lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf hakkarin » Þri 17. Des 2013 20:31

Nú eru margir að tala um að lágmarkslaun séu of lág og að það eigi að hækka þau. Mér finnst hinsvegar að há lágmarkslaun séu skaðleg þar sem að þau gera rekstrarumhverfi fyrirtækja erfiðara og fækka arðbærum störfum.

Ég er því með hugmynd um hvernig mætti leysa þetta vandamál.

Í staðin fyrir að hafa há lágmarkslaun á að hafa lá lágmarkslaun en hærri lágmarkstekjur. Það myndi virka þannig að allir hafa rétt á ákveðnum lágmarkslaunum fyrir fulla vinnu, en samt væru lágmarkslaunin sjálf lærri heldur en lágmarkstekjunar. Síðan myndi ríkið borga mismuninn.

Dæmi:

1. Lágmarkslaun eru 170 þús og lágmarkstekjur 200 þús.

2. Siggi er í vinnu á lágmarkslaunum og fær því 170 þús frá vinnuveitanda og 30 þús frá ríkinu.

Þetta er mikið betra að því að svona væri hægt að tryggja lágmarkstekjur án þess að skaða rekstrarumhverfi fyrirtækjana of mikið. Þá er líka mikilvægt að hafa það í huga að þótt svo að þetta kosti kanski til þess að byrja með að þá myndi samfélagið fá penninginn til baka til lengdar að því að:

1. Lærri lágmarkslaun þýða að fleiri störf verða arðbærari. Fleirri störf þýðir meira af fólki sem að borgar tekjuskatt=skatttekjur aukast.

2. Betra rekstrarumhverfi og fleirri störf þýðir meiri verðmætarsköpun=skatttekjur aukast.

Þannig að þetta myndi væntanlega ekki kosta meira til lengri tíma fyrir samfélagið og búa til fleirri störf þar að auki.

Skoðun?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf Klemmi » Þri 17. Des 2013 20:37

Svo lækkum við lágmarkslaunin enn frekar til að gera rekstrargrundvöll fyrirtækja enn betri... og svo enn frekar... og að lokum kemur allur peningurinn frá ríkinu, en hvernig myndast sá peningur? Nú með skattgreiðslum fyrirtækja og starfskrafta.

Þetta er ekki hvetjandi fyrir fyrirtæki til að veita fólki launahækkun, þar sem t.d. 20þús króna launahækkun fyrir starfsmanninn, úr 200þús upp í 220þús, skilar sér í 50þús króna aukningu í launagreiðslum fyrirtækisins, ef frá eru talin lífeyrisréttindi o.s.frv.
Þá er lítið því til fyrirstöðu að reka frekar starfsmanninn og ráða inn nýjan á lágmarkslaunum.

Og svo eru fleiri vanhagar á þessari hugmynd en ég læt hér staðar numið.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf KristinnK » Þri 17. Des 2013 20:44

Í fyrsta lagi, fyrirtæki myndu fara að borga 0 kr á mánuði fyrir mörg störf, og ríkið þyrfti að borga ,,mismuninn". Líka öll þessi röksemdarfærsla þín um fleiri arðbærð störf, skattbyrði etc. hljómar í eyrum mínum á sama hátt eins og ef einhver segði ,,ef þetta fyrirtæki fær 1 miljón skattaafslátt, þá verður þessari 1 miljón varið í fjárfestingar, og ríkið fær hvort sem er x% skatttekjur af fjárfestingunni". ( x<100 )

Það eru engar galdralausnir til í skattamálum og tengdu. Ef maður þarf 200 þús á mánuði til að lifa, þá á sérhver vinnandi maður að fá 200 þús krónur eða meir frá vinnuveitenda.

Af einhverjum ástæðum finnst mér oft eins og Sjálfstæðismenn séu í meirihluta á Vaktarspjallinu.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf halldorjonz » Þri 17. Des 2013 20:57

"Ríkið borga hitt og þetta" síðan er fólk að kvarta undan því að borga skatta í leiðinni, það er eins og fólk viti ekki neitt hvað það er að segja..

