Tannréttingar / Tannlæknar

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf Yawnk » Þri 28. Maí 2013 17:10

Sælt veri fólkið, langaði að búa til þráð um þetta málefni því ég er nýbúinn í stórum tannréttingum hjá Árna Þórðarsyni tannréttingarsérfræðingi í skeifunni, hefur einhver annar reynslu af honum?

Var með spangir í rétt rúmlega 2 ár, þurfti að fá skrúfuimplant upp í miðjan góminn (hjá Valhöll) og fleira fleira vesen, gervitennur ofl, var að losna við þessa skrúfu í dag og þarf greinilega að lifa á mjúku fæði í nokkra daga, ekkert kornfæði og slíkt, einhverjar ábendingar um hvað er hægt að éta?

Langaði bara að athuga hvort einhverjir hér hafa lent í því svipuðu, og hjá hvaða tannlækni?

Hvað eru menn hér að fara oft til venjulegs tannlæknis til að fara í skoðun, fyrir skemmdir eða slíkt? :-k

:japsmile



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf GuðjónR » Þri 28. Maí 2013 17:29

Árni Þórðar er mjög dýr tannlæknir, hann lagaði krossbit hjá dóttur minni þegar hún var 7 ára, það var prósess sem tók hátt í tvö ár.
Fyrst með svokölluðu fiðrildi sem sett var upp í góminn á milli jaxlanna og ég herti á svona 0.5mm á dag í 12 - 14 daga.
Eftir það þá var hún með góm í heilt ár, fyrstu sex mánuðina var hún með hann 24/7 og næstu sex bara á nóttunni.

Krossbitið lagaðist en þessi meðferð kostaði hátt í 300k, ríkið borgaði 21k af því að munnurinn telst ekki með sem partur af líkamanum og er þess vegna fyrir utan kerfis.

Í hvert skipti sem við mættum sem var ansi oft á tímabili þá voru teknar 5-10 ljósmyndir x 600 kr. þannig að ég hef líklegast borgað honum yfir 50k fyrir ljósmyndir sem eru vistaðar á einhverjum HDD og engin skoðar. Allt eftirlit kostaði um 8 þúsund þó það tæki ekki nema eina mínútu í stólnum. Og hann var yfirleitt með 4 stóla í gangi og fullt af fólki á biðstofunni.

Ég sá bæði Róbert Spano og Jón Ásgeir koma frá honum þegar ég var þarna með stelpuna, það segir kannski til um hvernig kúnnahóp hann höfðar til og það kannski skýrir verðlagninguna. Hann er dýr en hann er sagður mjög góður, ég hef ekki þekkingu til að meta hann faglega en veskið mitt er alveg sammála því að hann er dýr.

Stelpurnar þurfa báðar að fá spangir, hef heyrt að það kosti svona 1 - 1.3 milljónir á kjaft.
Ælta að athuga með fleiri tannlækna áður en að því kemur.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf appel » Þri 28. Maí 2013 17:34

GuðjónR skrifaði:Árni Þórðar er mjög dýr tannlæknir, hann lagaði krossbit hjá dóttur minni þegar hún var 7 ára, það var prósess sem tók hátt í tvö ár.
Fyrst með svokölluðu fiðrildi sem sett var upp í góminn á milli jaxlanna og ég herti á svona 0.5mm á dag í 12 - 14 daga.
Eftir það þá var hún með góm í heilt ár, fyrstu sex mánuðina var hún með hann 24/7 og næstu sex bara á nóttunni.

Krossbitið lagaðist en þessi meðferð kostaði hátt í 300k, ríkið borgaði 21k af því að munnurinn telst ekki með sem partur af líkamanum og er þess vegna fyrir utan kerfis.

Í hvert skipti sem við mættum sem var ansi oft á tímabili þá voru teknar 5-10 ljósmyndir x 600 kr. þannig að ég hef líklegast borgað honum yfir 50k fyrir ljósmyndir sem eru vistaðar á einhverjum HDD og engin skoðar. Allt eftirlit kostaði um 8 þúsund þó það tæki ekki nema eina mínútu í stólnum. Og hann var yfirleitt með 4 stóla í gangi og fullt af fólki á biðstofunni.

