iOS 8 og MAC address Randomization

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

iOS 8 og MAC address Randomization

Pósturaf Sera » Mið 17. Sep 2014 20:23

Nú var iOS 8 að koma út og nýjasta nýtt hjá Apple er MAC address randomization, sem þýðir að tækið sendir frá sér random mac addressu - ekki þá raunverulegu sem tilheyrir tækinu og nýja og nýja í hvert sinn. Hvernig fer það með þráðlausa punkta/kerfi sem eru að nota MAC addressu sem auðkenningu á tækjum inn á þráðlaus net ? Er sú leið þá alveg úti eða ?

Tæki sem aldrei hefur verið auðkennt inn á þráðalausa netið og sendir frá sér falska random mac addressu verður varla hægt að auðkenna með mac addressu ef þráðlausi punkturinn getur ekki lesið hana.
Hvað segiði um þetta ?


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: iOS 8 og MAC address Randomization

Pósturaf hagur » Mið 17. Sep 2014 20:56

Er ekki Mac addressu filtering á WIFI líka bara falskt öryggi og gamaldags? Mun betra bara að nota WPA2 með góðu lykilorði og kannski vera með hidden SSID líka.

Annars er ég enginn sérfræðingur í þessu ...



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: iOS 8 og MAC address Randomization

Pósturaf Sera » Mið 17. Sep 2014 21:02

hagur skrifaði:Er ekki Mac addressu filtering á WIFI líka bara falskt öryggi og gamaldags? Mun betra bara að nota WPA2 með góðu lykilorði og kannski vera með hidden SSID líka.

Annars er ég enginn sérfræðingur í þessu ...


Jú, það er afleitt öryggi, lítið mál með rétta forritinu að sniffa mac addressur sem eru leyfðar á netinu. En sumir nota MAC auðkenningu auk passwords og svo kannski tekur einhvern tíma að finna aðrar lausnir fyrir stór umhverfi sem nota mörg iOS tæki. WPA2 enterprice auðkenning með Radius server er auðvitað mun öruggari ef þú ert með AD notendur.


*B.I.N. = Bilun í notanda*


Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 399
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: iOS 8 og MAC address Randomization

Pósturaf Cikster » Mið 17. Sep 2014 21:24

Hefur einhver hugsað þá hugmynd að þótt sé ekki læst á MAC addressur geti þetta orðið vandamál fyrir routerinn að enda með sístækkandi lista af MAC addressum sem hafa tengst honum. Hef reyndar ekki hugmynd hvort og þá hversu margar þeir geta geymt en þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá það að ódýrari routerarnir gætu blockerast á wifi ef sá listi yrði fullur.



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 13
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: iOS 8 og MAC address Randomization

Pósturaf Sera » Mið 17. Sep 2014 23:35

Eftir smá lestur þá sýnist mér að þegar þú velur netið sem þú vilt tengjast þá sendir tækið sína réttu mac addressu á punktinn og ætti því að komast inn. Random mac addressurnar eru bara gefnar út meðan tækið skannar eftir þráðlausum netum án þess að reyna tengingu.


*B.I.N. = Bilun í notanda*