Pósturaf appel » Lau 07. Sep 2013 17:37
Þú ert með samansafn af herskipum frá ýmsum þjóðum staðsett fyrir botni miðjarðarhafi, bandarísk, kínversk, rússnesk, írönsk, frönsk, bresk, ísraelsk herskip. Líklega er þetta með þeim stærri herflotum sem hefur verið samankominn á þessu svæði í sögunni.
Borgarastyrjöld í Sýrlandi, mjög viðkvæmt Írak, Kúrdar sem vilja sitt eigið ríki, Líbanon undir stjórn hesbollah, Tyrkir sem hata Assad, Ísraela sem hafa sín eigin markmið, Rússa sem styðja Assad, Kínverja sem styðja Rússa, Sádi Araba, Kúveitar og aðrir súnní-arabar sem vilja steypa Assad af stóli og koma á súnní-stjórn, Írani sem eru sterkustu bandamenn Assad. Ég hef ekki einu sinni minnst á Palestínu.
Menn verða að átta sig á því að þetta svæði þarna er í "state of regional war", hvort sem það eru "heit" eða "köld" stríð. Leyniþjónustur þessara ríkja þarna vinna leynt gegn andstæðingum sínum, myrða vísindamenn, koma fyrir sprengjum hér og þar, o.s.frv.
Fyrri heimsstyrjöldin hófst því krónprins Austurríkis/Ungverjalands og kona hans voru skotin í Sarajevo. Seinni heimsstyrjöldin fylgdi svo í kjölfar afleiðinga fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Setjið þetta í samhengi við það sem er að gerast í dag, þ.e. hve lítið þarf til þess að eitthvað "gerist".
Eina sem þarf til að kveikja í þessari púðurtunnu er einhver svona "óvæntur viðburður" sem notaður verður sem ástæða fyrir eitthvað land að fara í stríð.
*-*