Tölvutek = Noobs, röfl.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 322
- Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
- Reputation: 8
- Staðsetning: Jörðin
- Staða: Ótengdur
Tölvutek = Noobs, röfl.
Vildi bara segja ykkur frá ævintýri mínu í Tölvutek. Ég keypti hjá þeim aflgjafa fyrir löngu síðan og vantaði pci-e snúru fyrir skjákortið, semsagt týndi henni og vantaði því nýja. Eftir að bíða í svona 20 mín eftir afgreiðslu þá útskýri ég fyrir stráknum hvað mig vantar og sýni honum einnig mynd af tenginu og af PSU sem ég keypti. Strákurinn stendur fyrir framan tölvuna í góðan tíma og snýr svo skjánum og sýnir mér mynd af molex fjöltengi.
Ég útskýri að ég tengi þetta varla við skjákort, hann horfir á mig alveg týndur og svarar þetta er semsagt svona rafmagnssnúra?? (Veit ekki einu sinni hvernig ég átti að svara því ég hélt í smá stund að hann væri að grínast)
Þetta endar á því að ég fæ að skoða hvað hangir á veggnum bakvið og sé þetta ekki þar, enda fannst mér ólíklegt þetta væri til. Hann gefst nú samt ekki upp þrátt fyrir að vita ekki neitt um tölvur eða þær vörur sem Tölvutek er eða var að selja. Hann fer því í áframhaldi að tala við einhvern á neðri hæð og skilur mig eftir uppi í í allaveganna 25 mín áður en ég hugsaði...fuck tölvutek og fór.
Ekki fyrsta skipti sem ég lendi í svipuðu þarna sem fær mig til að hugsa hvernig í ósköpunum gengur þessi verslun eiginlega!
Ég útskýri að ég tengi þetta varla við skjákort, hann horfir á mig alveg týndur og svarar þetta er semsagt svona rafmagnssnúra?? (Veit ekki einu sinni hvernig ég átti að svara því ég hélt í smá stund að hann væri að grínast)
Þetta endar á því að ég fæ að skoða hvað hangir á veggnum bakvið og sé þetta ekki þar, enda fannst mér ólíklegt þetta væri til. Hann gefst nú samt ekki upp þrátt fyrir að vita ekki neitt um tölvur eða þær vörur sem Tölvutek er eða var að selja. Hann fer því í áframhaldi að tala við einhvern á neðri hæð og skilur mig eftir uppi í í allaveganna 25 mín áður en ég hugsaði...fuck tölvutek og fór.
Ekki fyrsta skipti sem ég lendi í svipuðu þarna sem fær mig til að hugsa hvernig í ósköpunum gengur þessi verslun eiginlega!
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Hann amk lagði sig fram við að reyna að aðstoða þig. Það er frekar Tölvutek að kenna að þjálfa ekki starfsmennina sína frekar en strákgreyinu.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 322
- Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
- Reputation: 8
- Staðsetning: Jörðin
- Staða: Ótengdur
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Þeir eru alveg búnir að skipta um stefnu - og eru komnir í nákvæmlega sömu stefnu og Tölvulistinn og fleiri verslanir.
Byrjuðu mjög vel og réðu bara fólk sem virkilega vissu hvað þeir voru að segja.
Eftir að þeir opnuðu stóru verslunina eru þeir farnir að ráða bara fólk sem sættir sig við nægilega lág laun og veit ekki endilega hvað þau eru að segja.
Þekki nokkra sem voru að vinna þarna - og þeir útskýrðu þetta svona fyrir mér. Voru góðir, eru núna alger skítur.
Byrjuðu mjög vel og réðu bara fólk sem virkilega vissu hvað þeir voru að segja.
Eftir að þeir opnuðu stóru verslunina eru þeir farnir að ráða bara fólk sem sættir sig við nægilega lág laun og veit ekki endilega hvað þau eru að segja.
