Útkall í þágu auðmanna?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf GuðjónR » Fim 08. Maí 2014 16:41

Verð að segja að mér finnst framvkæmd þessa DNA söfnunar vægast sagt skrítin, að múta björgunarsveitunum til þesss að taka þátt og höfða svo inn á samvisku fólks finnst mér í besta falli ógeðfellt og í versta falli glæpsamlega siðlaust.
Nú kæri ég mig ekkert um að Amerískt stórfyrirtæki fái DNA kóðann minn, á ég að fá samviskubit í kvöld þegar björgunarsveitarmennirnir birtast og ég segi "sorry enginn tvöþúsundkall til ykkar"?

Ég er algjörlega sammála Vilhjálmi Ara um framkvæmdina:
http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/5/7/utkall/

Vilhjálmur Ari skrifaði:Fáir starfsmenn njóta jafn mikils trausts og góðvilja hjá almenningi og "björgunarsveitarmaðurinn", "sjúkraflutningsmaðurinn" og "lögreglumaðurinn". Þegar slíkur maður bankar upp á, á hann erindi til þín eða þjóðarinnar allrar í miklum hremmingum. Þegar ég heyrði af fyrirhuguðum aðferðum Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) til að ná inn samanburðarsýnum úr þriðjungi þjóðarinnar í gagnabrunninn þeirra nú, setti mig þó hjóðan. Þótt slík skimun á erfðaupplýsingum heillar þjóðar sé reyndar alltaf umdeilanleg, að þá vöktu aðferðirnar fyrst og fremst athygli mína. Að fá björgunarsveitamenn landsins til að afla samþykkis og taka við munnvatnssýnunum gegn 2000 króna vildarþóknun til Landsbjargar, er vægast sagt mjög vafasöm rannsóknaaðferð út frá siðferðislegum sjónarmiðum að mínu mati. Ekki að peninganna sé ekki þörf fyrir gott málefni Landsbjargar, heldur að beitt sé sálfræðilegum þrýstingi á þátttakendur. Neitun um þátttöku í rannsókn er sama og neita björgunarsveitarmanninum góða um þinn stuðning þegar hann leitar til þín.

Hvað finnst ykkur?




Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf Vaski » Fim 08. Maí 2014 16:54

Réttir þú ekki bara björgungarsveitarmanninum 2000 kall og segir takk en nei takk? Og lætur síðan hann frá pakkan frá ÍE, þá getur hann sjálfur gefið lífsýni og rukkað ÍE líka um 2000 kr, allir vinna :happy



Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf gullielli » Fim 08. Maí 2014 17:08

Afhverju ættiru að fá samviskubit við að kjósa að taka ekki þátt í þessu og einfaldlega segja við björgunarsveitarmanninn að þú hafir kosið að taka ekki þátt? ...ertu ekki fullorðinn einstaklingur með sjálfsákvörðunarrétt? o.O

Kári orðar þetta mjög vel hér: http://www.visir.is/kari-segir-sidfraed ... 4140509174


-Cheng

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf GuðjónR » Fim 08. Maí 2014 17:24

Auðvitað fæ ég ekki samviskubit að segja nei, ekki frekar en ég fæ samviskubit yfirþví að kaupa ekki neyðarkallinn. En fullt af fólki mun ekki kunna við að segja nei þótt það hafi ekki áhuga á þáttöku.
Mér finnst bara furðulegt að beita björgunarsveitunum fyrir sig, af hverju bauð hann ekki frekar hverjum þeim sem tekur þátt peninginn beint?

Fyrir fjórum dögum vissi maður ekki af þessu, í dag eru verið að safna sýnunum saman, af hverju þessi hraði?
Er verið að drífa í þessu til að forðast umræðu?



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf Plushy » Fim 08. Maí 2014 17:42

GuðjónR skrifaði:Auðvitað fæ ég ekki samviskubit að segja nei, ekki frekar en ég fæ samviskubit yfirþví að kaupa ekki neyðarkallinn. En fullt af fólki mun ekki kunna við að segja nei þótt það hafi ekki áhuga á þáttöku.
Mér finnst bara furðulegt að beita björgunarsveitunum fyrir sig, af hverju bauð hann ekki frekar hverjum þeim sem tekur þátt peninginn beint?

Fyrir fjórum dögum vissi maður ekki af þessu, í dag eru verið að safna sýnunum saman, af hverju þessi hraði?
Er verið að drífa í þessu til að forðast umræðu?


