BrynjarD skrifaði:Ekki tekið fram nei, en hún hefði mögulega getið tekið þetta lengra ef hún hefði haft áhuga á því. Þetta gæti t.d. fallið undir 36. gr. samningalaga (andstætt góðri viðskiptavenju). Síðan er meginreglan sú að þegar aðili býður fram þjónustu sína fyrir almenning í atvinnuskyni er honum skylt að veita þessa þjónustu nema brýnar og málefnalegar aðstæður mæli gegn því. Getur t.d. séð Hæstaréttardóm nr. 112/2002. Þar var ekki fallist á skyldu til samningsgerðar, því málefnanlegar ástæður þóttu vera til staðar, en Hæstiréttur útilokaði hana ekki.
Þú vísar í lög sem takmarka algjört samningafrelsi á Íslandi og dóm sem snerist um aðila sem höfðu gert samning sín á milli og ákvæði í honum.
Það tengist ekki neinu öðru en samningagerð.