Standpumpur (fyrir hljól)

Allt utan efnis

Höfundur
fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Standpumpur (fyrir hljól)

Pósturaf fedora1 » Lau 25. Maí 2013 19:40

Sælir vaktarar
Langar til að kaupa mér sæmilega pumpu fyrir heimilið. Á litla handpumpu sem er alveg glötuð og var að spá í standpumpu.
Er einhver hér sem hefur vit á svona pumpum ? Ódýrasta pumpan sem ég hef séð er 3000kr. pumpa http://www.markid.is/beto-standpumpa/
Veit einhver um ódýrari eða betri fyrir lítið meira ?




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Standpumpur (fyrir hljól)

Pósturaf Bjosep » Lau 25. Maí 2013 22:59

Þú ert ekkert að fara að fá hana ódýrara. Flestar þessar pumpur kosta nær því 10 þúsaranum.

Ég er með eina Bontrager, ódýrustu týpuna úr Erninum, og ég borgaði minnir mig 8 þúsund fyrir hana.

Meira að segja litlu handpumpurnar kosta 2-3 þúsund þannig að maður setur spurningamerki við að standpumpa sé svona ódýr.




Höfundur
fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Standpumpur (fyrir hljól)

Pósturaf fedora1 » Sun 26. Maí 2013 10:11

Einmitt, ég var búinn að sjá það
hér er hein á 4000 http://www.motorhjol.is/ymsar-vorur/723-oxford-loftpumpa.html annars voru þær allar á 6 og uppúr http://hjolasprettur.is/aukahlutir/pumpur/cordo-easy-golfpumpur.html
Sumar með þrýstingsmæli, veit ekki hvort það skipti máli, hef alltaf sirkað þetta hingað til.




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Standpumpur (fyrir hljól)

Pósturaf Icarus » Sun 26. Maí 2013 16:31

Bjosep skrifaði:Þú ert ekkert að fara að fá hana ódýrara. Flestar þessar pumpur kosta nær því 10 þúsaranum.

Ég er með eina Bontrager, ódýrustu týpuna úr Erninum, og ég borgaði minnir mig 8 þúsund fyrir hana.

Meira að segja litlu handpumpurnar kosta 2-3 þúsund þannig að maður setur spurningamerki við að standpumpa sé svona ódýr.



Ég á svona Bontrager pumpu, gæðagripur, vel virði peningsins.

Munurinn tel ég á henni og svo eins og pumpan sem fæst í Hagkaup er í fyrsta lagi þrýstingsmælir sem er mikilvægt ef maður er í einhveri alvöru. Kæmi mér svo ekkert á óvart ef það mun muna helling á endingunni.