Annars meikar þetta ekkert sens hjá þér, þú vilt að Jón fyrirtækjaeigandi borgi Palla 170 þúsund og ég og þú borgum honum síðan 30 þúsund,
til að Palli geti lifað eitthvað á launum sínum, og ástæðan er hver þá? Til að Jón fyrirtækjaeigandi geti keypt sér stærri bíl og lifað hærra? ok ......



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf tdog » Þri 17. Des 2013 21:02

TIl HVERS á ríkið að borga fólki?

Það sem þarf að gerast er að afnema verðtrygginguna og halda verðbólgu undir almennum vöxtum.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf hakkarin » Þri 17. Des 2013 21:07

Klemmi skrifaði:Svo lækkum við lágmarkslaunin enn frekar til að gera rekstrargrundvöll fyrirtækja enn betri... og svo enn frekar... og að lokum kemur allur peningurinn frá ríkinu, en hvernig myndast sá peningur? Nú með skattgreiðslum fyrirtækja og starfskrafta.


Þetta er strámaður. Ég var ekkert að stinga upp á því að ríkið eigi að borga öll laun fólks, enda væri slíkt heimskulegt. Það er ekkert sem að kemur í veg fyrir það að ríkið geti borgar eitthvern hluta launana og vinnuveitandinn afgangin. Svo eru ekkert allir (eða flestir) á lágmarkslaunum.


KristinnK skrifaði:Í fyrsta lagi, fyrirtæki myndu fara að borga 0 kr á mánuði fyrir mörg störf, og ríkið þyrfti að borga ,,mismuninn".


Lestu það sem ég sagði. Það eru lágmarkslaun, ríkið væri ekki að borga allt.
Síðast breytt af hakkarin á Þri 17. Des 2013 21:09, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf hakkarin » Þri 17. Des 2013 21:08

...



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf tdog » Þri 17. Des 2013 21:18

hakkarin skrifaði:...



Hvaðan koma þessir peningar sem ríkið borgar fólkinu?




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf nonesenze » Þri 17. Des 2013 21:19

KristinnK skrifaði:Í fyrsta lagi, fyrirtæki myndu fara að borga 0 kr á mánuði fyrir mörg störf, og ríkið þyrfti að borga ,,mismuninn". Líka öll þessi röksemdarfærsla þín um fleiri arðbærð störf, skattbyrði etc. hljómar í eyrum mínum á sama hátt eins og ef einhver segði ,,ef þetta fyrirtæki fær 1 miljón skattaafslátt, þá verður þessari 1 miljón varið í fjárfestingar, og ríkið fær hvort sem er x% skatttekjur af fjárfestingunni". ( x<100 )

Það eru engar galdralausnir til í skattamálum og tengdu. Ef maður þarf 200 þús á mánuði til að lifa, þá á sérhver vinnandi maður að fá 200 þús krónur eða meir frá vinnuveitenda.

Af einhverjum ástæðum finnst mér oft eins og Sjálfstæðismenn séu í meirihluta á Vaktarspjallinu.


þú veist ekkert hvað þú ert að segja....

en, það þarf að minnka skatta og hætta að nota þá í bull í staðinn eins og listamanna laun og þess háttar, allskonar svona í gangi, listamaður sem lifir ekki á listinni sinni þarf að vinna með henni eða þannig ætti það að vera
þetta er bara eitt bullið sem er verið að eyða milljónum í

annað er að afnema alveg launa skatt og setja meiri skatt á vsk. á öllum vörum þannig að þeir sem kaupa og eyða borga skatt en þeir sem vilja eiga penning eða bara borga reikninga borga minni skatt


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf hakkarin » Þri 17. Des 2013 21:49

tdog skrifaði:
hakkarin skrifaði:...