Ég sá bæði Róbert Spano og Jón Ásgeir koma frá honum þegar ég var þarna með stelpuna, það segir kannski til um hvernig kúnnahóp hann höfðar til og það kannski skýrir verðlagninguna. Hann er dýr en hann er sagður mjög góður, ég hef ekki þekkingu til að meta hann faglega en veskið mitt er alveg sammála því að hann er dýr.

Stelpurnar þurfa báðar að fá spangir, hef heyrt að það kosti svona 1 - 1.3 milljónir á kjaft.
Ælta að athuga með fleiri tannlækna áður en að því kemur.


Ríkið er að borga tannlæknakostnað fyrir börn núna, þetta var samþykkt nýverið. Veit ekki hvort þetta sé orðið að veruleika enn og hvernig þetta er úfært.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf GuðjónR » Þri 28. Maí 2013 17:38

appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Árni Þórðar er mjög dýr tannlæknir, hann lagaði krossbit hjá dóttur minni þegar hún var 7 ára, það var prósess sem tók hátt í tvö ár.
Fyrst með svokölluðu fiðrildi sem sett var upp í góminn á milli jaxlanna og ég herti á svona 0.5mm á dag í 12 - 14 daga.
Eftir það þá var hún með góm í heilt ár, fyrstu sex mánuðina var hún með hann 24/7 og næstu sex bara á nóttunni.

Krossbitið lagaðist en þessi meðferð kostaði hátt í 300k, ríkið borgaði 21k af því að munnurinn telst ekki með sem partur af líkamanum og er þess vegna fyrir utan kerfis.

Í hvert skipti sem við mættum sem var ansi oft á tímabili þá voru teknar 5-10 ljósmyndir x 600 kr. þannig að ég hef líklegast borgað honum yfir 50k fyrir ljósmyndir sem eru vistaðar á einhverjum HDD og engin skoðar. Allt eftirlit kostaði um 8 þúsund þó það tæki ekki nema eina mínútu í stólnum. Og hann var yfirleitt með 4 stóla í gangi og fullt af fólki á biðstofunni.

Ég sá bæði Róbert Spano og Jón Ásgeir koma frá honum þegar ég var þarna með stelpuna, það segir kannski til um hvernig kúnnahóp hann höfðar til og það kannski skýrir verðlagninguna. Hann er dýr en hann er sagður mjög góður, ég hef ekki þekkingu til að meta hann faglega en veskið mitt er alveg sammála því að hann er dýr.

Stelpurnar þurfa báðar að fá spangir, hef heyrt að það kosti svona 1 - 1.3 milljónir á kjaft.
Ælta að athuga með fleiri tannlækna áður en að því kemur.


Ríkið er að borga tannlæknakostnað fyrir börn núna, þetta var samþykkt nýverið. Veit ekki hvort þetta sé orðið að veruleika enn og hvernig þetta er úfært.


Ríkið borgar bara fyrir suma aldurshópa og hefðbundna tannlækna, ekki ef það þarf að laga eitthvað annað en skemmdir.
Það verða 4 ár í að öll börn fá endurgreitt hjá sínum heimilistannlækni og þá allt nema "komugjöld".
Og miðað við íslenska hugsunarháttinn þá mætt alveg segja mér að "komugjaldið" yrði 5-10k.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf tdog » Þri 28. Maí 2013 17:49

Margrét Rósa sansaði tennurnar í mér. Var með ekkert svo skakkar tennur en gnísti mikið, tók 2 ár og var rétt um 600k. Mér fannst alltaf þægilegt að koma til hennar, andrúmsloftið gott og hún vann vinnuna sína mjög vel.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf vesley » Þri 28. Maí 2013 17:54

tdog skrifaði:Margrét Rósa sansaði tennurnar í mér. Var með ekkert svo skakkar tennur en gnísti mikið, tók 2 ár og var rétt um 600k. Mér fannst alltaf þægilegt að koma til hennar, andrúmsloftið gott og hún vann vinnuna sína mjög vel.



