Leiguhúsnæði
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Leiguhúsnæði
Mig langaði aðeins að fá álit/atvik um þegar maður leigir íbúðarhúsnæði, Málið er að skólpið er í ólagi Þar sem ég leigi og það er að verða tæpur mánuður núna. Og það stóð til fyrir sirka 1 viku síðan eða svo að fara að brjóta upp hér í kjallaranum til að skipta út lögnum en þær framkvæmdir eru ekki enn hafnar. Í gær var mér sagt að ég ætti hugsanlega rétt á því að borga lægri húsaleigu næsta mánuð útaf þessu. Skólpið er svosem ekkert alveg stíflað en það rennur mjög hægt úr baðvaski og baðkeri ásamt því að klóaklyktin er orðin ansi sterk í þvottahúsinu. Hefur einhver sem er á leigumarkaðinum lent í svipuðu? Kannski ekki endilega veseni með skólplagnir en einhverju veseni varðandi leiguhúsnæði og fengið að borga lægri húsaleigu eða eitthvað annað? , Vildi bara aðeins forvitnast um þetta.
Re: Leiguhúsnæði
Hringdu í leigusalann og segðu að þér finnist þetta orðið þreytandi og viljir fá að sjá eitthvað gerast.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Leiguhúsnæði
tdog skrifaði:Hringdu í leigusalann og segðu að þér finnist þetta orðið þreytandi og viljir fá að sjá eitthvað gerast.
Ætlaði mér alltaf að gera það, vildi bara spyrja útí þetta fyrst. Fékk að vita um daginn að fólkið sem bjó í íbúðinni í kjallaranum gafst upp og rifti leigusamninginum.
Re: Leiguhúsnæði
Ekki svarið sem þú ert að leita að en langar að koma því að. Klóaks lykt í þvottarhúsum kemur oft úr niðurföllum sem ekkert vatnsflæði er um. Ef svo er, virkar að hella vatni í niðurfallið og þá ætti að lyktin að hverfa, þangað til vatnið gufar upp úr vatnslásnum. Ef það reynist vera vandamálið er lausnin annað hvort að hella alltaf vatni í niðurfallið eða einhverju lyktarlausu sem gufar ekki upp (matarolíu t.d.).
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Leiguhúsnæði
kvaldik skrifaði:Ekki svarið sem þú ert að leita að en langar að koma því að. Klóaks lykt í þvottarhúsum kemur oft úr niðurföllum sem ekkert vatnsflæði er um. Ef svo er, virkar að hella vatni í niðurfallið og þá ætti að lyktin að hverfa, þangað til vatnið gufar upp úr vatnslásnum. Ef það reynist vera vandamálið er lausnin annað hvort að hella alltaf vatni í niðurfallið eða einhverju lyktarlausu sem gufar ekki upp (matarolíu t.d.).
Það er stöðugt rennsli í niðurfallið úr slöngu sem ég hef ekki hugmynd um hvert liggur :p En svo er tengt inná sömu lögn og niðurfallið er á, klósett + sturta + vaskur og þetta baðherbergi tilheyrir sameign. Tel þetta vera útaf þessum lögnum sem er talið að séu í sundur í gólfinu þarna.
Re: Leiguhúsnæði
krissi24 skrifaði:Í gær var mér sagt að ég ætti hugsanlega rétt á því að borga lægri húsaleigu næsta mánuð útaf þessu.
Ef það er svo þá er það væntanlega eitthvað sem er tekið fram í leigjendalögum eða hvað sem lögin heita sem leigumarkaðurinn fellur undir, ég þekki þau ekki en þau eru svo sem aðgengileg á vef alþingis.
En ef þetta er í sameign og það eru fleiri eigendur en bara leigusalinn þinn þá er málið náttúrulega töluvert flóknara og er ekkert viss um að þú getir gert neitt nema vera þolinmóður.
Annars fann ég þetta hér handa þér
http://www.attavitinn.is/hus-og-bill/ad ... -leigusala
P.S.
Vandamálið við þessa grein er að hún viśar ekki í lagabókstafinn sem hún þó virðist vera að vitna í ...
-
- Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Fös 25. Mar 2011 16:04
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Leiguhúsnæði
mataroolía þránar og lyktar en ekki mótorolía sem væri þá betri kannski, eða glussi
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1859
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 218
- Staða: Ótengdur
Re: Leiguhúsnæði
orangestone skrifaði:mataroolía þránar og lyktar en ekki mótorolía sem væri þá betri kannski, eða glussi
Eða bara nota vatn, en ekki hella mótorolíu eða glussa í niðurfall eins og hálfviti.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: Leiguhúsnæði
orangestone skrifaði:mataroolía þránar og lyktar en ekki mótorolía sem væri þá betri kannski, eða glussi
Fyrir utan það að ég væri ekki til í það að íbúðin mín lyktaði eins og mótorolía, hvað þá glussi
Re: Leiguhúsnæði
Tu getur keypt sérstaka vatnslásaolíu í byko og husasmidjunni. Best ad nota tad eda bara vatn. Onnur efni geta farid ad lykta eda skemmt lagnir.