Hvaðan koma þessir peningar sem ríkið borgar fólkinu?


Frá þeim auknu skatttekjum sem að fylgja fjölgun starfa (fleiri borga tekjuskatt heldur en áður) og þeirri aukinni verðmætasköppun sem að fylgir þessari sömu fjölgun starfa (meira af fólki í vinnu þýðir meiri verðmætasköppun í efnahaginum). Ég er ekki að segja að þetta myndi gerast bara 1 2 og 10, en það yrðu samt langtíma áhrifin. Annars var þetta tekið fram í upphafsálegginu.
Síðast breytt af hakkarin á Þri 17. Des 2013 21:53, breytt samtals 4 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf hakkarin » Þri 17. Des 2013 21:49

......
Síðast breytt af hakkarin á Þri 17. Des 2013 21:52, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf hakkarin » Þri 17. Des 2013 21:51

fokk ýti alltaf óvart á tilvitna en ekki edit.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf intenz » Þri 17. Des 2013 22:06

nonesenze skrifaði:[...]

annað er að afnema alveg launa skatt og setja meiri skatt á vsk. á öllum vörum þannig að þeir sem kaupa og eyða borga skatt en þeir sem vilja eiga penning eða bara borga reikninga borga minni skatt

Og þarf það fólk ekki að kaupa mat og vörur á þessum ofur-vsk? Þetta er ekki alveg úthugsað hjá þér.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf dori » Þri 17. Des 2013 22:57

nonesenze skrifaði:annað er að afnema alveg launa skatt og setja meiri skatt á vsk. á öllum vörum þannig að þeir sem kaupa og eyða borga skatt en þeir sem vilja eiga penning eða bara borga reikninga borga minni skatt
Þú veist að þetta hefur þau áhrif að þeir sem "eiga afgang" bera lægri skattbyrgði en þeir sem nota öll launin sín í neyslu - myndi s.s. koma sér betur fyrir þá sem eiga meiri pening.

hakkarin skrifaði:
tdog skrifaði:Hvaðan koma þessir peningar sem ríkið borgar fólkinu?
Frá þeim auknu skatttekjum sem að fylgja fjölgun starfa (fleiri borga tekjuskatt heldur en áður) og þeirri aukinni verðmætasköppun sem að fylgir þessari sömu fjölgun starfa (meira af fólki í vinnu þýðir meiri verðmætasköppun í efnahaginum). Ég er ekki að segja að þetta myndi gerast bara 1 2 og 10, en það yrðu samt langtíma áhrifin. Annars var þetta tekið fram í upphafsálegginu.
Þú ert s.s. að segja að ríkið eigi að borga með láglaunafólki með peningum sem koma frá því sjálfu og "arðbæru störfunum" sem það skapar með því að vinna fyrir fólk á klink? Þú gerir þér grein fyrir að það gengur ekki upp eða yrði í besta falli nýtt falið skattþrep (sem er öfugt við það sem flokkurinn þinn er að gera þessa dagana sem er að búa til/hækka skatta sem eru föst krónutala á fólk og er falið sem þjónustugjöld).

Það gengur ekki upp að segja "búa til arðbær störf" og "niðurgreitt af ríkinu" í sömu hugmynd.




Monk
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 15. Des 2013 23:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf Monk » Þri 17. Des 2013 23:07

Setja bara 100% skatt og ríkið sér um að borga út "réttlát" laun til þeirra sem eiga þau skilið. Einfalt, fljótlegt og allir sáttir.




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf Cikster » Þri 17. Des 2013 23:17

hakkarin skrifaði:Dæmi:

1. Lágmarkslaun eru 170 þús og lágmarkstekjur 200 þús.

2. Siggi er í vinnu á lágmarkslaunum og fær því 170 þús frá vinnuveitanda og 30 þús frá ríkinu.


Siggi fær 170 þúsund frá vinnuveitanda og vinnur síðan X margar yfirvinnustundir. Endar þá að öllum líkindum á að fá sama útborgað nema bara meira frá vinnuveitanda og minna frá ríkinu. Vinnuhvetjandi eða elur upp það að yfirvinna borgi sig ekki?