Þekki nokkra sem voru að vinna þarna - og þeir útskýrðu þetta svona fyrir mér. Voru góðir, eru núna alger skítur.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Nörd
- Póstar: 134
- Skráði sig: Mán 13. Des 2010 18:51
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Ég var einmitt að vinna hjá Tölvutek og var sagt upp vegna niðurskurðar. Svo strax og mér var sagt upp þá réðu þeir alveg fullt af fólki sem virðist ekki vita hvað það er að gera :/ (var á framleiðslusviði í að builda og preppa tölvur/smáhluti)
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
ferdinand94 skrifaði:Ég var einmitt að vinna hjá Tölvutek og var sagt upp vegna niðurskurðar. Svo strax og mér var sagt upp þá réðu þeir alveg fullt af fólki sem virðist ekki vita hvað það er að gera :/ (var á framleiðslusviði í að builda og preppa tölvur/smáhluti)
Þeir geta eflaust borgað 2x ungum manneskjum sem spá ekki í laununum sínum samanlagt minna en þau greiddu þér
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Hef heyrt að þeir ráði og reki til að geta alltaf verið með fólk á algjörum lágmarkslaunum skítafyrirtæki ef satt er.
Vinur minn fékk vinnu þarna fyrir nokkrum árum en fékk uppsögn eftir 3 mánuði án sýnilegrar ástæðu annarrar en þeirrar að þeir hefðu þurtft að hækka launin hans við fastráðningu.
Vinur minn fékk vinnu þarna fyrir nokkrum árum en fékk uppsögn eftir 3 mánuði án sýnilegrar ástæðu annarrar en þeirrar að þeir hefðu þurtft að hækka launin hans við fastráðningu.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- FanBoy
- Póstar: 765
- Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
- Reputation: 14
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Tengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
inservible skrifaði:Vildi bara segja ykkur frá ævintýri mínu í Tölvutek. Ég keypti hjá þeim aflgjafa fyrir löngu síðan og vantaði pci-e snúru fyrir skjákortið, semsagt týndi henni og vantaði því nýja. Eftir að bíða í svona 20 mín eftir afgreiðslu þá útskýri ég fyrir stráknum hvað mig vantar og sýni honum einnig mynd af tenginu og af PSU sem ég keypti. Strákurinn stendur fyrir framan tölvuna í góðan tíma og snýr svo skjánum og sýnir mér mynd af molex fjöltengi.
Ég útskýri að ég tengi þetta varla við skjákort, hann horfir á mig alveg týndur og svarar þetta er semsagt svona rafmagnssnúra?? (Veit ekki einu sinni hvernig ég átti að svara því ég hélt í smá stund að hann væri að grínast)
Þetta endar á því að ég fæ að skoða hvað hangir á veggnum bakvið og sé þetta ekki þar, enda fannst mér ólíklegt þetta væri til. Hann gefst nú samt ekki upp þrátt fyrir að vita ekki neitt um tölvur eða þær vörur sem Tölvutek er eða var að selja. Hann fer því í áframhaldi að tala við einhvern á neðri hæð og skilur mig eftir uppi í í allaveganna 25 mín áður en ég hugsaði...fuck tölvutek og fór.
Ekki fyrsta skipti sem ég lendi í svipuðu þarna sem fær mig til að hugsa hvernig í ósköpunum gengur þessi verslun eiginlega!
það fyndna við þetta ég held ég viti hvaða starfsmann þú ert að tala um, það var einn þarna sem ég lenti í þegar ég var að skoða.
Hann var bókstaflega ekki andlega á staðnum hann vissi ekkert''' umm já....... (þög og horfði bara á mig í svona 1 min) svo áttaði hann sig að væri kanski bara best að fara og spyrja einhvern þarna fyrir aftan.. og kom svo loksins eftir dá góða bið. með nei það er ekki til.
MacTastic!
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1051
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Reputation: 58
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Ég hef nú ekki hundsvit á fyrirtækjarekstri, en einhvers staðar heyrði ég að það væri dýrt fyrir fyrirtæki að ráða nýtt starfsfólk.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Mér finnst oft hrikalega þægilegt þegar verslanir bjóða upp á vefverslun og maður getur bara búið til sína pöntun í rólegheitum heima og svo sótt og greitt við afhendingu í versluninni.
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Þetta er einstaklega léleg frammistaða.
Þegar ég vann hjá Högum á sínum tíma var bæklingur/bók sem allir verslunarstjórar áttu að kunna og vinna eftir sem Jón Ásgeir hafi búið til þegar þeir voru að móta framtíð Bónus.