Ég held að fólk væri viljugara til þess að taka þátt ef það fengi 2þ kall fyrir :)



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf roadwarrior » Fim 08. Maí 2014 17:57

Er þetta ekki þannig að þú hringir og lætur vita að þú viljir gefa sýni og þá mætir einhver frá björgunarsveitunum. Held að þeir komi ekki bankandi á allar dyr.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf hfwf » Fim 08. Maí 2014 18:10

roadwarrior skrifaði:Er þetta ekki þannig að þú hringir og lætur vita að þú viljir gefa sýni og þá mætir einhver frá björgunarsveitunum. Held að þeir komi ekki bankandi á allar dyr.


ÞEssir pokar voru sendir til 120þús manns held ég og eftir að þú varst búnað taka sýnið áttiru að láta vita að þú hefðir gert það og svo yrði komið of bankað upp hjá þér. Ef ég skyldi rétt það sem ég las. Annars ertu laus við það að segja nei.

Ég gaf annars sýni fyrir morgum árum, sé ekki vandamálið.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf GuðjónR » Fim 08. Maí 2014 18:30

hfwf skrifaði:
roadwarrior skrifaði:Er þetta ekki þannig að þú hringir og lætur vita að þú viljir gefa sýni og þá mætir einhver frá björgunarsveitunum. Held að þeir komi ekki bankandi á allar dyr.


ÞEssir pokar voru sendir til 120þús manns held ég og eftir að þú varst búnað taka sýnið áttiru að láta vita að þú hefðir gert það og svo yrði komið of bankað upp hjá þér. Ef ég skyldi rétt það sem ég las. Annars ertu laus við það að segja nei.

Ég gaf annars sýni fyrir morgum árum, sé ekki vandamálið.


Það er ekkert vandamál, ef fólk vill gefa upplýsingar um sig hvort sem það eru genaupplýsingar eða aðar persónulegar upplýsingar sem hugsanlega má nota gegn því síðar þá er það alveg í fínu lagi. Að blanda björgunarsveitunum í þetta finnst mér orka tvímælis svo ekki sé meira sagt.



Skjámynd

ASUStek
spjallið.is
Póstar: 451
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 05:19
Reputation: 8
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf ASUStek » Fim 08. Maí 2014 18:41

Afhverju gátu þeir bara ekki auglýst þetta í svona viku eða tvær og sett í blöð og á netið og svonna,
og haft bara svona bíl sem keyrir og stoppar á milli bæja til að leyfa þeim sem vilja gefa sýni.
svipað eins og blóðbíllinn?

1.auglýsa 2. mæta á staðinn með bíl 3.gefa björgunarsveitinni styrk útaf þeir eru með sama í huga og ÍE að bjarga manslífum!



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf GuðjónR » Fim 08. Maí 2014 18:43

ASUStek skrifaði:Afhverju gátu þeir bara ekki auglýst þetta í svona viku eða tvær og sett í blöð og á netið og svonna,
og haft bara svona bíl sem keyrir og stoppar á milli bæja til að leyfa þeim sem vilja gefa sýni.
svipað eins og blóðbíllinn?

1.auglýsa 2. mæta á staðinn með bíl 3.gefa björgunarsveitinni styrk útaf þeir eru með sama í huga og ÍE að bjarga manslífum!


Forðast umræðu?

Fyrir þremur dögum var viðtal við Kára, daginn eftir kom þetta DNA dót inn um lúguna og núna er verið að safna þessu saman, fyrir fjórum dögum vissi maður ekki að þetta stæði til.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 08. Maí 2014 18:54

ASUStek skrifaði:Afhverju gátu þeir bara ekki auglýst þetta í svona viku eða tvær og sett í blöð og á netið og svonna,
og haft bara svona bíl sem keyrir og stoppar á milli bæja til að leyfa þeim sem vilja gefa sýni.
svipað eins og blóðbíllinn?

1.auglýsa 2. mæta á staðinn með bíl 3.gefa björgunarsveitinni styrk útaf þeir eru með sama í huga og ÍE að bjarga manslífum!


Þeir eru búnir að fara á vettvang og bjóða fólki að gefa sýni. Man allavega eftir því að þeir voru að ónáða fólk í HÍ.

En er eitthvað að stoppa þig í að rétta þeim bara umslagið eins og það leggur sig án þess að gefa sýni.

