Hætta að nota US based forrit

Allt utan efnis

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Hætta að nota US based forrit

Pósturaf capteinninn » Þri 24. Des 2013 12:14

Var að horfa á þetta Ted talk eftir Mikko Hypponen um NSA og njósnir Bandaríkjamanna og ég fór að spá að skipta bara yfir í Ubuntu eða einhver önnur sambærileg Linux distro bara upp á prinsippið og hætta að nota forrit búin til af Bandarískum aðilum.
Ég veit að þau bjóða upp á langflest sem Windows OS-ið mitt býður upp á fyrir utan tölvuleiki en ég myndi þá hugsanlega bara dual-boota upp í Win fyrir leikina eða skipta yfir í SteamOS (ef þeir munu supporta Origin leiki eins og BF seríurnar).

En svo fór ég að velta því fyrir mér hvort það hefði einhver áhrif, eru ekki Linux distro-in líka öll compromised af Bandarískum njósnastofnunum eða frá öðrum ríkjum?

Annars veit ég líka að einn user að skipta breytir voða litlu en Mikko náði að láta mig fara að pæla í þessu.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf gardar » Þri 24. Des 2013 12:40

Þegar hugbúnaður er open source þá er hverjum sem er frjálst að lesa kóðann í forritinu, ef það er eitthvað fishy í gangi þá eru miklar líkur á því að einhver hafi rekið augun í það. Auðvitað er það ekkert 100% oryggt en þó alveg talsvert meiri líkur á að það sé ekki e-ð fishy í gangi í open source hugbúnaði.

Ef þú vilt vera alveg viss um að búnaður sé hreinn þá þarftu að smíða vélbúnaðinn sjálfur frá grunni og skrifa sjálfur allan hugbúnað á hann.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf Viktor » Þri 24. Des 2013 13:23

Annaðhvort það, eða að hætta að hafa eitthvað að fela :-k


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf rango » Þri 24. Des 2013 14:24

Sallarólegur skrifaði:Annaðhvort það, eða að hætta að hafa eitthvað að fela :-k


](*,) ](*,) ](*,) ](*,) ](*,) ](*,) ](*,) ](*,)
Þetta er ekki það, Ég vill ekki mín gögn einhverstaðar í einhverjum gagnagrunn.
ég vel það að hafa privacy á minni tölvu og er ég þá bara sjálfvirkt vondur gæji(ég er það en það er ekki pointð)?




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf capteinninn » Þri 24. Des 2013 14:25

Sallarólegur skrifaði:Annaðhvort það, eða að hætta að hafa eitthvað að fela :-k


Svo mikið bullshit argument. Eins og allir í heiminum hef ég eitthvað að fela.

Horfðu kannski á myndbandið og þá heyrirðu hann útskýra hvað þetta er mikill bullpunktur sem margir koma fram að þeir hafa ekkert að fela. Ef þú hefur ekkert að fela ertu þá til í að setja allt browsing history hjá þér á netinu á netið svo að allir geti séð hvað þú hefur verið að skoða, viltu setja upp tracker þannig að hægt sé að fylgjast með því hvert þú ferð alltaf. Hugsaðu aðeins lengra hvort þú hefur nákvæmlega ekkert að fela og svaraðu svo.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf Viktor » Þri 24. Des 2013 14:33

Mér finnst bara svo ólíklegt að einhver nenni að fara að skoða hvað ég er að gera, það eru 7000000000 aðrar manneskjur í þessum heimi. Sérstaklega þar sem að ef þú setur metnað þinn í að skoða það þá muntu ekki finna neitt áhugavert, svo það væri innilega tilgangslaust #-o


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2535
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf Moldvarpan » Þri 24. Des 2013 14:48

En ef þú værir ekki Sallarólegur, gefum okkur að þú værir eitthver forstjóri/forseti eh fyrirtækis/lands, Þá er ég nokkuð viss um að þér væri ekki alveg jafn sama.

Þetta snýst ekki um að hafa eitthvað að fela, heldur gagnaöryggi og trúnaður. Flestir segja ekki öllum allt, sín aðgangsorð, bankareikninga, kynlíf og margt margt annað sem við teljum til friðhelgis einkalífs.
Þetta á alveg eins við um gögnin okkar.


Svo mér finnst þetta mjög eðlilegar pælingar í ljósi þessara gríðarlega umfangsmikla hlerunarmáli, og efast um að við höfum heyrt alla söguna enn.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf Bjosep » Þri 24. Des 2013 14:52

Sallarólegur skrifaði:Annaðhvort það, eða að hætta að hafa eitthvað að fela :-k


Kúkarðu með opnar dyr? Ef ekki, er það vegna þess að þú hafir eitthvað að fela?
Ertu með gluggatjöld heima hjá þér? Ef svo, af hverju? Hefurðu eitthvað að fela?
Læsirðu útidyrahurðinni þegar þú ferð í vinnuna eða í frí? Ef svo, af hverju? Ertu á móti því að ókunnugir valsi um húsið þitt?