Fyrirsögnin var "retail is detail" og í bókinni vori 101 atriði sem áttu að vera í lagi í hverri einustu verlsun, alltaf og útskýring af hverju hvert atriði ætti að vera í lagi.
Fyrst þegar maður las þetta hugsaði maður "well dööö" því að þetta voru allt sjálfsögð atriði.
Svo þegar maður var farinn að bera ábyrgð á að þessi atriði væru alltaf í lagi, þá fór það að verða strembið, en breytti því ekki að ef þessi 101 atriði var í lagi, þá átti allt að ganga smooth og rekstur verslunarinnar gekk vel.
Atriði sem ég man vel eftir eru t.d.
Sá sem tekur á móti fyrirspurn/kvörtun frá viðskiptavin ber ábyrgð á að leysa úr málinu, það er bannað að vísa viðskiptavin á að tala við annan starfsmann.
Að hafa ekki tómata nálægt ávöxtum vegna einhvers gass sem þeir gefa frá sér.
Ef ávöxtur (sérstaklega bananar og epli) dettur eða fær á sig högg, ekki setja hann aftur í sölu því að marið getur tekið 1-2 klst. að koma og það verður nær alltaf mjög ljótt.
Tala við fólk í setningum, ekki stykkorðum.
Ef tómt pláss er í kæli (kælir með hillum) þá á að laga til í kælinum, deifa úr vörum og fylla í laust pláss með harðfisk.
Þetta var algjör drauma tími, að vinna í verslun (um 2000) og flest sem maður lærði á þessu fleytti manni vel áfram í viðskiptafræðinni enda fátt sem maður gat ekki sett í samhengi.
En Svona lýsing á þjónustu sbr. Tölvutek = Ef þetta heldur svona árfram, þá eru þeir bara á leið á hausinn, fólk er fljótt að átta sig á hvar það á ekki að versla.
Þegar ég vann hjá Högum á sínum tíma var bæklingur/bók sem allir verslunarstjórar áttu að kunna og vinna eftir sem Jón Ásgeir hafi búið til þegar þeir voru að móta framtíð Bónus.
Fyrirsögnin var "retail is detail" og í bókinni vori 101 atriði sem áttu að vera í lagi í hverri einustu verlsun, alltaf og útskýring af hverju hvert atriði ætti að vera í lagi.
Fyrst þegar maður las þetta hugsaði maður "well dööö" því að þetta voru allt sjálfsögð atriði.
Svo þegar maður var farinn að bera ábyrgð á að þessi atriði væru alltaf í lagi, þá fór það að verða strembið, en breytti því ekki að ef þessi 101 atriði var í lagi, þá átti allt að ganga smooth og rekstur verslunarinnar gekk vel.
Atriði sem ég man vel eftir eru t.d.
Sá sem tekur á móti fyrirspurn/kvörtun frá viðskiptavin ber ábyrgð á að leysa úr málinu, það er bannað að vísa viðskiptavin á að tala við annan starfsmann.
Að hafa ekki tómata nálægt ávöxtum vegna einhvers gass sem þeir gefa frá sér.
Ef ávöxtur (sérstaklega bananar og epli) dettur eða fær á sig högg, ekki setja hann aftur í sölu því að marið getur tekið 1-2 klst. að koma og það verður nær alltaf mjög ljótt.
Tala við fólk í setningum, ekki stykkorðum.
Ef tómt pláss er í kæli (kælir með hillum) þá á að laga til í kælinum, deifa úr vörum og fylla í laust pláss með harðfisk.
Þetta var algjör drauma tími, að vinna í verslun (um 2000) og flest sem maður lærði á þessu fleytti manni vel áfram í viðskiptafræðinni enda fátt sem maður gat ekki sett í samhengi.
En Svona lýsing á þjónustu sbr. Tölvutek = Ef þetta heldur svona árfram, þá eru þeir bara á leið á hausinn, fólk er fljótt að átta sig á hvar það á ekki að versla.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
rapport skrifaði:Sá sem tekur á móti fyrirspurn/kvörtun frá viðskiptavin ber ábyrgð á að leysa úr málinu, það er bannað að vísa viðskiptavin á að tala við annan starfsmann.
