Besta viskíð

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Besta viskíð

Pósturaf hakkarin » Fös 02. Jan 2015 01:23

Hvað er svona besta viskíð sem að þið hafið smakkað? Og er einhver raunverulegur bragðmunnur á sæmilegu viskí og þessu fokkdýra sem að kostar fullt? Eða er það bara snobb?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf dori » Fös 02. Jan 2015 01:35

Það er raunverulegur bragðmunur á milli tegunda og það breytir bragðinu að vera lengi í tunnum en svo er þetta náttúrulega alltaf spurning um hvað hverjum og einum finnst gott.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf Xovius » Fös 02. Jan 2015 01:38

Það er alveg töluverður bragðmunur á mismunandi viskíi. Það þýðir samt ekkert endilega að dýrasta viskíið í búðinni sé það besta.
Uppáhaldið mitt í augnablikinu er þessi hérna:
Mynd



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf worghal » Fös 02. Jan 2015 02:00

loksins talaru um eitthvað af viti!

persónulega er ég fastur í Nikka.
hef klárað nokkrar Nikka Pure Black og ég tek það fram yfir allt annað. verst að það kostar 7000kr per hálfann líter.

svo á ég flösku af 10 ára Nikka Yoichi og það er guðdómlegt. 45% og rennur niður fáránlega smooth.
Yoichi er samt bara fáanlegt í leifstöð en koastar litlar 9-10þús fyrir 700ml og það er fáránlega gott value! :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf Hnykill » Fös 02. Jan 2015 05:30

Hef ekki smakkað mikið af Whisky yfir ævina, en Dimple fannst mér nokkuð gott á sínum tíma .
Viðhengi
Dimple.jpg
Dimple 15 years old
Dimple.jpg (199.39 KiB) Skoðað 3997 sinnum


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

PikNik
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 17:11
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf PikNik » Fös 02. Jan 2015 12:10

Chivas Regal 18




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf linenoise » Fös 02. Jan 2015 14:32

Glenfiddich. 12 ára er frábært. 15 ára er guðdómlegt. Frekar sætt en kemst fullkomlega upp með það.

Word of warning. Caoran reserve, móreykta týpan þeirra, er versta peat-viský sem ég hef smakkað. Glenfiddich og móreyking fer illa saman.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Tengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf brain » Fös 02. Jan 2015 14:39

Besta sem ég hef smakkað, mjúkt og bragðgott.

Mynd

Keypt á Heathrow. kostaði um 120 pund



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf Zorglub » Fös 02. Jan 2015 15:10

Ég er búinn að vera fastur í Nikka Black og Nikka White í meira en 2 ár, algert sælgæti.
http://www.nikkawhisky.eu/whiskies/pure-malt-series/


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf GuðjónR » Fös 02. Jan 2015 15:20

Þekki ekki víski, en þetta er klárlegra langbesta rommið:
Viðhengi
Havana_Club_7_anos.jpeg
Havana_Club_7_anos.jpeg (58.84 KiB) Skoðað 3801 sinnum



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf rattlehead » Fös 02. Jan 2015 15:28

Þetta er allt spurning um smekk. Er mikill viskýmaður. Er kominn með ágætis safn af flöskum. Á orðið 14 flöskur af hinu og þessu. Hef aðallega pikkað með mér úr fríhöfninni. Þau viský sem eru í dýrari kantinum er ég að sötra bara eitt og eitt glas. Ardbeg, Balvenie, Abelour eru dæmi sem ég spara og finnst æðisleg. Svo þegar ég vill sötra hversdags, dett ég í Johnny Walker þá í red eða black label. Glenlivet er líka mjög gott. Hef ekki lent á slæmu ef þu ert í 10.000 króna verðmiða og uppúr. Líka að prófa þegar tækifæri gefst. Hér er góð síða fyrir núbbann http://scotchnoob.com/. Ég las mig til og prófaði hin og þessi viský. Hef líka nokkra félaga sem fíla viský og höfum við verið að smakka hjá hvorum öðrum til að barinn hjá manni verði sem bestur.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf hakkarin » Fös 02. Jan 2015 17:11

Þetta eru flottar flöskur! :happy

Einn spurning samt. Ég veit að munurinn á viskí (whiskey) og skota (scotch) er að skotinn er bara búinn til í skotlandi, en er samt einhver annar munnur á því fyrir utan að skoti kemur bara frá skotlandi? Er þetta eitthvað fínara viskí eða bragðast þetta bara svipað? Hef líka svipaða spurningu um bourbon sem að mér skilst að komi bara frá USA.

