Góðar stream síður

Allt utan efnis

Höfundur
joishine
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Lau 08. Sep 2012 23:43
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Góðar stream síður

Pósturaf joishine » Lau 17. Ágú 2013 12:31

Jæja vaktarar, þar sem ég held að hérna fái ég lang bestu ábendingarnar um allt þessu tengt.

Þannig er málið að mig vantar rosalega góða síðu til að streama fótbolta og jafnvel NFL og fleiru góðu. Ég er alveg til í að borga fyrir réttu síðuna, en ég þarf virkilega góð recommendations héðan. Ég nefnilega keypti mér aðgang í fyrra vetur að svona síðu, 30$ fyrir 3 mán og fannst það ekkert mál, það var mjög góð síða fyrst en svo fór hún í rugl. Ég gat engan vegin cancelað áskriftinni, streams virkuðu sjaldan og forums voru hell !

Þannig ég fór að pæla hvað vaktarar eru að nota. Helsta ástæðan að ég kýs stream í staðinn að fá mér bara áskrift af Stöð2Sport svona utan þess að verðið er orðið glæpur er sá að ég vill hvort eð er geta surfað og leikið mér í tölvunni þegar ég er að specca svona leiki sem eru mér t.d ekkert hjartkærir. Ég hitti bara félagana hjá einum þeirra eða á sportbar ef ég vill virkilega horfa á leikina, en ég fýla að geta haft þetta á second monitor og svona fylgst með, er mikið fantasy nörd og svona.

Ég downloada svo t.d alltaf bara MOTD til að sjá highlights og svona, og finnst það t.d miklu betra en Messan.

Ég vill samt helst svona þó nokkuð solid gæði og enska lýsingu. Ég veit alveg af wiziwig og 2500 kb/s Rússnesku eða Rúmensku streams(af hverju eru Rússar og Rúmenar svona mikil streamers?) en ég vill enska lýsingu.


Með fyrirfram þökkum