AntiTrust skrifaði:Það væri hugsanlega hægt að bjóða upp á sundurliðun niður á mínútu, hinsvegar er álagið við að sækja þær upplýsingar úr gagnagrunninum gífurlegt. Sama á við þegar fólk er að biðja um IP sundurliðun, það tekur nokkra klukkutíma bara að keyra hrágögnin úr gagnagrunnum.
Þá fullyrði ég að grunnurinn sé rangt hannaður.
Ég hef smíðað ógrynni af gagnagrunnum og sumir með gögn sem skipta miljónum. Ég lykla á algengustu fyrirspurnirnar sem þýðir að ef ip-tala mín er lykluð, aðeins örfáar sekúndur að tína út þúsunda færsla.
Með því að lykla á grunninn þá stekkur leitarvélin inn í röðunina þar sem atriðið er og listar þar til það hættir að vera til. Þannig er maður aðeins að skoða örlítinn glugga af öllum grunninum.
Þetta virðist bróðurparturinn af ungum forriturum ekki skilja í dag. Halda að "engine-ið" sjái um þetta.. einhvern veginn í cloud-i eða einhverju.