EDIT: Er varið í þennan? http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=00795 Þetta er eini bourbon sem ég fann á átvr.is sem að er seldur þar sem ég á heima. Langar að prófa.



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 28
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf Nördaklessa » Fös 02. Jan 2015 17:30

Mér finnst Seagrams VO 7 það besta sem ég hef smakkað hingað til
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/e ... _Crown.jpg


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf worghal » Fös 02. Jan 2015 21:27

GuðjónR skrifaði:Þekki ekki víski, en þetta er klárlegra langbesta rommið:

nokkuð viss um að Ron Zacapa 23 ára flaskan mín sé ósammála þér þarna.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf toybonzi » Fös 02. Jan 2015 23:01

1. Ardbeg. Skemmtilega reykt og flókið viskí.
2. Nikka (bæði black og white eru góð). Japanarnir eru náttúrulega bara fullkomnunarsinnar...hver flaska jafn góð og sú fyrri.
3. Laphroig. Annað isley viský sem ég fila vel. Fullorðins!
4. Glenfiddich 18 ára. Smooth.
5. Glenlivet 12 ára. Frábært til að bjóða óvönum.

Versta sem ég hef keypt hingað til er Ballantines 8 ára (hrollur) :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf GuðjónR » Fös 02. Jan 2015 23:29

worghal skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þekki ekki víski, en þetta er klárlegra langbesta rommið:

nokkuð viss um að Ron Zacapa 23 ára flaskan mín sé ósammála þér þarna.

Googlaði Ron Zacapa...
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=01724
Þú vinnur!
Ef ég ætti nóg af pening þá myndi ég kaupa eitt stykki!
17k hér heima en 9k erlendis, alltaf sama sagan...
http://www.masterofmalt.com/rum/zacapa- ... ld-whisky/



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf worghal » Fös 02. Jan 2015 23:34

GuðjónR skrifaði:
worghal skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þekki ekki víski, en þetta er klárlegra langbesta rommið:

nokkuð viss um að Ron Zacapa 23 ára flaskan mín sé ósammála þér þarna.

Googlaði Ron Zacapa...
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=01724
Þú vinnur!
Ef ég ætti nóg af pening þá myndi ég kaupa eitt stykki!
17k hér heima en 9k erlendis, alltaf sama sagan...
http://www.masterofmalt.com/rum/zacapa- ... ld-whisky/

búinn að eiga eina svona í tvö ár, fékk hana senda að utan og tími ekki að klára hana. :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf GuðjónR » Fös 02. Jan 2015 23:37

worghal skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
worghal skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þekki ekki víski, en þetta er klárlegra langbesta rommið:

nokkuð viss um að Ron Zacapa 23 ára flaskan mín sé ósammála þér þarna.

Googlaði Ron Zacapa...
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=01724
Þú vinnur!
Ef ég ætti nóg af pening þá myndi ég kaupa eitt stykki!
17k hér heima en 9k erlendis, alltaf sama sagan...
http://www.masterofmalt.com/rum/zacapa- ... ld-whisky/

búinn að eiga eina svona í tvö ár, fékk hana senda að utan og tími ekki að klára hana. :happy


Ég var einmitt að sýna konunni þetta og segja við hana að þegar við náum 23 árum saman þá verðum við að splæsa í eina svona...
En svo bætti ég við....liklegast væri það ekki sniðugt, ég myndi aldrei tíma að drekka hana :)

5k erlendis, liklga há vörugjöld, óhagstæður gjaldmiðill og hrikalegur flutningskostnaður sem veldur því að hún kostar næstum 4x meira hérna!!! :klessa
http://www.klwines.com/detail.asp?sku=1013444




toaster
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 19:01
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf toaster » Lau 03. Jan 2015 10:13

Ég er mikill whisky maður. Mikið fyrir eyja-vínin en drekk samt allt.

