Hakkarin - Mér sýnist þú trúa blint að frjálslyndar skoðanir geti aldrei haft neitt í gott í för með sér.
Þú þarft læra betur að þessi endurdreyfing á auði kemur mjög lítið socíalísma við.
Aðferðafræðin við þetta getur verið notuð í frjálslyndum kapítalísma, stórhlutafélagshyggju, frjálshyggju, og jafnvel kommúnisma.
Það er ekki verið að minnka kjör hátekjufólks meira en þau hafa verið minnkuð hingað til.
Það að endurdreyfa auð sem er tekinn af ríkinu er sér stefna út af fyrir sig.
- Til að þú skiljir betur þá snýst raunverulegur socíalísmi um það að dreyfa atvinnu og atvinnusköpun sem eign allra og taka í burtu frjálshyggju. Þar með stjórnar ríki yfir öllum tekjum og kostnaði þess kerfis. Okkar ríki hefur þegar gert það með eign sinni á heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu.
- Þó að ég sé frjálshyggjumaður til dæmis og alfarið á móti því að ríki stjórni þessum kerfum á þennan hátt, þá er ég ekki á móti því að það stjórni stefnu og aðferðum kerfanna.
Þessi breyting, ef hún verður notuð, mun ekki skerða einstaklinga með há laun meir.
Þetta myndi virka sem tekjuaukn í stað persónuafslátts.
og ef þú fattar það ekki þá er núverandi persónuafsláttur fyrir árið: 605.977 kr. og skammtast hann jafnt mánaðarlega eða eftir því hvernig launatímabil þitt er. Viltu ekki frekar fá meiri peninga en þann sem persónuafsláttur gefur þér?