Ég hef nú séð þessa reglu hjá fleiri en einu fyrirtæki. Og er hún almennt virt? Nope, nema þegar það er sett "átak" af stað í að fylgja þessu eftir.
Afhverju er hún almennt ekki virt? Jú, því þó þetta líti svakalega fallega út á pappír þá er þetta oft á tíðum afskaplega ópraktísk regla.
Er ekki betra að tala við "réttan" aðila heldur en að bæta við milliliðum sem gera ekki annað en að bera svör fram og til baka?
inservible skrifaði:Hann gefst nú samt ekki upp þrátt fyrir að vita ekki neitt um tölvur eða þær vörur sem Tölvutek er eða var að selja.
[...]
Ekki fyrsta skipti sem ég lendi í svipuðu þarna sem fær mig til að hugsa hvernig í ósköpunum gengur þessi verslun eiginlega!
Það skiptir litlu máli hvaða eða hversskonar verslun þú ferð í, einstaklingar sem eru mjög hæfir í einhverju hafa almennt lítinn áhuga á að vera í framlínusölustarfi.
Og sama hvaða verslun þú ferð í þá finnuru eflaust aldrei einhvern sem veit allt um alla hluti og tengi sem verslunin selur, hvað þá "spare parts".
(Skiptir engu máli hvort þú talar um tölvuverslun eða bygginavöruverslun í þessu samhengi.)
Téður starfsmaður bæði reyndi, og leyfði þér að koma bakvið að skoða vörur (sem er alls ekkert sjálfsagt) og leitaði eftir aðstoð annarra.
Þannig að í rauninni gerði hann allt sem hann mögulega gat gert, þó svo að það hafi ekki hjálpað þér. Eina sem hann hefði getað gert betur væri að skilja þig ekki eftir svona lengi.
Það er ekki algengt að lenda á starfsfólki sem er tilbúið til að reyna að hjálpa með e-ð sem það kann ekki eða veit ekki um.
Þannig að þú ert semsagt að lýsa þjónustu sem lítur út fyrir að vera betri en almennt gengur og gerist, og spyrð svo hvernig verslunin gangi eiginlega...
Mkay.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
natti skrifaði:rapport skrifaði:Sá sem tekur á móti fyrirspurn/kvörtun frá viðskiptavin ber ábyrgð á að leysa úr málinu, það er bannað að vísa viðskiptavin á að tala við annan starfsmann.
Ég hef nú séð þessa reglu hjá fleiri en einu fyrirtæki. Og er hún almennt virt? Nope, nema þegar það er sett "átak" af stað í að fylgja þessu eftir.
Afhverju er hún almennt ekki virt? Jú, því þó þetta líti svakalega fallega út á pappír þá er þetta oft á tíðum afskaplega ópraktísk regla.
Er ekki betra að tala við "réttan" aðila heldur en að bæta við milliliðum sem gera ekki annað en að bera svör fram og til baka?inservible skrifaði:Hann gefst nú samt ekki upp þrátt fyrir að vita ekki neitt um tölvur eða þær vörur sem Tölvutek er eða var að selja.
[...]
Ekki fyrsta skipti sem ég lendi í svipuðu þarna sem fær mig til að hugsa hvernig í ósköpunum gengur þessi verslun eiginlega!
Það skiptir litlu máli hvaða eða hversskonar verslun þú ferð í, einstaklingar sem eru mjög hæfir í einhverju hafa almennt lítinn áhuga á að vera í framlínusölustarfi.
Og sama hvaða verslun þú ferð í þá finnuru eflaust aldrei einhvern sem veit allt um alla hluti og tengi sem verslunin selur, hvað þá "spare parts".
(Skiptir engu máli hvort þú talar um tölvuverslun eða bygginavöruverslun í þessu samhengi.)
Téður starfsmaður bæði reyndi, og leyfði þér að koma bakvið að skoða vörur (sem er alls ekkert sjálfsagt) og leitaði eftir aðstoð annarra.
Þannig að í rauninni gerði hann allt sem hann mögulega gat gert, þó svo að það hafi ekki hjálpað þér. Eina sem hann hefði getað gert betur væri að skilja þig ekki eftir svona lengi.
Það er ekki algengt að lenda á starfsfólki sem er tilbúið til að reyna að hjálpa með e-ð sem það kann ekki eða veit ekki um.