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk



Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf Steini B » Fim 08. Maí 2014 19:32

Það á enginn að fá samviskubit yfir því að segja nei við björgunarsveitamanninn í þessu enda á hann ekki að pína neinn

Þó að björgunarsveitirnar séu í raun þær einu sem geta gert þetta á svona stuttum tíma, þá er ég samt sammála með það
að þetta sé frekar skrítin aðgerð, að auglýsa það hvað sveitirnar fá fyrir þetta er svona eins og það er verið að reyna á samviskuna hjá fólkinu.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf hfwf » Fim 08. Maí 2014 20:06

Hver ætli kostnaðurinn hjá björgunarsveitarfélögum sé við þessa innheimtu :)



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf GuðjónR » Fim 08. Maí 2014 20:21

roadwarrior skrifaði:Er þetta ekki þannig að þú hringir og lætur vita að þú viljir gefa sýni og þá mætir einhver frá björgunarsveitunum. Held að þeir komi ekki bankandi á allar dyr.

Nei, þeir voru að banka uppá rétt í þessu. Fóru tómhentir héðan.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf lukkuláki » Fim 08. Maí 2014 20:25

GuðjónR skrifaði:
roadwarrior skrifaði:Er þetta ekki þannig að þú hringir og lætur vita að þú viljir gefa sýni og þá mætir einhver frá björgunarsveitunum. Held að þeir komi ekki bankandi á allar dyr.

Nei, þeir voru að banka uppá rétt í þessu. Fóru tómhentir héðan.


Why?


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf GuðjónR » Fim 08. Maí 2014 20:27

lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
roadwarrior skrifaði:Er þetta ekki þannig að þú hringir og lætur vita að þú viljir gefa sýni og þá mætir einhver frá björgunarsveitunum. Held að þeir komi ekki bankandi á allar dyr.

Nei, þeir voru að banka uppá rétt í þessu. Fóru tómhentir héðan.


Why?


Why what?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 08. Maí 2014 21:06

hfwf skrifaði:Hver ætli kostnaðurinn hjá björgunarsveitarfélögum sé við þessa innheimtu :)


Ekki meiri en að keyra í hverfin. Björgunarsveitarstarf er sjálfboðavinna

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf lukkuláki » Fim 08. Maí 2014 21:18

GuðjónR skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
roadwarrior skrifaði:Er þetta ekki þannig að þú hringir og lætur vita að þú viljir gefa sýni og þá mætir einhver frá björgunarsveitunum. Held að þeir komi ekki bankandi á allar dyr.

Nei, þeir voru að banka uppá rétt í þessu. Fóru tómhentir héðan.


Why?


Why what?


Afhverju fóru þeir tómhentir? Ég skil ekki þína afstöðu í þessu.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


HarriOrri
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf HarriOrri » Fim 08. Maí 2014 21:32

Gæti maður ekki í raun skilað pakkanum til þeirra án þess að hafa notað hann til að taka sýni? Býst við að ÍE borgi fyrir hvern pakka sóttan heldur en hvert eiginlegt sýni sem þeir fá afhent. Getur í raun sagt hafa tekið sýni



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf GuðjónR » Fim 08. Maí 2014 21:36

lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
roadwarrior skrifaði:Er þetta ekki þannig að þú hringir og lætur vita að þú viljir gefa sýni og þá mætir einhver frá björgunarsveitunum. Held að þeir komi ekki bankandi á allar dyr.

Nei, þeir voru að banka uppá rétt í þessu. Fóru tómhentir héðan.


Why?


Why what?


Afhverju fóru þeir tómhentir? Ég skil ekki þína afstöðu í þessu.

Það er ekkert að skilja, ég hef val. Gefa lífsýni eða ekki. Ég vel að gefa ekki lífsýni. Mjög einfalt. Mitt val. :happy



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf lukkuláki » Fim 08. Maí 2014 21:54

Mér finnst þetta magnað verkefni og mér finnst ekki skipta nokkru máli hver sækir sýnin og mér finnst frábært að björgunarsveitir skuli fá greitt fyrir að gera þetta.
Björgunarsveitirnar eru jú sjálfboðaliðaasamtök og það er hægt að kaupa þá til að gera svona hluti eins og þetta hvaða máli skiptir það að þeir séu fengnir til verksins?
Björgunarsveitir hafa í fjölda ára fengið greitt fyrir gæslu útihátíðum er það ekki í lagi?
Það er svo mikið að gera hjá björgunarsveitum að það er í rauninni frábært að þeir fái möguleika til að afla tekna með öðru en að selja flugelda og björgunarsveitarkarla.
Séð þetta?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/06/100_thusund_beidnir_um_lifsyni/

Þetta er bara það sem mér finnst.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf rapport » Fim 08. Maí 2014 22:15

Má ég ráða hvernig lífsýni ég set á pinnan?




halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf halldorjonz » Fim 08. Maí 2014 22:18

rapport skrifaði:Má ég ráða hvernig lífsýni ég set á pinnan?