Ef þú ert að meina að þessar 30 þúsund frá ríkinu eigi að koma sjálfkrafa inn og yfirvinna að bætast við það þá ert þú að segja fyrirtækjum að ráða engan inn nema á þessum taxta til að spara sér 15% af útgreiddum dagvinnulaunum.

Annars er þetta búið að vera í gangi lengi og kallast persónuafsláttur en eins og ansi margt sem ríkið kemur nálægt þá hefur hann ekki haldið í við verðbólgu/launaskrið þar sem láglaunafólk hefur ekki verið með alvöru hagsmunapotara eins og verkalýðsforingjarnir voru í den ... allavegana miðað við þessar gólftuskur sem virðast hafa náð að koma sér í þessa þægilegu stóla á síðustu árum.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf Viktor » Mið 18. Des 2013 02:40

Monk skrifaði:Setja bara 100% skatt og ríkið sér um að borga út "réttlát" laun til þeirra sem eiga þau skilið. Einfalt, fljótlegt og allir sáttir.

Þetta hefur reyndar verið gert... gekk ekki svo vel. Letjandi fyrir fyrirtæki og nýsköpun.

http://en.wikipedia.org/wiki/Communism


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


kaktus
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 07. Apr 2004 00:25
Reputation: 0
Staðsetning: Gaflari
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf kaktus » Mið 18. Des 2013 11:02

fáránleg tillaga að mínu mati ef fyrirtæki hefur ekki efni á að borga sæmileg laun þá er það fyrirtæki ekki arðvænlegt og á því að fara á hausinn


Það sem þú veist ekki særir þig ekki og ég veit yfirleitt ekki neitt

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf hakkarin » Mið 18. Des 2013 12:55

kaktus skrifaði:fáránleg tillaga að mínu mati ef fyrirtæki hefur ekki efni á að borga sæmileg laun þá er það fyrirtæki ekki arðvænlegt og á því að fara á hausinn


Hvað ætlar þú þá að segja við fólkið sem að er orðið atvinnulaust og fær ENGA penninga? Það er væntanlega betra að fá aðeins lærri laun heldun en að fá engin. Held að þú sért ekki að hugsa dæmið til enda.

EDIT: Svo er líka fáránlegt að halda því fram að fyrirtækið sé ekki arðvænlegt ef að það getur ekki borgað há laun. Það er hægt að gera hvaða fyrirtæki sem er "óarðvænlegt" ef að nóg og mörgum útgjöldum er troðið ofan í það.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf depill » Mið 18. Des 2013 13:41

hakkarin skrifaði:
kaktus skrifaði:fáránleg tillaga að mínu mati ef fyrirtæki hefur ekki efni á að borga sæmileg laun þá er það fyrirtæki ekki arðvænlegt og á því að fara á hausinn


Hvað ætlar þú þá að segja við fólkið sem að er orðið atvinnulaust og fær ENGA penninga? Það er væntanlega betra að fá aðeins lærri laun heldun en að fá engin. Held að þú sért ekki að hugsa dæmið til enda.

EDIT: Svo er líka fáránlegt að halda því fram að fyrirtækið sé ekki arðvænlegt ef að það getur ekki borgað há laun. Það er hægt að gera hvaða fyrirtæki sem er "óarðvænlegt" ef að nóg og mörgum útgjöldum er troðið ofan í það.


Þú veist að það eru til atvinnuleysis bætur hér á landi ( þannig það fór peninga )?

Og nei þetta er einfaldlega ekki satt hjá þér. Ef félagið getur ekki greitt lágmarkslaun þá á ríkið ekkert að endurdeila auði frá öðrum fyrirtækjum/einstaklingum til að borga undir lélegan rekstur heldur verður fyrirtækið einfaldlega að taka til í rekstrinum sínum ( lækka önnur laun, hækka verð o.s.frv ) og ef það getur það ekki, þá á það hætta.

