http://visir.is/hemmi-gunn-latinn/article/2013130609613
Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, er látinn, 66 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á Tælandi í dag þar sem hann var staddur í fríi.
Hermann, sem flestir landsmenn þekkja sem Hemma Gunn, var einn fremsti knattspyrnumaður Íslendinga á árum áður, og spilaði meðal annars með landsliðinu.
Hermann starfaði við fjölmiðla árum saman og náðu sjónvarpsþættir hans, Á tali hjá Hemma Gunn, miklum vinsældum á 9. áratugnum. Einkennisorð Hemma í þáttunum voru: „Verið hress, ekkert stress, bless bless.“
Þá starfaði hann um árabil hjá 365, bæði við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hermann lét af störfum hjá fyrirtækinu í lok apríl og hugðist leggja lokahönd á sjálfsævisögu sína, Lífshlaup Hemma