Nariur skrifaði:Samkvæmt samfélagslegri venju er "bannað" að tjá sig um eitthvað sem maður veit ekkert. Ég er ekki að stinga upp á neinu nýju hérna.
Hver er skilgreiningin á "eitthvað sem maður veit ekkert "? Það er ekki bannað að tjá sig um neitt, það er almennt litið hornauga að setja fram fullyrðingar sem eiga ekki við nein rök að styðjast, sbr. Vigdísi Hauksdóttur og gott sem allt sem vellur út úr henni.
Ég get ekki séð að ég hafi sagt neitt hér sem á ekki við rök að styðjast, held að þú sért aðallega ósáttur með að ég sé annarar skoðunar en þú og ætlar því að halda fast í þetta, að mínu mati, vitlausa prinsipp þitt.
Nariur skrifaði:Oak skrifaði:Þannig að til að utanaðkomandi fólk geti gagnrýnt þetta þarf það allavega að þekkja einhvern annan en þá sem er að setja inná þennan þráð.
^This.
En allt í góðu, fyrst þessi forsenda nægir til að ég megi tjá mig, þá var vinur minn sem býr í Kórahverfi í Kópavogi og spilar mikið með okkur CS:GO með tengingu hjá Hringdu, hann lenti ítrekað í því að vera með það hátt ping að hann gat ekki spilað með okkur.
Svona, nú er ég samkvæmt þér gjaldgengur í umræðuna, hefði átt að nefna þetta fyrr svo við hefðum geta sloppið við þetta ósætti... Viltu ekki bara að við setjum þetta í reglurnar hérna á Vaktinni?