Við sem samfélag ákveðum hvað okkur finnst vera lágmarksviðmið í launum og fyrirtækin verða aðlaga reksturinn sinn að því, ekki það að ríkið styrki rekstur þeirra.

Mér finnst einhvern megin að sérstaklega þú ( miðað við aðra svipað gáfaða þræði hérna frá þér, eða þú ert massívt successfull troll ) og margir reyndar í samfélaginu halda að ríkið sé bara einhver gullbikar sem við hellum út úr og það sé í góðu lagi að taka eins mikið og við viljum út úr honum. Ef þið tökum of mikið út úr ríkinu, þannig það verður halli þýðir það að það er minna til fyrir framtíðina. Fólk sem vill hærri atvinnuleysisbætur, hærri öryrkjabætur, hærri framlög til listar, engan niðurskurð og helst lægri skatta er að segja að þau vilja að börnin sín borgi hærri skatta og fái minna af því sem þau vilja meira af.




kaktus
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 07. Apr 2004 00:25
Reputation: 0
Staðsetning: Gaflari
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf kaktus » Mið 18. Des 2013 13:44

hakkari.... fyrirtæki hafa farið á hausinn í gegnum alla mannkynssöguna það telst hluti af eðlilegri þróun mér finnst sjálfsagt að ríkið hjálpi fátæku fólki en ég gef skít í fátæk fyrirtæki :)
fyrirtæki bera sig ekki af örfáum ástæðum þær helstu eru: offjárfesting, of stór yfirbygging, skortur á þörf fyrir vörur þess og síðast en ekki síst eru þau étin upp innan frá af gráðugum eigendum.
ég hef aldrei heyrt um fyrirtæki sem fór á hausinn vegna of hárra launa skúringakerlingarinnar!!
Síðast breytt af kaktus á Mið 18. Des 2013 13:46, breytt samtals 1 sinni.


Það sem þú veist ekki særir þig ekki og ég veit yfirleitt ekki neitt

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf einarhr » Mið 18. Des 2013 13:45

hakkarin skrifaði:
kaktus skrifaði:fáránleg tillaga að mínu mati ef fyrirtæki hefur ekki efni á að borga sæmileg laun þá er það fyrirtæki ekki arðvænlegt og á því að fara á hausinn


Hvað ætlar þú þá að segja við fólkið sem að er orðið atvinnulaust og fær ENGA penninga? Það er væntanlega betra að fá aðeins lærri laun heldun en að fá engin. Held að þú sért ekki að hugsa dæmið til enda.

EDIT: Svo er líka fáránlegt að halda því fram að fyrirtækið sé ekki arðvænlegt ef að það getur ekki borgað há laun. Það er hægt að gera hvaða fyrirtæki sem er "óarðvænlegt" ef að nóg og mörgum útgjöldum er troðið ofan í það.


Skv lögum þá fá allir sem eru tekjulausir og njóta ekki atvinnuleysisbóta styrk frá sveitarfélagi og nemur hann allt að 140 þús á mánuði !

Nenni nú yfirleytt ekki að lesa póstana þína þar sem þeir eru yfirleytt út í hött en ákvað að lesa þennan.

Um að gera að kynna sér aðeins staðreyndir !


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf appel » Mið 18. Des 2013 14:02

Það er mjög slæmt fyrir samfélagið að það myndist hér stórir hópar fólks á lágmarkslaunum sem ekki ná endum saman. Gettóvæðing skilar eingöngu nettó neikvæðu í samfélagið.


*-*


KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: lágmarkslaun og lágmarkstekjur

Pósturaf KristinnK » Fim 19. Des 2013 13:06

Ég ætla bara að skilja þetta eftir hér ...

Mynd


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580