Gott kvöld.
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér vissi hvort það mætti taka Paratabs og Ibúfen með Tramadoli?
Spurning um inntöku lyfja samtímis
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
Konan mín er lyfjafræðingur og sagði
Edit: Alltaf gott samt að hringja í lækninn sem skrifaði á þig Tramadoli til þess að vera viss.
I raun og veru er það allt i lagi en þu tekur liklegast ekki tramadol og paratabs a sama tima þar sem þu ert liklegast a tramadoli þar sem paratabs er ekki að virka. Paratabs er vægt verkjalyf og tramadol er millisterkt verkjalyf. Einu aðstæðurnar sem ég myndi sja fyrir mer einstakling að taka öll þrju lyfin væri ibufen við bolgu, færri skammtar en má af tramadóli teknir og paratabs þess á milli
Edit: Alltaf gott samt að hringja í lækninn sem skrifaði á þig Tramadoli til þess að vera viss.
-
- Geek
- Póstar: 870
- Skráði sig: Mið 25. Mar 2009 20:55
- Reputation: 7
- Staðsetning: Hafnarfjarðarsveit
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
Ég er með ónýt nýru, Sem gerir mig extra viðkvæmann fyrir vitlausri samsetningu lyfja og ég hef oft tekið þetta combo án afleiðinga, Svoleiðis að ég myndi stimpla þig safe fyrst ég er safe
En fáðu samt bara að tala lyfjafræðing við apóteki ef þú ert ekki viss, Alltaf betra að fá ráðgjöf frá fagaðila ef maður er í einhverjum vafa
En fáðu samt bara að tala lyfjafræðing við apóteki ef þú ert ekki viss, Alltaf betra að fá ráðgjöf frá fagaðila ef maður er í einhverjum vafa
Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
zjuver skrifaði:Alltaf betra að fá ráðgjöf frá fagaðila ef maður er í einhverjum vafa
Þegar þú spyrð faglegra spurninga á spjallborði sem tengist því fagi EKKERT þá er besta svarið ALLTAF: Hringdu í fagmann!
Í þessu tilfelli Lækni/Lyfjafræðing
P.S. Þetta var ekki skot á Zjuver
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
depill skrifaði:Konan mín er lyfjafræðingur og sagðiI raun og veru er það allt i lagi en þu tekur liklegast ekki tramadol og paratabs a sama tima þar sem þu ert liklegast a tramadoli þar sem paratabs er ekki að virka. Paratabs er vægt verkjalyf og tramadol er millisterkt verkjalyf. Einu aðstæðurnar sem ég myndi sja fyrir mer einstakling að taka öll þrju lyfin væri ibufen við bolgu, færri skammtar en má af tramadóli teknir og paratabs þess á milli
Edit: Alltaf gott samt að hringja í lækninn sem skrifaði á þig Tramadoli til þess að vera viss.
Takk fyrir svarið Ég tek Tramadol við gigtarverkjum og fæ því skrifað uppá það. Málið er að ég hef náð mér í einhverja pest og því vantaði mig eitthvað hitalækkandi. Afgreiðslustúlka í apóteki sagði að oft væri tekið paratabs á móti td íbúfen-i til að magna upp áhrif. Og í þessu tilfeli þá var ég að sækjast eftir öflugari hitalækkandi virkni Steingleymdi að spyrja hvort það væri í lagi að taka þetta þrennt saman :p
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
krissi24 skrifaði:Gott kvöld.
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér vissi hvort það mætti taka Paratabs og Ibúfen með Tramadoli?
Eftir að hafa lesið nokkuð ítarlega um "víxlverkun" þessara þriggja lyfja (paracetamol, ibuprofen og tramadol) að þá er engin sérstök hætta sem fylgir því fyrir almennt heilbrigðan einstakling að taka þessi þrjú lyf samtímis. Meðal annars er til lyf (þó hvorki skráð lyf hérlendis né fáanlegt með undanþágu frá markaðsleyfi) sem inniheldur bæði paracetamol og tramadol og er selt undir nafninu Tramacet. Ibuprófen er þekkt fyrir að geta valdið magaóþægindum (allt frá verkjum og yfir í ógleði/uppköst og niðurgang), en í einhverjum tilvikum virðist sem samtímis inntaka ibuprofens og tramadóls auki á þessi óþægindi.
Þessar upplýsingar eru fengnar á vef drugs.com ásamt því sem víxlverkun lyfjanna var einnig skoðuð þar (drug interactions og þessi þrjú lyf valin). Þó svo að þessi samsetning lyfja virðist í flestum tilvikum vera í lagi, að þá skal í öllum tilvikum ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing áður en lyfin eru tekin inn. Lyf geta í sumum tilvikum haft gífurlega skaðleg áhrif á líkamsstarfsemina og í stöku tilvikum valdið varanlegum skaða ef óvarlega er farið.
Þú getur alltaf fengið að tala við lyfjafræðing ef þú hringir í apótek á opnunartíma þess. Mögulegt er að hafa samband við 1) neyðarsíma Lyfjastofnunar: 616-1444 eða ef þú hefur tekið inn lyf og ert í vafa um öryggi þitt að hringja í neyðarlínuna, 112, en þaðan var síðast þegar ég vissi hægt að fá beint samband við einhvern ákveðinn vakthafandi lækni án tafar.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
zjuver skrifaði:Ég er með ónýt nýru, Sem gerir mig extra viðkvæmann fyrir vitlausri samsetningu lyfja og ég hef oft tekið þetta combo án afleiðinga, Svoleiðis að ég myndi stimpla þig safe fyrst ég er safe
En fáðu samt bara að tala lyfjafræðing við apóteki ef þú ert ekki viss, Alltaf betra að fá ráðgjöf frá fagaðila ef maður er í einhverjum vafa
Takk fyrir svarið, Já, það er notla best
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
ASUSit skrifaði:krissi24 skrifaði:Gott kvöld.
