Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 41
- Skráði sig: Mið 02. Jan 2013 15:23
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Ein spurning. Er með fjóra gríslinga sem hanga of mikið í tölvunni. Þá er ég að tala um ALLAN DAGINN og hanga þá á netinu. Ég hef verið að slökkva á netinu yfir ákveðinn tíma á daginn en síðan get ég ekki alltaf haft auga með þeim þar sem ég er í vinnu.
Ég var að spá hvort það sé til forrit sem geti opnað og lokað fyrir netið til þeirra í ákveðinn tíma dags, t.d. að þau geti hangið á netinu í 4 tíma á dag í staðinn fyrir 24/7. Það væri t.d. opið frá 12-14 og svo 20 - 22 svo dæmi sé tekið.
– Ég veit að ég get farið inn í routerinn og lokað á ákveðnar tölvur en ég vil auðvitað ekki loka alveg, heldur draga aðeins úr netnotkun.
Ég var að spá hvort það sé til forrit sem geti opnað og lokað fyrir netið til þeirra í ákveðinn tíma dags, t.d. að þau geti hangið á netinu í 4 tíma á dag í staðinn fyrir 24/7. Það væri t.d. opið frá 12-14 og svo 20 - 22 svo dæmi sé tekið.
– Ég veit að ég get farið inn í routerinn og lokað á ákveðnar tölvur en ég vil auðvitað ekki loka alveg, heldur draga aðeins úr netnotkun.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 643
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
- Reputation: 22
- Staðsetning: ~/
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Nooo, don't do that!
Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |
Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |
Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Ef þú ert með W7 eða W8 á vélum grislingana er að ég held lang auðveldasta að stofna sér acount fyrir þau þar og þar geturu stjórnað hvenær þeir komast í tölvuna ofl.
Ég er með AirPort Extreme sem sér um þráðlausa netið mitt, þar get ég sett inn tíma sem ákveðnar MAC addressur komast á netið, ég setti þráðlaust kort í vélina hjá þessum 12 ára og nú kemst hann bara á netið á ákveðnum tímum.
Ég er með AirPort Extreme sem sér um þráðlausa netið mitt, þar get ég sett inn tíma sem ákveðnar MAC addressur komast á netið, ég setti þráðlaust kort í vélina hjá þessum 12 ára og nú kemst hann bara á netið á ákveðnum tímum.
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Þetta er eitthvað sem er mjög líklegt að verði auðvelt að fara á svig við og ég er ósammála þessari aðferðafræði. En óháð því, hversu margar tölvur eru þetta, hvaða stýrikerfi keyra þær og hvernig router ertu með?
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 41
- Skráði sig: Mið 02. Jan 2013 15:23
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Ég ætla nú ekki að fara rökræða um aðferðarfræði. Ég tel hinsvegar að það sé ekki hollt fyrir börn að loka sig af og hanga á netinu frá því að þau vakna og þar til þau fara sofa, það er bara óhollt fyrir hvern sem er, enda er ég ekki að tala um að banna þeim að fara á netið, heldur draga úr netnotkunn.
En jæja, þetta eru fjórar tölvur með W7 og routerinn heitir Edimax 150 mbps - 2/2+
- Þetta AirPort Extreme hljómar sniðugt.
En jæja, þetta eru fjórar tölvur með W7 og routerinn heitir Edimax 150 mbps - 2/2+
- Þetta AirPort Extreme hljómar sniðugt.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Þegar öll 4 ára börn eru komin með snjallsíma þá er svona lokun ekki jafn áhrifarík. Ég persónulega sé ekkert að því að loka svona fyrir netsamband, það ætti ekki að vera nokkur ástæða fyrir mörg heimili að hafa netsamband milli 00:00 og 07:00 t.d. Svo mætti athuga tímabilið milli 08:00 og 16:00 líka
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
þau fara bara framhjá - hakka wifi nágrannans eða ná sér í 3g - 4g
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Captaintomas skrifaði:Ein spurning. Er með fjóra gríslinga sem hanga of mikið í tölvunni. Þá er ég að tala um ALLAN DAGINN og hanga þá á netinu. Ég hef verið að slökkva á netinu yfir ákveðinn tíma á daginn en síðan get ég ekki alltaf haft auga með þeim þar sem ég er í vinnu.
Ég var að spá hvort það sé til forrit sem geti opnað og lokað fyrir netið til þeirra í ákveðinn tíma dags, t.d. að þau geti hangið á netinu í 4 tíma á dag í staðinn fyrir 24/7. Það væri t.d. opið frá 12-14 og svo 20 - 22 svo dæmi sé tekið.
– Ég veit að ég get farið inn í routerinn og lokað á ákveðnar tölvur en ég vil auðvitað ekki loka alveg, heldur draga aðeins úr netnotkun.