Þannig að þú ert semsagt að lýsa þjónustu sem lítur út fyrir að vera betri en almennt gengur og gerist, og spyrð svo hvernig verslunin gangi eiginlega...
Held að þú sért að misskilja þráðinn. Það er ekki verið að kvarta yfir starfsmanninum heldur versluninni. Verslunin á að vera búin að sýna honum allar vörurnar og upplýsa hann um þær en það hefur hún augljóslega ekki gert. Ég versla aldrei í Tölvutek, hef bara slæma hluti að segja um þá verslun.
-
- Fiktari
- Póstar: 71
- Skráði sig: Mið 28. Ágú 2013 01:15
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Hvað er annars málið með langa afgreiðslu hjá Tölvutek? Ég keypti tvær veggfestingar hjá þeim sem ég fann til sjálfur og það tók hrikalega langan tíma að afgreiða þessa tvo hluti. Starfsfólkið er venjulega hjálpsamlegt en öll þessi pappírsvinna í kringum kaupin eru bara alltof tímafrek miðað við annars staðar (mín reynsla að minnsta kosti). Ætli maður eigi bara að segja kennitölu og afþakka allan pappír? Rosalega vona ég að einn daginn fari allar þessar upplýsingar sjálfkrafa í bankann við hverja færslu.
-
- Kóngur
- Póstar: 6395
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 463
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
og að hugsa sér að ég sótti um starf þarna 2012 og fékk ekki einusinni svar
eftir margar sögur af þessu fyrirtæki þá mundi ég aldrei vilja vinna þarna.
eftir margar sögur af þessu fyrirtæki þá mundi ég aldrei vilja vinna þarna.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 322
- Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
- Reputation: 8
- Staðsetning: Jörðin
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Sé að það hefur greinilega eitthvað misskilist að ég er alls ekki að vanvirða starfsmanninn ég er einfaldlega að benda á það að Tölvutek þjálfar starfsfólk sitt ekki neitt. Ef að starfsmaður þekkir ekki einu sinni tengin sem koma úr aflgjafa þá vantar augljóslega þjálfun.
Einnig veit ég um annan aðila sem fór með tölvu frá þeim í viðgerð til þeirra og þeir sögðu þetta ekki vera í ábyrgð þar sem að skjákort hefði verið vitlaust tengt...þeir tengdu það sjálfir og hvernig í ósköpunum þeir voru að því að tenga það vitlaust mun ég aldrei geta svarað.
Einnig veit ég um annan aðila sem fór með tölvu frá þeim í viðgerð til þeirra og þeir sögðu þetta ekki vera í ábyrgð þar sem að skjákort hefði verið vitlaust tengt...þeir tengdu það sjálfir og hvernig í ósköpunum þeir voru að því að tenga það vitlaust mun ég aldrei geta svarað.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Af minni reynslu að dæma tíðkast það hreinlega ekki í raftækjaverslunum og tölvuverkstæðum að þjálfa starfsfólkið e-ð sérstaklega. Það virðist næstum því engu skipta hvar maður skoðar IT heiminn nema þá sem vinna í raun "á toppnum" að þú átt að sjá sjálfur um að vita það sem þarf og fylgjast með nýjungum. Það eru vissulega eitt og eitt námskeið sem menn eru sendir á en þegar þú byrjar að vinna í þessum low-to-mid end retail eða repair heim þá ertu voðalega on your own sem starfsmaður.
Ég fór í tölvubúð um daginn og segi við strákinn í afgreiðsluborðinu að ég ætli að fá hjá þeim Chromecast. Hann horfir á mig, kinkar kolli, byrjar að leita í kringum sig og ég átta mig á því að drengurinn hefur ekki minnstu hugmynd um hvað ég á við. Ég endurtek mig; "Þú veist, Google Chromecast" og hann er engu nær og ég er líklega kominn með dónalegan undrunarsvip á mig, algjörlega ómeðvitað auðvitað, þar til annar strákur hoppar til og afgreiðir mig.
Undanfarin ár hefur mér fundist verslanir fókusa meira á að spara e-rja þúsundkalla í launakostnað og fá á móti fólk í vinnu sem hefur oftar en ekki gríðarlegar ranghugmyndir um hvað það telst að "vita mikið" í tölvubransanum, og heldur að það sé fært í flestan sjó.
