynd. Moldarnýjar kartöflur eru virkilega góðar..

ætla að kíkja á þetta í vor