það held ég.. ég allavega setti dass af brundi á minn



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1338
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf Stuffz » Fim 08. Maí 2014 22:27

hmm..

Ég vissi ekki þetta með 2000kr en já maður var að ræða svipaðar spurningar á kaffistofunni, t.d. eitthvað á þetta eftir að kosta, svona DNA kit eru seld á hvað 80$ á netinu með aðgangi að niðurstöðunum að vísu.100K sinnum það plús 2000kr er ekki lítil fjárfesting.

Vann Kári í lottóinu eða hvað? og hversvegna núna verið að gera þetta, hann ætti kannski frekar að fjárfesta í námskeiði til að læra að tala almennilega íslensku :D

Þessi "Íslensk" erfðagreiningar saga er eins og mini-útgáfa af undrinu og bankahruninu, fyrst fjárfestu allir í þessu svo hrundi það og fullt að fólki tapaði pening á því og nú er það í eigu sömu aðila og eiga eftir að kaupa upp fullt af öðrum vænlegum bitum í lands-búrinu okkar og það eflaust með blessun sumra pólitíkusa.

Það ættu eiginlega að vera lög sem kveða á um það að ekkert fyrirtæki sem kallar sig Íslenskt þetta eða hitt megi gera svo án þess að íslensk eignarhlutdeild á fyrirtækinu sé 51% eða meira af held ég augljósum þjóðhagsmunalegum ástæðum, hvað ef að erlendir glæpamenn settu upp fyrirtæki hérlendis "Íslenskt eitthvað" og notuðu það svo til að svindla og/eða stela af fólki erlendis, ekki beint gott ímyndarlega séð eða hvað?


fyndið líka að þetta er í annað skiptið sem maður er að fá svona pakka þetta var sent á eitthvað 4000 manna úrtak fyrir 2-3 mánuðum, að þeir vilji fá 100K svona fljótt aftur hlýtur að þýða að fyrri söfnunin hafa skilað gagnlegum árangri, enda kannski ekki margar genapollar á vesturlöndum sem hafa verið eins einangraðar (óblandaðar) og íslendingar svo öldum skiptir ásamt því að eiga ættfræðirit/kirkjubækur sem spanna mest allann þennan tíma þökk sé duglegum og lífseigum forfeðrum okkar.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Útkall í þágu auðmanna?

Pósturaf Frantic » Fim 08. Maí 2014 22:30

GuðjónR skrifaði:
hfwf skrifaði:
roadwarrior skrifaði:Er þetta ekki þannig að þú hringir og lætur vita að þú viljir gefa sýni og þá mætir einhver frá björgunarsveitunum. Held að þeir komi ekki bankandi á allar dyr.


ÞEssir pokar voru sendir til 120þús manns held ég og eftir að þú varst búnað taka sýnið áttiru að láta vita að þú hefðir gert það og svo yrði komið of bankað upp hjá þér. Ef ég skyldi rétt það sem ég las. Annars ertu laus við það að segja nei.

Ég gaf annars sýni fyrir morgum árum, sé ekki vandamálið.


Það er ekkert vandamál, ef fólk vill gefa upplýsingar um sig hvort sem það eru genaupplýsingar eða aðar persónulegar upplýsingar sem hugsanlega má nota gegn því síðar þá er það alveg í fínu lagi. Að blanda björgunarsveitunum í þetta finnst mér orka tvímælis svo ekki sé meira sagt.


Hvernig eiga þeir að geta notað þetta gegn þér?
Var algjörlega á móti þessu þar til ég las bæklinginn sem fylgdi.
Stóð allstaðar að það eigi að nota þessi gögn í læknislegum tilgangi.
Stórefa það að það megi nota þetta í sakamáli eða bara sem google fyrir lögregluna.

Vona bara að það hjálpi einhverjum einhverstaðar einhverntímann að ég hafi skilað þessu inn sama hversu barnaleg hugsun það nú er.
Það hefði gert mikið fyrir mig ef þeir hefðu ákveðið að láta fólk vita sem tekur þátt hvort það sé með hættuleg gen á einhverju sviði.
En það er kannski of mikil vinna eða ómögulegt út frá mouth swap. Veit ekki hvernig þetta virkar.