Ég fór í tölvubúð um daginn og segi við strákinn í afgreiðsluborðinu að ég ætli að fá hjá þeim Chromecast. Hann horfir á mig, kinkar kolli, byrjar að leita í kringum sig og ég átta mig á því að drengurinn hefur ekki minnstu hugmynd um hvað ég á við. Ég endurtek mig; "Þú veist, Google Chromecast" og hann er engu nær og ég er líklega kominn með dónalegan undrunarsvip á mig, algjörlega ómeðvitað auðvitað, þar til annar strákur hoppar til og afgreiðir mig.
Undanfarin ár hefur mér fundist verslanir fókusa meira á að spara e-rja þúsundkalla í launakostnað og fá á móti fólk í vinnu sem hefur oftar en ekki gríðarlegar ranghugmyndir um hvað það telst að "vita mikið" í tölvubransanum, og heldur að það sé fært í flestan sjó.
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Held reyndar því miður að starfsmannaveltan hjá Tölvutek sé það hröð og mikil að starfsmennirnir fá sennilega ekki mikla þjálfun, sennilega lítil áhersla á það. Svo rétt þegar þeir eru byrjaðir að fá reynslu/þekkingu þá annað hvort eru þeir reknir eða þeir hætta sjálfir til að fá betur borgað annarsstaðar.
Að mínu mati geta fyrirtæki aldrei fengið almennilegt traust nema að mannauðurinn sé allavega einhver stór og góður kjarni sem hefur verið hjá fyrirtækinu í einhvern tíma. Það er auðvitað skiljanlegt að það sé alltaf einhver starfsmannavelta í gangi í stórum fyrirtækjum, en miðað við sögurnar sem maður hefur heyrt úr Tölvutek þá eru þær ekki góðar og langt frá því að vera eðlilegar....að því gefnu að sögurnar séu sannar að sjálfsögðu, en kjaftasögum ber auðvitað að taka með fyrirvara.
Að mínu mati geta fyrirtæki aldrei fengið almennilegt traust nema að mannauðurinn sé allavega einhver stór og góður kjarni sem hefur verið hjá fyrirtækinu í einhvern tíma. Það er auðvitað skiljanlegt að það sé alltaf einhver starfsmannavelta í gangi í stórum fyrirtækjum, en miðað við sögurnar sem maður hefur heyrt úr Tölvutek þá eru þær ekki góðar og langt frá því að vera eðlilegar....að því gefnu að sögurnar séu sannar að sjálfsögðu, en kjaftasögum ber auðvitað að taka með fyrirvara.
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Hefur einmitt verið mín reynsla hjá Tölvutek að flestir starfsmenn þar virðast ekkert vera inní tölvumálum og eru bara á því að það sem þeir selja "sé best" enda tel ég þetta bara vera orðið að "mainstream" búllu þar sem almenningur sem veit ekkert um tækni fer og kaupir sitt dót af starfsfólki sem veit ekkert um tækni. En þeir eru með fín verð á hlutunum og svo fremur sem maður þarf ekki eitthvað sér dót þá dugar alveg þessi limited þekking þeirra.
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 82
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Þetta minnir mig á hérna fyrir nokkrum árum þá vantaði mig sárlega eitthvað sérstakt móðurborð, minnir að mig hafi vantað móðurborð fyrir einhvern gamlann örgjörva svo hann fékst ekki í þessum verslunum sem seldu mest.
Mér datt allt í einu í hug að hringja í BT sem var töluvert stór búð á þeim tíma og var að velta slatta af tölvuvörum og alltaf hellingur til af allavega stuffi í hillunum hjá þeim.
Ég hringdi í númerið þeirra og þá höfðu þeir gert samning við eitthvað símsvörunarfyrirtæki sem sá um öll símtöl til þeirra svo starfsfólkið sem hékk alltaf blaðrandi við afgreiðslukassana þyrftu ekki að eyða tíma sínum í að svara kúnnum.
Það svaraði einhver stelpa með fallega rödd og alveg greinilegt að hún var að svara fyri mörg fyrirtæki og ég spurði hana hvort hún ætti handa mér móðurborð fyrir socket eitthvað örgjörva og helst með blabla kubbasetti.
