Sælir.
Er búinn að vera spá með að uppfæra aðstöðuna hjá mér, aðallega skrifborðið. Búinn að skoða nokkur skrifborð og fundið eitt sem ég er pínu heillaður að. Hef fundið önnur skrifborð sem hafa líka flesta þá eiginleika sem ég vill hafa, en vantar uppá.
T.d. http://www.ikea.is/products/16622 - þetta hérna skrifborð er sérstaklega fínt. Útdraganleg plata, aðallega til að geyma kassann á bakvið svo það sjáist minna í hann. Síðan er lítil "skúffa" aftanvið undir skrifborðinu þar sem hægt er að geyma fjöltengi og snúrur og draga svo upp á bakvið sem virkar mjög vel.
Hinsvegar mætti skrifborðið vera aðeins stærra, þyrfti að koma 2x 24" skjáum á borðið án vandræða. Sá einn með þetta borð hérna og fann það svo og skoðaði í Ikea.
Eruði með einhverjar hugmyndir að skrifborðum? skoða allt, helst svart/dökkt, amk 150x65 og skúffa undir eða gott aðgengi fyrir snúrur eru stór plús. 20-30þ fínt verðhugmynd
Skrifborðspælingar
-
- has spoken...
- Póstar: 187
- Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
- Reputation: 0
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Skrifborðspælingar
getur leyst skjáplássvandamál með að setja skjáina upp á vegg fengið þér 2x24" veggfestingu
-Cheng
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skrifborðspælingar
gullielli skrifaði:getur leyst skjáplássvandamál með að setja skjáina upp á vegg fengið þér 2x24" veggfestingu
http://tolvutek.is/vara/et-wlb272-still ... kjai-svort - eitthvað svona? Það er möguleiki, ætla reyna finna skrifborð samt fyrst
-
- has spoken...
- Póstar: 187
- Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
- Reputation: 0
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Skrifborðspælingar
já eða eina festingu sem er með tvo arma einsog þessa http://tl.is/product/manhattan-armur-fyrir-2-skjai en augljóslega þarftu eitthvað sem fer á vegginn ekki skrúfast ekki við borðið
það er mjög mikið úrval af veggfestingum
það er mjög mikið úrval af veggfestingum
-Cheng