Routerinn sem ég er með frá Vodafone býður upp á þetta. Mjög sniðugt.
Getur notað parental controls í W7
Síðast breytt af lukkuláki á Mán 01. Júl 2013 13:00, breytt samtals 2 sinnum.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Þetta er væntanlega auðveldast: http://www.anotherwindowsblog.com/2010/ ... ows-7.html
Hvað eru krakkarnir gamlir? Bara svona uppá að vita hvort það sé eitthvað nauðsynlegt að gera meira?
Hvað eru krakkarnir gamlir? Bara svona uppá að vita hvort það sé eitthvað nauðsynlegt að gera meira?
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Maður skyldi ætla að viðkomandi sem greiðandi nettengingarinnar og faðir barnanna hefði líklegast eitthvað um það að segja hvort og hvenær börnin fá að fara á netið.
Það er ekki eins og hann sé að spyrja um njósnabúnað og ætli sér að brjótast inn í einkalíf þeirra.
Það er ekki eins og hann sé að spyrja um njósnabúnað og ætli sér að brjótast inn í einkalíf þeirra.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Það eru nokkrir routerar sem netfyrirtækin eru að bjóða upp á, sem bjóða upp á netlokun eftir tímatöflu. Zyxel 870 routerinn frá Símanum getur þetta, veit reyndar ekki hvort það er alfarið lokun á net eftir tímatöflu eða hvort það er MAC address-based lokun, en Cisco E4200 routerinn frá Vodafone getur gert þetta eftir tímatöflu, alla daga vikunnar, á þær tölvur sem þú tiltekur nákvæmlega.
Eina leiðin til þess að gera þetta skilvirkt er að gera þetta central based, þ.e. í routernum sjálfum. Að gera þetta á tölvunum þeirra er bæði á vægast sagt grófu svæði og jafnvel lagalega líka, fer eftir aldrinum þeirra og hvort tölvurnar séu í þeirra eign eða þinni.
Eina leiðin til þess að gera þetta skilvirkt er að gera þetta central based, þ.e. í routernum sjálfum. Að gera þetta á tölvunum þeirra er bæði á vægast sagt grófu svæði og jafnvel lagalega líka, fer eftir aldrinum þeirra og hvort tölvurnar séu í þeirra eign eða þinni.
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Mæli með https://familysafety.microsoft.com
Fullt af flottum fítustum og getur fengið report til þín vikulega um hvernig er verið að nota tölvuna.
Einnig ef þú ert í vinnunni og þeim vantar bráðnauðsynlega að komast í eitthvað sem er búið að banna geta þau látið microsoft senda þér póst um hvort þú vilt leyfa þeim að komast í eitthvað.
Hef ekki notað þetta síðasta en mér fannst þetta vera eina af því sem ég fann sem meikar sens.
Þarft þá ekki að vera að fokka í routernum sjálfum.
Edit:
Svo ég svari spurningunni líka þá er hægt að nota þetta forrit einmitt til þess að stjórna því hvernær má nota tölvuna
Fullt af flottum fítustum og getur fengið report til þín vikulega um hvernig er verið að nota tölvuna.
Einnig ef þú ert í vinnunni og þeim vantar bráðnauðsynlega að komast í eitthvað sem er búið að banna geta þau látið microsoft senda þér póst um hvort þú vilt leyfa þeim að komast í eitthvað.
Hef ekki notað þetta síðasta en mér fannst þetta vera eina af því sem ég fann sem meikar sens.
Þarft þá ekki að vera að fokka í routernum sjálfum.
Edit:
Svo ég svari spurningunni líka þá er hægt að nota þetta forrit einmitt til þess að stjórna því hvernær má nota tölvuna
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2859
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Hvað eru þetta gamlir krakkar og hvernig er tölvukunnáttan þeirra ?
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
AntiTrust skrifaði:Eina leiðin til þess að gera þetta skilvirkt er að gera þetta central based, þ.e. í routernum sjálfum. Að gera þetta á tölvunum þeirra er bæði á vægast sagt grófu svæði og jafnvel lagalega líka, fer eftir aldrinum þeirra og hvort tölvurnar séu í þeirra eign eða þinni.
Þetta er ekkert á gráu svæði, ef þú ert eigandi tölvunnar þá ert þú ábyrgðaraðili og hefur ákveðið leyfi til að fylgjast með.
Ef það ert þú sem ert greiðandi á netþjónustu máttu takmarka hana.