Hún svaraði hikandi "hvernig stafarðu móðurborð?"
Ég las það upp fyrir hana og eftir fullt af pikki í lyklaborði svaraði stelpan. "Nei því miður, móðurborð er uppselt hjá okkur"
Ég spurði hana þá hvort öll móðurborðin væru uppseld og hún sagði að hún hefði fundið móðurborð í sölukerfinu og að þau væru öll búin.
Ég þakkaði fyrir og lét mig hafa það að keyra niðreftir og auðvitað var þetta fyrsta borðið sem ég sá í hillunni.
Sýnir manni hvað "ekki rétta" starfsfólkið hefur mikið að segja og hvað verslanir geta selt mikið meira með vönum manni þótt það þurfi að borga honum aðeins meira.
Mér datt allt í einu í hug að hringja í BT sem var töluvert stór búð á þeim tíma og var að velta slatta af tölvuvörum og alltaf hellingur til af allavega stuffi í hillunum hjá þeim.
Ég hringdi í númerið þeirra og þá höfðu þeir gert samning við eitthvað símsvörunarfyrirtæki sem sá um öll símtöl til þeirra svo starfsfólkið sem hékk alltaf blaðrandi við afgreiðslukassana þyrftu ekki að eyða tíma sínum í að svara kúnnum.
Það svaraði einhver stelpa með fallega rödd og alveg greinilegt að hún var að svara fyri mörg fyrirtæki og ég spurði hana hvort hún ætti handa mér móðurborð fyrir socket eitthvað örgjörva og helst með blabla kubbasetti.
Hún svaraði hikandi "hvernig stafarðu móðurborð?"
Ég las það upp fyrir hana og eftir fullt af pikki í lyklaborði svaraði stelpan. "Nei því miður, móðurborð er uppselt hjá okkur"
Ég spurði hana þá hvort öll móðurborðin væru uppseld og hún sagði að hún hefði fundið móðurborð í sölukerfinu og að þau væru öll búin.
Ég þakkaði fyrir og lét mig hafa það að keyra niðreftir og auðvitað var þetta fyrsta borðið sem ég sá í hillunni.
Sýnir manni hvað "ekki rétta" starfsfólkið hefur mikið að segja og hvað verslanir geta selt mikið meira með vönum manni þótt það þurfi að borga honum aðeins meira.
-
- Fiktari
- Póstar: 58
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2012 08:08
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
mainman skrifaði:Þetta minnir mig á hérna fyrir nokkrum árum þá vantaði mig sárlega eitthvað sérstakt móðurborð, minnir að mig hafi vantað móðurborð fyrir einhvern gamlann örgjörva svo hann fékst ekki í þessum verslunum sem seldu mest.
Mér datt allt í einu í hug að hringja í BT sem var töluvert stór búð á þeim tíma og var að velta slatta af tölvuvörum og alltaf hellingur til af allavega stuffi í hillunum hjá þeim.
Ég hringdi í númerið þeirra og þá höfðu þeir gert samning við eitthvað símsvörunarfyrirtæki sem sá um öll símtöl til þeirra svo starfsfólkið sem hékk alltaf blaðrandi við afgreiðslukassana þyrftu ekki að eyða tíma sínum í að svara kúnnum.
Það svaraði einhver stelpa með fallega rödd og alveg greinilegt að hún var að svara fyri mörg fyrirtæki og ég spurði hana hvort hún ætti handa mér móðurborð fyrir socket eitthvað örgjörva og helst með blabla kubbasetti.
Hún svaraði hikandi "hvernig stafarðu móðurborð?"
Ég las það upp fyrir hana og eftir fullt af pikki í lyklaborði svaraði stelpan. "Nei því miður, móðurborð er uppselt hjá okkur"
Ég spurði hana þá hvort öll móðurborðin væru uppseld og hún sagði að hún hefði fundið móðurborð í sölukerfinu og að þau væru öll búin.
Ég þakkaði fyrir og lét mig hafa það að keyra niðreftir og auðvitað var þetta fyrsta borðið sem ég sá í hillunni.
