Carragher23 skrifaði:Ég persónulega ætla aldrei að versla aftur við Tölvutek.
Ég keypti Dell vél þar fyrir nokkrum mánuðum síðan. Var einfaldlega ekki nógu sáttur með þá vél þannig ég fór með hana tilbaka og ætlaði að borga mismuninn uppí nýja vél. Þessi Dell vél kostaði 180 þús ef ég man rétt.
Kærastan mín henti óvart frauðplastinu sem kemur ofan á tölvuna í kassanum, þetta er minnsti hluti frauðplastsins sem er í kassanum.
Sölumaðurinn bókstaflega neitaði að taka við vélinni svona, eftir smá þras sagði hann að hann þyrfti að taka 10% af verðinu því það vantaði þetta. 18 þús fyrir frauðplast!!
Svona verkstæði fá inn helling af vélum, bilaðar og þessháttar, og það er enginn að segja mér að það sé ekki hægt að fiffa til eitt helvítis frauðplast af lagernum eða verkstæðinu.
Ég var alls ekki sáttur með það og eftir mikið þras við þennan mann og mikla óánægju hjá mér endaði þetta að ég borgaði 5 þús fyrir plastið. Í sárabót bauð hann mér 10% afslátt af vörum hjá þeim í framtíðinni sem ég ætla ekki að nýta mér.
Er þetta kaldhæðnis grín eða?
Veit ekki með aðra, en ef þetta er ekki "troll" innlegg hjá þér þá myndi ég nú segja að þetta væri frábærlega vel boðið hjá Tölvutek, taka notaða tölvu upp í nýja án þess að allar umbúðir fygja með og leyfa þér að borga mismuninn, 5k í afföll af 180k er 2.7% ertu virkilega ósáttur við það? og fá svo 10% afslátt af öllum framtíðarviðskiptum??? Er fólkt að FARAST úr frekju?