tdog skrifaði:Hefur einhver ykkar lesið téð frumvarp og breytingatillöguna á því?
Já reyndar ég, en er ekki viss um að fréttamenn geri það miðað við það að leyfa honum Sigurði Inga að koma með þessa ælu fram að það sé ekki hægt að framfylgja lögunum.
lögbreytingatillagaBreytingartillagan er aðallega svona
Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða I í lögunum:
a. B–d-liður falla brott.
b. Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 8. gr. og 1. mgr. 9. gr. skulu veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2013/2014 vera sem hér segir: 7,38 kr. á hvert sérstakt þorskígildiskíló í botnfiskveiðum og 38,25 kr. á hvert sérstakt þorskígildiskíló í uppsjávarveiðum. Almennt veiðigjald skal vera 9,5 kr. á hvert sérstakt þorskígildiskíló.
Sérstakt þorskígildi hverrar fisktegundar, sbr. 2. mgr., skal ákveðið af ráðherra með reglugerð, eigi síðar en 15. júlí 2013, með þeim hætti sem hér segir: Taka skal mið af tólf mánaða tímabili frá 1. maí 2012 til 30. apríl 2013. Sé tekin ákvörðun um stjórn veiða á tegund sem ekki hefur áður sætt slíkri ákvörðun skal þegar reikna þorskígildi fyrir tegundina miðað við sama tímabil. Sérstök þorskígildi skulu reiknuð sem hlutfall verðmætis einstakra tegunda sem sæta ákvörðun um stjórn veiða af verðmæti slægðs þorsks. Til grundvallar verðmætaútreikningi skal leggja heildaraflamagn og heildarverðmæti þessara tegunda, að frádregnu því magni og verðmæti sem unnið er um borð í fiskiskipi, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Þegar fisktegund er að nær öllu leyti unnin um borð í fiskiskipi er heimilt að líta til sambærilegra tegunda til hliðsjónar við mat á sérstöku þorskígildi hennar. Þegar fiskur er seldur ferskur erlendis skal draga frá verði hans 85 kr. á hvert kíló vegna kostnaðar við útflutning. Varðandi botnfisk, að undanskildum karfa, skal miða við slægðan fisk. Miða skal við slitinn humar. Að öðru leyti fer um sérstök þorskígildi og sérstök þorskígildiskíló sem væru þorskígildi og þorskígildiskíló samkvæmt lögum þessum.
Ráðherra skal vinna tillögur að endurskoðun þessara laga sem lagðar verði fram á Alþingi löggjafarþingið 2013–2014.
sem þýðir að er breyting á
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 9. gr. skal sérstakt veiðigjald vera með eftirfarandi hætti:
23,20 kr. á hvert þorskígildiskíló í botnfiskveiðum og 27,50 kr. á þorskígildiskíló í uppsjávarveiðum á fiskveiðiárinu 2012/2013.
50% af stofni til útreiknings á gjaldinu á fiskveiðiárinu 2013/2014 að frádregnu almennu veiðigjaldi sama fiskveiðiárs.
55% af stofni til útreiknings á gjaldinu á fiskveiðiárinu 2014/2015 að frádregnu almennu veiðigjaldi sama fiskveiðiárs.
60% af stofni til útreiknings á gjaldinu á fiskveiðiárinu 2015/2016 að frádregnu almennu veiðigjaldi sama fiskveiðiárs.
Það er þetta ákvæði sem Sigurður Ingi segir að sé "óframkvæmanlegt" og muni leiða til þess að ekkert veiðigjald verði innheimt ( sem ég sé ekki og sé bara sem hræðsluáróður ).
Hér svo ákvæðið um reikningun sérstaks veiðigjalds
9. gr.
Sérstakt veiðigjald.
Sérstakt veiðigjald skal skilgreint í krónum á hvert þorskígildiskíló eftir veiðiflokkum, þ.e. botnfiskveiðum og uppsjávarveiðum. Sérstakt veiðigjald skal vera 65% af stofni til útreiknings á gjaldinu eins og stofninn er skilgreindur í 10. gr. að frádregnu almennu veiðigjaldi skv. 8. gr.
Álagning sérstaks veiðigjalds samkvæmt þessari grein skal vera þannig á hvern gjaldskyldan aðila, sbr. 6. gr., á fiskveiðiárinu:
af fyrstu 30.000 þorskígildiskílóum greiðist ekkert gjald,
af næstu 70.000 þorskígildiskílóum greiðist hálft gjald,
af þorskígildiskílóum umfram 100.000 greiðist fullt gjald.
Markaðsvirði á óslægðum þorski í dag 221,87 kr kg
Og hverjir græða mest á lækkuninni jú
Vísir - Framsókn
Kaupfélag Skagfirðinga - Eiga Gunnar Braga - Framsókn
Útgerðarfélag Akureyrar - xD ( og moggin, enda hefur hann verið furðu hljóðlátur um þetta mál )
Og þetta útgerðin er yfir skuldsett og það sé búið að kaupa kvótann 2 eða 3 þetta bara heldur engu vatni. Afhverju er útgerðin svona skuldsett til að kaupa Toyota og losna við að greiða nokkuð vegna þess að þessi veiðigjöld hafa alltaf snúist út frá hagnaði þessara félaga. Einu sinni var sagt að "hagnaður" væri bannorð í orðaforða Íslendinga nú virðist bannorðið vera gjaldþrot. Ef þessi félög eru yfir skuldsett eiga þau að fara í gjaldþrot og ný og betri félög eiga að taka yfir kvótann þeirra.
Æi ég er kannski ruglaður og er orðinn þreyttur á þessu að við eigum ekki að fá neitt fyrir auðlindinar ( og auðvita að ég sé bara höfuðborgarbúi sem finnst gaman að níðast á landsbyggðinni )
Hreinn hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja árið 2011 var 60 milljarðar er í alvörunni svona óeðlilegt að þau borgi eithvað inní samfélagið.
Svo eigum við að hætta að niðurgreiða starfsemi iðnaðarfyrirtækja ( bakki ), niðurgreiða rafmagn til stóriðjufyrirtækja sem skapa hvort sem er fá störf og fara ná hámarksverði úr öllum auðlindum okkar.
Eina sem ég er ánægður með úr nýrri ríkistjórn er
gjalddaga á ferðamannastöðum og svo á að taka almennilega á umhverfissóðum eins og Þríhnjúkagíg ehf.