Sýnir manni hvað "ekki rétta" starfsfólkið hefur mikið að segja og hvað verslanir geta selt mikið meira með vönum manni þótt það þurfi að borga honum aðeins meira.
Ég hló upphátt.
En svona í samhengi við þennan þráð að þá lít ég á þetta sem svo að kúnnar sem vita minna um hvað þeim vantar tölvutengt að þeir leiti til Nýherja þar sem starfsfólk er oft á tíðum reynslumeira og þú greiðir meira fyrir þjónustuna. Svo eru það hins vegar við sem þekkjum og vitum hverju við erum að leita að að þá leitum við frekar til verslana þar sem afgreiðsla er hröð og verðið er lægra. Hef ekkert nema gott um Tölvutek að segja. Hóf viðskipti við Tölvutek árið 2012 og þeir eru alltaf fyrsta stopp þegar mig vantar tölvu- og tæknibúnað á sanngjörnu verði.
Kveðja, DCOM.
-
- spjallið.is
- Póstar: 449
- Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
- Reputation: 3
- Staðsetning: Garðabær
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Verð að segja að Tölvutek er yfirleitt síðasta stoppið hjá mér, eru orðnir alltof Tölvulistalegir, skv. vaktinni eru þeir svo ekki með besta verðið á neinu lengur.
Mín reynsla af stjórnendum í mörgum fyrirtækjum er sú að þeir reikna frekar út í excel launakostnað, og ákveða að skera niður en gera sér ekki oft grein fyrir því að reynsla í starfinu er gríðarlega mikilvæg og reynslutapið sem verður við að ráða einhvern nýjan skilar sér oft í óséðu tapi.
Mín reynsla af stjórnendum í mörgum fyrirtækjum er sú að þeir reikna frekar út í excel launakostnað, og ákveða að skera niður en gera sér ekki oft grein fyrir því að reynsla í starfinu er gríðarlega mikilvæg og reynslutapið sem verður við að ráða einhvern nýjan skilar sér oft í óséðu tapi.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Some0ne skrifaði:Verð að segja að Tölvutek er yfirleitt síðasta stoppið hjá mér, eru orðnir alltof Tölvulistalegir, skv. vaktinni eru þeir svo ekki með besta verðið á neinu lengur.
Mín reynsla af stjórnendum í mörgum fyrirtækjum er sú að þeir reikna frekar út í excel launakostnað, og ákveða að skera niður en gera sér ekki oft grein fyrir því að reynsla í starfinu er gríðarlega mikilvæg og reynslutapið sem verður við að ráða einhvern nýjan skilar sér oft í óséðu tapi.
Það er einmitt það fyndna við þetta.
Excel gaurarnir fatta ekki hvað það er dýrt að þjálfa starfsmann. Í basic vinnu er maður oft 6-12 mánuði að verða virkilega góður starfskraftur - ef maður hefur ekki reynsluna.
Svo þegar fólk er ekki sátt með byrjendalaun þegar það er orðið að góðum starfskrafti - þá er því bara vísað á dyr.
Þetta sparar krónur í Excel skjalinu - en hvað ætli það fari margar krónur í það að þjálfa starfskraft sem er ekki 100% öruggur á því sem hann er að gera í marga mánuði?
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Þessi þráður fær fulla stoð í þeirri staðreynd að ekki stakur starfsmaður Tölvutek hefur komið hérna og póstað til að skýra þeirra hlið og/eða biðjast afsökunar, þótt hér hafi verið hraunað yfir búðina í næstum heila viku. Mér finnst í raun óafsakanlegt að reka tölvuverslun en vera ekki með puttann á púlsinum á netinu, sérstaklega hér á vaktinni. Þetta er pinku lítið land. Aðrir mættu læra af starfsmönnum t.d. Hringdu og Kísildals.
count von count
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1051
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Reputation: 58
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek = Noobs, röfl.
Fyrir svona 9-10 árum síðan
Ég: „Eru þið með GeForce 256?"
BT starfsmaður: „öhhh...skal athuga"
BT starfsmaður: „Nei, við eigum þann leik ekki til".
Ég: „Eru þið með GeForce 256?"
BT starfsmaður: „öhhh...skal athuga"
BT starfsmaður: „Nei, við eigum þann leik ekki til".
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m