Finnst þér það réttmætt að fólk njóti ekki næðis lengur vegna þess að mögulega gæti eitthvað skeð sem er ólíklegra en að þú deyir af völdum geitungabits?

Mynd



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf HalistaX » Þri 24. Des 2013 15:08

Bjosep skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Annaðhvort það, eða að hætta að hafa eitthvað að fela :-k


Kúkarðu með opnar dyr? Ef ekki, er það vegna þess að þú hafir eitthvað að fela?
Ertu með gluggatjöld heima hjá þér? Ef svo, af hverju? Hefurðu eitthvað að fela?
Læsirðu útidyrahurðinni þegar þú ferð í vinnuna eða í frí? Ef svo, af hverju? Ertu á móti því að ókunnugir valsi um húsið þitt?

Finnst þér það réttmætt að fólk njóti ekki næðis lengur vegna þess að mögulega gæti eitthvað skeð sem er ólíklegra en að þú deyir af völdum geitungabits?

Þér er velkomið að koma og horfa á mig kúka, ég nota gluggatjöldin til þess að blokka sólina, læsi ekki útidyrahurðinni og ókunnugum er velkomið að kíkja í kaffi...

Mér þykir þetta óþarfa paranoia. Flott að einhverjir leynilúðar útí heimi séu að fara í gegnum youtube sem og youporn historyið mitt, svo lengi sem þeir dæma mig ekki fyrir shemale on female vídjóin sem ég hef lúmskt gaman að.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf Viktor » Þri 24. Des 2013 17:22

Bjosep skrifaði:Finnst þér það réttmætt að fólk njóti ekki næðis lengur vegna þess að mögulega gæti eitthvað skeð sem er ólíklegra en að þú deyir af völdum geitungabits?


Líkurnar væru væntanlega hærri ef enginn gerði neitt til þess að sporna við því ;)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf rango » Þri 24. Des 2013 21:35

Sallarólegur skrifaði:Líkurnar væru væntanlega hærri ef enginn gerði neitt til þess að sporna við því ;)


Er það svo, Virkilega. Slæmt fólk gerir slæma hluti og það að riðlast á mér er ekki að sporna við því.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_te ... _incidents
Og þú villt virkilega meina að þetta sé að hafa áhrif?



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf upg8 » Þri 24. Des 2013 22:06

Er þá ekki mál að sniðganga Google og Android? Trekk í trekk hafa Google brotið á privacy stillingum notenda og barist af hörku gegn "do not track" eiginleikum í vefskoðurum. Google jafnvel notuðu tracking cookies til að fylgjast ólölglega með vefsíðunotkun notenda Safari á iPhone í 2 ár. NSA hefur beinan aðgang að öllum cookies og notar þær til að finna skotmörk til að njósna um.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf appel » Þri 24. Des 2013 22:55

Ég er með ghostery, https everywhere, lightbeam, ad-block-plus o.s.frv.

En held að það sé engan veginn nóg.

Ég vil browser sem notast við origin-server eingöngu, þ.e. ef ég slæ inn http://www.vaktin.is þá má browserinn ekki sækja gögn frá öðrum server en http://www.vaktin.is. Núna getur vefsíðan á http://www.vaktin.is referrað á google.com, og svona cross-referencing er það sem gerir tracking kleift.
Einnig vil ég browser sem er bara viewer, ekki application sand-box, þ.e. browser sem sýnir bara html+css+myndir, en er ekki með neitt javascript, flash eða annað supportað.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf appel » Mið 25. Des 2013 04:11

snowden.jpg
snowden.jpg (55.11 KiB) Skoðað 707 sinnum


*-*

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2850
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf CendenZ » Mið 25. Des 2013 10:56

Svo fer maður á lan með strákunum og allir eru "ka erette marr, ég hef ekkert að fela"

Svo segi ég... hey, viltu share-a dótinu þínu ? og þá kemur alltaf "já, bíddu aðeins" og þá er ekki allt share-að, bara það sem ég má sjá og fá :o



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3162
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hætta að nota US based forrit

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 25. Des 2013 11:05

Ég LOL-aði þegar ég sá 60 minutes þáttinn um starfsemi NSA og sá Windows Xp client vél í bakgrunninum :megasmile

Mynd


Just do IT
  √