Ég er ekki hlutlaus né er ég menntaður í neinu tölvutengdu (vann reyndar sem rafvirki um tíma en það er önnur saga) en ég hef hins vegar ekkert nema góða sögu að segja af skólum með bekkjarkerfi og ansi margir kunningjar mínir ýmist ílengdust eða kláruðu einfaldlega ekki skóla þar sem að var áfangakerfi.
Hins vegar er ég búinn að vera í tveim háskólum hérlendis, og verð að segja að það er ekkert frekar auðveldara að fá vinnu með háskólagráðu en iðnfræðimenntun hérlendis og þess vegna leita margir erlendis. En það er helvíti gott að vera með bæði, þekki til manna sem hafa farið í báðar áttir í iðnmenntun með háskólagráður og svo öfugt. Þannig að ef að þú getur fiffað námið þannig að þú getir nælt þér í bæði á einni leið í gegnum kerfið þá ertu golden.
Og eitt varnaðarráð, ekki festa þig í nám sem að gæti farið að minnka svaðalega eftirspurnin eftir á þeim tíma sem að þú ert að læra. Þ.e.a.s.
alltaf, alltaf að vera með backup. Ég þekki allt of marga lögfræðinga, viðskiptafræðinga og sálfræðinga sem að fóru í nám fyrir hrun og eru núna með B.S, B.A og jafnvel Masters gráður sem að engin eftirspurn er eftir. Margir eru að vinna í einhverju allt öðru en þeir menntuðu sig í, mjög margir fóru í frekara framhaldsnám til að fá lán og lifa af eða nýta tímann. Svo er líka mikið af fólki sem að hvarf eftir fyrstu annirnar í mínu námi, það bara komst að því að þetta nám var ekki það sem að það hélt. (Ég fór næstum því í hagfræði fattaði strax fyrstu vikuna að það hentaði ekki
).
En já hugsaðu málið, hvað hentar þér. Og hugsaðu fram í tímann líka. Ef að það er eitthvað sem að ég áttaði mig á meikaði sens í nöldrinu frá gamla liðinu þá var það að maður þarf hugsa mun lengra fram í tímann en maður gerir almennt.