Lagaði líka í mér tennurnar, mjög fínt að fara til hennar og gekk vel fyrir sig.

Var bæði með skakkt bit og mikið bil á milli framtanna að ofan. Tók ekki nema 10mánuði að laga þetta allt saman.

Eina sem ég hef að setja út á hana er að þegar hún tók spangirnar af þá rispaðist glerungurinn ágætlega og þurfti að laga það eftir á.
Hún lét ekki vita af því, það var ekki fyrr en næsti tannlæknir skoðaði í mér tennurnar.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf Yawnk » Þri 28. Maí 2013 18:00

GuðjónR skrifaði:Árni Þórðar er mjög dýr tannlæknir, hann lagaði krossbit hjá dóttur minni þegar hún var 7 ára, það var prósess sem tók hátt í tvö ár.
Fyrst með svokölluðu fiðrildi sem sett var upp í góminn á milli jaxlanna og ég herti á svona 0.5mm á dag í 12 - 14 daga.
Eftir það þá var hún með góm í heilt ár, fyrstu sex mánuðina var hún með hann 24/7 og næstu sex bara á nóttunni.

Krossbitið lagaðist en þessi meðferð kostaði hátt í 300k, ríkið borgaði 21k af því að munnurinn telst ekki með sem partur af líkamanum og er þess vegna fyrir utan kerfis.

Í hvert skipti sem við mættum sem var ansi oft á tímabili þá voru teknar 5-10 ljósmyndir x 600 kr. þannig að ég hef líklegast borgað honum yfir 50k fyrir ljósmyndir sem eru vistaðar á einhverjum HDD og engin skoðar. Allt eftirlit kostaði um 8 þúsund þó það tæki ekki nema eina mínútu í stólnum. Og hann var yfirleitt með 4 stóla í gangi og fullt af fólki á biðstofunni.

Ég sá bæði Róbert Spano og Jón Ásgeir koma frá honum þegar ég var þarna með stelpuna, það segir kannski til um hvernig kúnnahóp hann höfðar til og það kannski skýrir verðlagninguna. Hann er dýr en hann er sagður mjög góður, ég hef ekki þekkingu til að meta hann faglega en veskið mitt er alveg sammála því að hann er dýr.

Stelpurnar þurfa báðar að fá spangir, hef heyrt að það kosti svona 1 - 1.3 milljónir á kjaft.
Ælta að athuga með fleiri tannlækna áður en að því kemur.

Takk fyrir svarið.

Ég er alveg sammála þér í þessu, ef ég þyrfti að giska 'cirka´hvað meðferðin hjá mér hefur kostað, er það líklega um 800.000 til 1 milljón kr.

Það vantaði í mig tvær fullorðinstennur, semsagt tennurnar við hliðina á efri framtönnunum, og þær þurftu að smíða sérstaklega á 100 þús kall stykkið, fékk þó eina fría.

Þurfti svo að fá 'járnarma' ( man engan veginn hvað þetta hét ) sem festust við implantið sem ég fékk upp í góminn og í efri jaxla báðum megin, og það kostaði sitt.

Implantið sjálft sem er um það bil 5mm skrúfa úr títaníum, kostaði 80 þús kr.

Fyrsta greiðsla fyrir spangirnar ( eftir fyrsta tímann ) hljómaði upp á 270 þús kr, þetta er fljótt upp :catgotmyballs

Svo þarf að mæta á 6 vikna fresti í allt processið við spangirnar til þess að herða bogana ofl, og þá bættist við reikningur ekki undir 25 þúsund krónur á 6 vikna fresti í 2 ár hjá mér.

Fannst oft gaman að lesa yfir reikningana og sjá hvað hann rukkar fyrir hvað.. t.d sandblástur, slípun og slíkt, eitthvað sem var rukkað kannski 8000kr fyrir eitthvað sem tók einmitt mínútu í stólnum.

