GTi skrifaði:Ég er hjá Vodafone og þetta er kornið sem fyllti mælinn. Ég fer á morgun og segi upp.
Þegar ég sótti um netið eftir að hafa sagt því upp yfir síðasta sumar, þá stóð á síðunni og öllum auglýsingum frá þeim að það væri "10 GB - 12 MB/s - 1 Myndlykill - 6180 kr. DIGITAL ÍSLAND MYNDLYKILL AUKALEGA Í BOÐI Á 0 KR."
Svo sótti ég routerinn og bað um myndlykilinn. En þá átti að rukka mig fyrir hann. Ég benti þeim á að það stæði ekkert um að maður þyrfti að borga fyrir fyrsta myndlykilinn. Heldur að það stæði að aukamyndlykill væri á 0 kr. Það stóð í lýsingunni að það væri 1 Myndlykill og aukamyndlykill á 0 kr. Alveg eins og það stóð 10GB og auka 10GB á 1700 kr. - Eftir nokkurra daga þras við þau breyttu þau heimasíðunni og nú stendur: "1 Myndlykill í boði" - Aukamyndlykill á 0 kr.
Hvað á maður að gera við auka myndlykil ef tengingin býður bara uppá einn?
Bara til þess að hnýsast, hvar segja þeir að myndlykill fylgi frítt með? Held að þeir séu að meina að tengingin styðji einn myndlykil, en það væri gaman að sjá hvernig þeim tókst að blekkja þig.
kthordarson skrifaði:Það er hægt að snúa endalaust útúr um skilgreiningu á íslenskri og erlendri vefsíðum.
Það eru til íslenskar vefsíður sem eru skráðar á .com lén, en hýstar á Íslandi eða erlendis.
Það eru til erlendar vefsíður sem eru skráðar á .is lén en hýstar á Íslandi eða erlendis, nefni bara eitt dæmi: google.is
Á það að vera geðþóttarákvörðun Vodafone að ákveða hvar mörkin liggja í sinni gagnamælingu?
Ég er búinn að leggja inn kvörtun hjá PFS og vona að sem flestir geri það líka.
Samkvæmt skilgreiningum Vodafone er reyndar ekki beint verið að snúa út úr. Það er bara skýrt tekið fram að þeir hafi aldrei miðað gagnamagn út frá IP tölum. Nú ert þú farinn að bæta lénum inn í dæmið, sem enginn hér eða þar hefur verið að ræða. Þeir vilja meina að íslenskt gagnamagn sé það t.d. gagnamagn sem kemur frá skráðum innlendum fjarskiptafélögum osfrv., sjá: http://pfs.is/fjarskipti/skraningar-og- ... yrirtaeki/
Annað reiknast sem erlent niðurhal, sum sé, YouTube, Google, Akamai osfrv., sem eru erlendir aðilar.