
Fór á facebook síðuna hjá þeim og þeir eiddu því með það sama og lokuðu á að ég gæri skrifað eitthvað á vegginn hjá þeim.
Sæll Hrannar,
Það voru truflanir á netsambandi í gærkvöldi og gærnótt sem ættu hins vegar að vera úr sögunni. Er þetta vandamál hjá þér enn til staðar?
Kveðja,
Egill
Sælir mig langar að spyrja ykkur út í hvað er að gerast með útlandatenginguna hjá ykkur. Kvöld eftir kvöld þá er samband innanlands í lagi en samband við útlönd hörmulegt. Ég er margoft búinn að reyna að ná sambandi við þjónustuver undanfarna dagam það er ekki svarað í símann, beiðnum í gegnum netið er svarað 11 tímum seinna eða ekki. Reyndar var svarað eftir korters bið kl 22 og viðkomandi þóttist ekki heyra í mér og skellti á, líklega til að komast sem fyrst heim úr vinnunni. Ekki var hringt til baka.
Engar upplýsingar um bilunina er að finna á vef fyrirtækisins og þá hvers eðlis vandamálið er eða hvort unnið sé að viðgerð. Inni á www.vaktin.is er neikvæður umræðuþráður um Hringdu.is þar sem fjöldinn allur af fólki er að gefast upp. Ég er sjálfur í þeim hópi og kem við hjá ykkur á morgun að segja upp nema eitthvað stókostlegt gerist.
Ég er búinn að prófa all marga servera viðsvegar um evrópu og hraðinn er mest 10mbps og niður í 0.02 eða ekkert.
Þetta er enn neyðarlega með tilliti til þess að fyrir mánuði voruð þið að blása ykkur út af því að hafa tvöfaldað linkinn til útlanda.
Kv. Hrannar Örn Hauksson
jonsig skrifaði:Ég hef verið hjá hringdu í 1 ár . Og ég er hæst ánægður .