Svo í lok meðferðar, þá fékk ég góminn sem ég þarf einmitt að vera með 24/7 fyrstu mánuði, svo bara á næturnar í nokkur ár, hann kostaði 230 þús ( og fjarlægingin á spöngum )

Ríkið borgar 150 þús kr hjá mér af þessari milljón + -

Hef einmitt líka heyrt talað um að hann sé mjög góður, þó svolítið skapstór ;)
Annars hef ég haft bara ágæta reynslu af honum þessi ár sem ég var hjá honum.

Alltaf vingjarnlegt starfsfólk og kurteist :)



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf tdog » Þri 28. Maí 2013 18:10

Það er alveg við hæfi finnst mér að benda á það að vinnan fer ekki öll fram í stólnum, svona meðferð fylgir náttúrulega hellings skipulagning og alls kyns sérfræði og smíði sem á sér ekki stað á meðan sjúklingurinn er inni á stofunni.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf Yawnk » Þri 28. Maí 2013 18:55

tdog skrifaði:Það er alveg við hæfi finnst mér að benda á það að vinnan fer ekki öll fram í stólnum, svona meðferð fylgir náttúrulega hellings skipulagning og alls kyns sérfræði og smíði sem á sér ekki stað á meðan sjúklingurinn er inni á stofunni.

Jájá alveg hiklaust.

En að rukka kannski 5000kr fyrir slípun með sandpappír sem tók virkilega ekki meira en 1-2 mínútur, finnst mér vera ágætt tímakaup.

Annars finnst mér þetta alveg skiljanlegt að allt þetta process sé svona rosalega dýrt, enda rosaleg vinna fer í þetta.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf Xovius » Þri 28. Maí 2013 21:51

Ef þú þarft mjúkt fæði þá er ís málið! :D
Annars gleðst ég svakalega yfir því að hafa aldrei þurft á tannréttingum að halda þegar ég les yfir þennan þráð!




Arnarmar96
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Sun 04. Nóv 2012 05:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf Arnarmar96 » Þri 28. Maí 2013 23:49

Ég er með spangir nuna, og hef verið með alveg síðan í 2010, sumarið þá.. átti að losna við þær í fyrra sumar, er ennþá með þessar spangir, ég lét gera þetta hjá einum í Keflavík, alltílagi með það svo flutti ég norður og þá byrjaði vesen, tannlæknir fyrir norað þurfti að fá ýmsar skrár og þannig rugl frá þessum í Keflavík og það tók sinn tíma, svo flutti ég aftur til keflavikur og nú þarf hinn að láta þennann í Keflavík fá skrárnar aftur og það er ekki að ganga svo ég þarf að vera með þetta ónýtt í kjaftinum á mér þanga til um 18 ára aldur þá fer ég þangað og læt rífa þetta úr mér.. moral of the story.. EKKI flytja í annað bæjarfélag á meðan þetta process er í gangi.. svo mikið vesen!


Mobo: MSI B85M-E33 CPU: Intel Core i5 4670k Ram: 8gb 1600mhz Graphics: GTX 650 ti 1gb

Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf Yawnk » Mið 29. Maí 2013 00:09

Arnarmar96 skrifaði:Ég er með spangir nuna, og hef verið með alveg síðan í 2010, sumarið þá.. átti að losna við þær í fyrra sumar, er ennþá með þessar spangir, ég lét gera þetta hjá einum í Keflavík, alltílagi með það svo flutti ég norður og þá byrjaði vesen, tannlæknir fyrir norað þurfti að fá ýmsar skrár og þannig rugl frá þessum í Keflavík og það tók sinn tíma, svo flutti ég aftur til keflavikur og nú þarf hinn að láta þennann í Keflavík fá skrárnar aftur og það er ekki að ganga svo ég þarf að vera með þetta ónýtt í kjaftinum á mér þanga til um 18 ára aldur þá fer ég þangað og læt rífa þetta úr mér.. moral of the story.. EKKI flytja í annað bæjarfélag á meðan þetta process er í gangi.. svo mikið vesen!