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér vissi hvort það mætti taka Paratabs og Ibúfen með Tramadoli?
Eftir að hafa lesið nokkuð ítarlega um "víxlverkun" þessara þriggja lyfja (paracetamol, ibuprofen og tramadol) að þá er engin sérstök hætta sem fylgir því fyrir almennt heilbrigðan einstakling að taka þessi þrjú lyf samtímis. Meðal annars er til lyf (þó hvorki skráð lyf hérlendis né fáanlegt með undanþágu frá markaðsleyfi) sem inniheldur bæði paracetamol og tramadol og er selt undir nafninu Tramacet. Ibuprófen er þekkt fyrir að geta valdið magaóþægindum (allt frá verkjum og yfir í ógleði/uppköst og niðurgang), en í einhverjum tilvikum virðist sem samtímis inntaka ibuprofens og tramadóls auki á þessi óþægindi.
Þessar upplýsingar eru fengnar á vef drugs.com ásamt því sem víxlverkun lyfjanna var einnig skoðuð þar (drug interactions og þessi þrjú lyf valin). Þó svo að þessi samsetning lyfja virðist í flestum tilvikum vera í lagi, að þá skal í öllum tilvikum ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing áður en lyfin eru tekin inn. Lyf geta í sumum tilvikum haft gífurlega skaðleg áhrif á líkamsstarfsemina og í stöku tilvikum valdið varanlegum skaða ef óvarlega er farið.
Þú getur alltaf fengið að tala við lyfjafræðing ef þú hringir í apótek á opnunartíma þess. Mögulegt er að hafa samband við 1) neyðarsíma Lyfjastofnunar: 616-1444 eða ef þú hefur tekið inn lyf og ert í vafa um öryggi þitt að hringja í neyðarlínuna, 112, en þaðan var síðast þegar ég vissi hægt að fá beint samband við einhvern ákveðinn vakthafandi lækni án tafar.
Takk fyrir góðar upplýsingar Ég hef tekið íbúfen með tramadol-i áður og það virkar fínt, var áður að taka Voltaren rapid + Tramadol og það var alls ekki góð blanda í mínu tilfelli. Lyf sem innihalda Díklófenak fara frekar illa í mig almennt. Var bara ekki viss aðallega hvort paratabs væri í lagi í þessari samsetningu. En auðvitað hefði ég átt að orða þetta öðruvísi þá í upphafi hehe
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
Var í hnéskipta aðgerð í sumar
Tók Paratabs og Tramadól saman, 2x4 á sólarhring af hvoru.
ss 16 töflur samanlagt.
Þetta var vikuskamtur sem ég fékk með mér eftir útskrift.
Var ekki meint af.
Tók Paratabs og Tramadól saman, 2x4 á sólarhring af hvoru.
ss 16 töflur samanlagt.
Þetta var vikuskamtur sem ég fékk með mér eftir útskrift.
Var ekki meint af.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
brain skrifaði:Var í hnéskipta aðgerð í sumar
Tók Paratabs og Tramadól saman, 2x4 á sólarhring af hvoru.
ss 16 töflur samanlagt.
Þetta var vikuskamtur sem ég fékk með mér eftir útskrift.
Var ekki meint af.
Nú jæja, Vonandi ertu búinn að ná þér að fullu
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
missranny skrifaði:Fyrsta skipti sem eg sé lyfja umræðu hér og aldrei séð jafngóð svör og skjót viðbrögð,hér ræður skynsemin ríkjum. En hverjum datt í hug windows 8,ég held að ég skipti niður í windows 7 á nýju fartölvunni svo hún endi ekki með að vera kastað út um gluggann. Það er alltaf eitthvað á hverjum degi, windows 7 var ekkert að kvarta yfir hola eða HMA núna virka ekki browserarnir af því þetta conflictar við serverin þar sem ég er í áskrift. Mig vantar svo að geta náð í það sem ég horfi vanalega en hvað sem ég prófa gerir allt vitlaust í tölvunni og svo fer allur timin í að laga allt aftur HJÁLP einhver
Verkjalyf -> Windows 7 vs 8 ...
Skilgreiningin á þráðarráni.
Búðu til nýjan þráð með lýsandi titli og einhver svarar.
Feldu fyrirspurnina þína í einhverjum þræði og ... enginn svarar ?
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
krissi24 skrifaði:Gott kvöld.
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér vissi hvort það mætti taka Paratabs og Ibúfen með Tramadoli?
Slepptu þessu öllu. Þetta eru bæði skaðleg efni. Borðaðu hollan mat, drekktu meira vatn og fáðu meiri hvíld.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning um inntöku lyfja samtímis
tkp12 skrifaði:krissi24 skrifaði:Gott kvöld.
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér vissi hvort það mætti taka Paratabs og Ibúfen með Tramadoli?
Slepptu þessu öllu. Þetta eru bæði skaðleg efni. Borðaðu hollan mat, drekktu meira vatn og fáðu meiri hvíld.
Eflaust auðvelt fyrir mann sem er með áskrift að Tramadoli og íhugar að taka meiri verkjalyf að "hvíla" sig þegar hann sleppir því.
Eflaust mjög ánægjulegt.
Frábært að vekja 2 vikna gamlan þráð með þessu bulli.
Modus ponens