Þessi eru í miklu uppáhaldi hjá mér:

Ardbeg - 10ára, Uigedail og Corryvreckan.
Laphroaig - Quarter Cask og Cask Strenght.
Lagavulin - 12ára Cask Strenght og 16ára.
Old Pulteney - 12ára milt og gott ef ég vil eitthvað þæginlegt.
GlenDronach - 12ára algjört sælgæti !

Mór, tjara og reykur einkennir eyjawhiskyin. Er mun meira fyrir single-malt whisky en blended þó að ég drekki þau oft líka. Ef menn eru með whisky áhuga þá mæli ég með að menn kynni sér mann sem heitir Ralfy, hann er óháður öllum distillerium og frábær whisky gagnrýnandi. Mjög fræðandi og skemmtileg revewin hans og ég held að hann sé búinn að gefa um 500 flöskum einkunn so far.

https://www.youtube.com/user/ralfystuff/videos

Þegar ég kaupi mér flösku, þá tek ég mikinn tíma í að velja og þá renni ég yfir listann hjá þessum manni. Aldrei klikkað :D

Eitt video sem er gott ef menn eru að spá í hvernig glösum þeir eiga að drekka whisky: https://www.youtube.com/watch?v=Cq9ar_UAKIM :happy




juggernaut
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 21:42
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf juggernaut » Lau 03. Jan 2015 13:47

hakkarin skrifaði:Þetta eru flottar flöskur! :happy

Einn spurning samt. Ég veit að munurinn á viskí (whiskey) og skota (scotch) er að skotinn er bara búinn til í skotlandi, en er samt einhver annar munnur á því fyrir utan að skoti kemur bara frá skotlandi? Er þetta eitthvað fínara viskí eða bragðast þetta bara svipað? Hef líka svipaða spurningu um bourbon sem að mér skilst að komi bara frá USA.

EDIT: Er varið í þennan? http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=00795 Þetta er eini bourbon sem ég fann á átvr.is sem að er seldur þar sem ég á heima. Langar að prófa.


Hérna er ágætis útskýring á þessu :)




everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf everdark » Lau 03. Jan 2015 19:10

Glenmorangie og Glenlivet Master Distiller's Reserve eru í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf hakkarin » Sun 04. Jan 2015 16:54

Einn spurning. Ég keypti 700ml flösku af Jim Beam white lablel sem kostaði 6500kr sem mér finnst ekkert vera varið í. Myndi einhver kaupa hana ef að ég myndi skella henni inn á bland á hálfvirði? ég er bara búinn að drekka 4 skot (100ml) þannig að næstum öll flaskan er eftir.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf worghal » Sun 04. Jan 2015 17:05

hakkarin skrifaði:Einn spurning. Ég keypti 700ml flösku af Jim Beam white lablel sem kostaði 6500kr sem mér finnst ekkert vera varið í. Myndi einhver kaupa hana ef að ég myndi skella henni inn á bland á hálfvirði? ég er bara búinn að drekka 4 skot (100ml) þannig að næstum öll flaskan er eftir.

ef þig langar í eitthvað gott, ekki kaupa jim beam eða jack daniels, punktur.
búið að nefna fullt af góðu viskí sem þú hefðir getað fengið þér :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf hakkarin » Sun 04. Jan 2015 17:14

worghal skrifaði:
hakkarin skrifaði:Einn spurning. Ég keypti 700ml flösku af Jim Beam white lablel sem kostaði 6500kr sem mér finnst ekkert vera varið í. Myndi einhver kaupa hana ef að ég myndi skella henni inn á bland á hálfvirði? ég er bara búinn að drekka 4 skot (100ml) þannig að næstum öll flaskan er eftir.

ef þig langar í eitthvað gott, ekki kaupa jim beam eða jack daniels, punktur.
búið að nefna fullt af góðu viskí sem þú hefðir getað fengið þér :happy


Vildi bara kaupa Bourbon og þessi Jim Beam var það eina í boði í því ríki sem að er nálægt mér. :thumbsd




bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Besta viskíð

Pósturaf bigggan » Sun 04. Jan 2015 17:31

Alltaf lángað til að prófa Yamazaki eftir að það var valið besta viskíinu.