Íslenskt efni hefur nú skánað svakalega síðustu árinn. Og það er akkurat vandamálið að það hefur verið í deilingu og íslenskir framleiðendur hafa farið í fílu.
En lausnin þeirra er bara ömurleg og dauðadæmd frá upphafi, allur þeirra hugsunarháttur miðast við ferlið: bíó/sjónvarp -> dvd sala -> útsölumarkaðir. Það þurfa að koma til einhver kynslóða skipti þarna svo þeir fari að fatta að það er miklu gróðvænlega fyrir þá að henda þessu sjálfir á netið, eftir að það er búið að frumsýna í bíó/sjónvarpi, og selja aðgang að efninu þar heldur en að gefa út dvd diska.
Nú kostar td. fangavaktin kr. 2995 hjá
Elko, hvað ætli stór hluti þeirrar upphæðar skili sér í vasa framleiðanda/útgefanda? Væri ekki nær að selja þetta á 500kall á netinu/streimi og fá 70-100% hagnað? Útgáfukostnaðurinn er nánast enginn, upplagið endalaust og svo væri hægt að henda á þetta enskum texta og markaðurinn margfaldast.