Ef maður skoðar málið úr frá sjónarhóli vodafone, þá snýst þetta bara um peninga.
1) hversu mikil spörum við í bandvídd til útlanda, segjum x. (þetta fer eftir því hvernig samninga þeir erum með við Farice, etc)
2) hversu miklu töpum við í tekjum frá erlendu niðurhali, segjum y.
Ef y > x, þá er það klárlega ekki að borga sig að vera með caching búnað.
Vodafone gæti einfaldlega hætt að nota svona búnað og allir borgar bara fyrir sitt youtube.com gláp.
Niðurstaðan leiðir af sér hærri kostnað og verri þjónustu fyrir bæði neytendur og vodafone.
Persónulega finnst mér alveg sanngjart að mæla svona caching umferð sem eitthvað hlutfall af raunbandvídd.
T.d. ef að notandi sækir 10Gbyte frá cache þá er hann rukkaður um t.d. 3Gbyte.
Með þessu modeli græða báðir því að ef þeir væru ekki með þennan búnað þá væri þessi umferð klárlega erlent niðurhal.
Heppilegast væri að hafa svona búnað á "erlendum" IP tölum, til að rugla ekki önnur mælingarkerfi.
En það er nauðsynlegt að hafa þetta í huga
Athugið að þessi listi getur aldrei verið fullkomlega réttur, þar sem ávallt er nokkuð um að net sem notuð eru erlendis séu skráð undir íslenskum AS tölum og erlend net séu í notkun hér innanlands.
http://rix.is/is-as-nets.html
p.s.
Það er áhugaverðast í þessu er að fyrir ca 3mán ákvað Vodafone að betri svartími og þjónusta væri ekki nægur hvati fyrir rekstri á caching stæðum, heldur þyrfti að ná í meiri tekjur.