Haaa :popeyed

Afhverju ferðu ekki bara strax á morgun og lætur rífa þetta úr þér, hvað er vandamálið?
Fyrst þú áttir að losna við þetta sumarið 2012.
Skrár eða ei, þínar tennur??




Arnarmar96
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Sun 04. Nóv 2012 05:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf Arnarmar96 » Mið 29. Maí 2013 02:11

Yawnk skrifaði:
Arnarmar96 skrifaði:texti

Haaa :popeyed

Afhverju ferðu ekki bara strax á morgun og lætur rífa þetta úr þér, hvað er vandamálið?
Fyrst þú áttir að losna við þetta sumarið 2012.
Skrár eða ei, þínar tennur??


já ég veit, ég hringdi um daginn, og mér var sagt að ég þurfti eitthverjar skrár frá hinum aðilanum því ég er ekki 18 ára og eh kjaftæði bara, ég prufa að hringja aftur á morgun. svo er ég með eitthvað annað, beisli eða eh, það átti löngu buið að vera farið, ég er kominn með skemmdir undir járninu eða draslinu, ekkert hægt að hirða bakvið þetta...


Mobo: MSI B85M-E33 CPU: Intel Core i5 4670k Ram: 8gb 1600mhz Graphics: GTX 650 ti 1gb

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7500
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1164
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf rapport » Mið 29. Maí 2013 02:34

Ég var hjá Gísla Vilhjálms á sínum tíma og þarf að láta laga eina sem er komin á flakk og það hafa nær allir sem ég hef talað við mælt með Margréti Rósu, er það ekki hún sem er í Miðstræti eða einhverstaðar þarna í Þingholtunum?



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2222
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf kizi86 » Mið 29. Maí 2013 06:26

þarf að láta rífa úr mér 9 tennur í efri góm og fá implants og brú yfir, hjá henni sigríði rósu á réttarholtsveginum kostar þetta bara um 250k, fór til hennar í síðasta mánuði til að gera kostnaðaráætlun svo gæti leitað til eflingar með styrk fyrir þessu


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf fedora1 » Mið 29. Maí 2013 10:43

kizi86 skrifaði:þarf að láta rífa úr mér 9 tennur í efri góm og fá implants og brú yfir, hjá henni sigríði rósu á réttarholtsveginum kostar þetta bara um 250k, fór til hennar í síðasta mánuði til að gera kostnaðaráætlun svo gæti leitað til eflingar með styrk fyrir þessu


what, er 250k ekki per tönn ? Annars er þetta ótrúlega gott verð



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tannréttingar / Tannlæknar

Pósturaf Yawnk » Fös 31. Maí 2013 00:20

Úff, vona að einhver hér hefur látið taka úr sér implant, er að sjá græna skán í kringum sárið (í gómnum eftir implantið) og verki í nærliggjandi svæði, og ég á að nota góm, nú passar hann illa í, og finn fyrir þrýstingi í tönnum þegar ég nota hann, og verður bara talsvert óþægilegt.
Lét taka implantið úr seinasta þriðjudag, doksi sagði að þetta ætti að vera ''gróið'' eftir 3-4 daga.
*Kannski vert að nefna að áður en ég fór í aðgerðinna, passaði gómurinn alveg vel í, fann fyrir engum þrýsting, eða neitt slíkt, bara eðlilegt, hvað getur hafa komið fyrir?

Þetta implant var 'palatal implant, eða þaes http://goo.gl/FVYBQ

Hringdi í doksa og spurði með þetta græna í kringum sárið, og mér var sagt að þetta væri eðlilegt meðan sárið væri að gróa, en mér finnst þetta vera orðið frekar mikið grænt, mögulega sýking?

Ætti ég að láta athuga þetta betur, eða er ég bara með óþarfi panikk?

Vona að hér séu tannfróðir menn, eða menn með reynslu :happy