dori skrifaði:Premined er ekki það eina sem skiptir máli. Í tilfelli bitcoin voru fáir sem komu inn í þetta fyrstu árin þannig að þeir sem voru snöggir til fengu mjög mikið. Það var samt fyrsti svona miðillinn þannig að það var óhjákvæmilegt að kerfið yrði þannig. Hugsanlega eru til aðrar aðferðir til að setja upp magnið sem er búið til sem taka þetta inní myndina.
Núna nýlega hafa verið gerðar rosalega margar tegundir af svona scamcoin (sem þessi er hugsanlega) þar sem sá sem býr miðilinn til er búinn að premina eða hefur dulda ræsingu þannig að hann er einn um hituna til að byrja með. Það þýðir samt ekki að premine sé vont í sjálfu sér. Mining er ekkert eina leiðin til að dreifa miðli. Það var valið í tilfelli bitcoin og virkar vissulega en það þýðir ekki að það sé eina eða rétta leiðin.
Ég ætla allavega að sjá hvernig útfærslan á þessu verður áður en ég kalla scam en ég mun svo sannarlega gera það ef þetta verður ekki alveg gegnsætt.
Bitcoin var líka eitthvað alveg nýtt, Auroracoin er ekkert nýtt heldur bara klón af Litecoin sem er búið að premine-a.
Þar af leiðandi er ekkert skrýtið að það voru fáir sem að voru að mine-a Bitcoin í byrjun, conceptið var alveg nýtt en það er það ekki lengur.
Ef það væri búið að gefa út hvernig þessi 50% af Auroracoins verða úthlutaðir, þá væri kannski meira mark takandi á þessu.
Ef það væri source til af kerfinu sem á að úthluta þessu með t.d. íslyklinum sem einhver talaði um hérna fyrir ofan.
Mining finnst mér samt sanngjarnasta leiðin til að búa til nýja coins, megnið af þeim coins sem eru mine-aðir fara hvort eð er í dreifingu.
Þú getur t.d. skoðað Dogecoin, þar er mjög vinsælt að tippa aðra notendur á samfélagsvefum með litlum upphæðum fyrir sín inlegg.
Miners eru í raun bara að vinna og fá borgað í samræmi við það, ef það eru engir miners þá er engin coin.