Eina sem hefur ekki verið skýrt nákvæmlega er ef börnin eiga vélina/vélarnar. Þar stangast á "svokölluð persónuverndarsjónamið" á móti lagabókstaf sem segir að foreldrar eru ábyrgðaraðilar til 18 ára aldurs barna.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 41
- Skráði sig: Mið 02. Jan 2013 15:23
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Heyrðu, tveir 16 ára einstaklingar og einn 13 ára. Ég er ekkert að þessu vegna þess að mér finnst það skemmtilegt eða hressandi fyrir sálina. Málið er að þetta bitnar á öllu, námi, hreyfingu, svefn, þrifnaði osf osf. - Þegar 18 ára aldri er náð hef ég ekkert um þetta að segja en á þessum aldri og undir mínu þaki get ég ekki samþykkt að þetta sé með þessum hætti. Þakka kærlega fyrir allar ábendingar.
Þess má geta að tölvukunnáttan er bara almenn og ekkert meira en það, svo ég viti alla vega :-)
Þess má geta að tölvukunnáttan er bara almenn og ekkert meira en það, svo ég viti alla vega :-)
-
- Kóngur
- Póstar: 6397
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 464
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Captaintomas skrifaði:Málið er að þetta bitnar á öllu, námi, hreyfingu, svefn, þrifnaði osf osf.
þekki þetta aðeins of vel og veit hversu slæmt þetta getur orðið.
svona limit er bara gott og hefði ég sjálfur bara gott að fá svona á sínum tíma
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Tbot skrifaði:AntiTrust skrifaði:Eina leiðin til þess að gera þetta skilvirkt er að gera þetta central based, þ.e. í routernum sjálfum. Að gera þetta á tölvunum þeirra er bæði á vægast sagt grófu svæði og jafnvel lagalega líka, fer eftir aldrinum þeirra og hvort tölvurnar séu í þeirra eign eða þinni.
Þetta er ekkert á gráu svæði, ef þú ert eigandi tölvunnar þá ert þú ábyrgðaraðili og hefur ákveðið leyfi til að fylgjast með.
Ef það ert þú sem ert greiðandi á netþjónustu máttu takmarka hana.
Eina sem hefur ekki verið skýrt nákvæmlega er ef börnin eiga vélina/vélarnar. Þar stangast á "svokölluð persónuverndarsjónamið" á móti lagabókstaf sem segir að foreldrar eru ábyrgðaraðilar til 18 ára aldurs barna.
Jú akkúrat, þú ert í raun bara að taka undir það sem ég sagði. Hann má auðvitað eiga við tenginguna og router eins og honum sýnist svo lengi sem hann er greiðandi/rétthafi. Hvað varðar rétt til að eiga við tölvurnar sjálfar veltur alfarið á aldrinum þeirra og hvort vélarnar eru þeirra eign eða foreldra/forráðamanna.
Mér finnst persónulega afar grátt svæði siðferðislega að vera að eiga við aðgang að neti hjá ungling 16 ára og yfir, en þetta er allt saman huglægt mat hvers og eins.
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Captaintomas skrifaði:Heyrðu, tveir 16 ára einstaklingar og einn 13 ára. Ég er ekkert að þessu vegna þess að mér finnst það skemmtilegt eða hressandi fyrir sálina. Málið er að þetta bitnar á öllu, námi, hreyfingu, svefn, þrifnaði osf osf. - Þegar 18 ára aldri er náð hef ég ekkert um þetta að segja en á þessum aldri og undir mínu þaki get ég ekki samþykkt að þetta sé með þessum hætti. Þakka kærlega fyrir allar ábendingar.
Þess má geta að tölvukunnáttan er bara almenn og ekkert meira en það, svo ég viti alla vega :-)
Þá ætti að virka að setja þetta bara upp limit á tölvunum (auðveldast). Ef það hættir að virka, ég er reyndar ekki alveg viss hvernig þú getur séð það, hugsanlega með einhverju monitoring á router, þá myndi það að setja upp cisco router eins og Vodafone býður uppá leysa þetta.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
AntiTrust skrifaði:Mér finnst persónulega afar grátt svæði siðferðislega að vera að eiga við aðgang að neti hjá ungling 16 ára og yfir, en þetta er allt saman huglægt mat hvers og eins.
Mér finnst (persónulega) ekkert grátt við það að takmarka aðgang eins aðila að netinu, að því gefnu að það sé "eigandi" netins sem gerir það. Svipað og fyrirtæki gera með að t.d. loka á facebook.
Að því gefnu að hér sé um lokun að ræða, en ekki vöktun. Vöktun væri annað grárra mál.
Re: Er hægt að loka á netið í ákveðinn tíma
Það er líka hægt að gera þetta í mínum síðum ef þú ert hjá Vodafone, veit ekki með hin símfyrirtækin en þetta lokar bara á netið á völdum tímum.