NTV vs. Hí vs. HR

Allt utan efnis

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf capteinninn » Mið 23. Jan 2013 16:29

Er að skoða að fara í eitthvað nám í tölvum og hef mest verið að skoða Kerfisfræðina í NTV.

Ég var samt að spá hvort það væri betra nám í HÍ eða HR og ég var að spá hvort einhver gæti gefið mér ráð varðandi þessa hluti.

Ég þekki tvo sem hafa lært í NTV og þeir tala vel um það en væri til í að heyra reynslusögur úr hinum skólunum líka



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf Hargo » Mið 23. Jan 2013 17:50

Ef þú vilt læra að forritun og hugbúnaðargerð þá myndi ég fara í háskólana. BS gráðan er líka higher rated heldur en nám hjá NTV án þess að gera lítið úr því.

Ef þú vilt læra um Windows Server, viðhald á netþjónum og útstöðvum, rekstur og uppsetningu á netkerfum þá eru Microsoft gráðurnar hjá NTV mjög fínar.




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf capteinninn » Mið 23. Jan 2013 20:19

Hargo skrifaði:Ef þú vilt læra að forritun og hugbúnaðargerð þá myndi ég fara í háskólana. BS gráðan er líka higher rated heldur en nám hjá NTV án þess að gera lítið úr því.

Ef þú vilt læra um Windows Server, viðhald á netþjónum og útstöðvum, rekstur og uppsetningu á netkerfum þá eru Microsoft gráðurnar hjá NTV mjög fínar.


Takk fyrir svarið, ég er bara að meta hvort ég muni endast í 3 ár í háskólanámi eftir að hafa verið í HÍ í 1.5 ár og er spenntari fyrir að taka þéttara nám á styttri tíma eins og mér sýnist NTV vera að gera.



Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf FreyrGauti » Mið 23. Jan 2013 20:30

Ég finn nú ekki neitt um kerfisfræðinám í ntv, geturu sett inn link?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf hagur » Mið 23. Jan 2013 20:35

Ef þú hefur hug á að klára B.Sc. gráðu í háskóla, svo ég tali nú ekki um eitthvað meira en það, þá myndi ég taka Kerfisfræðina í HR. Hún er 120 ECTS diploma nám. Veit ekki hvernig hún er í samanburði við Kerfisfræðinám í NTV, en eitthvað segir mér að nám úr HR/HÍ sé alltaf metið hærra en nám úr NTV (Fyrir utan auðvitað þær brautir/gráður/námskeið í NTV sem ekki eru kenndar í HR/HÍ). Svo er mjög lógískt framhald af Kerfisfræðinni að klára 60 ECTS í viðbót og ná sér í B.Sc. gráðu og þá ertu orðinn nokkuð vel settur hvað varðar atvinnumöguleika og svo áframhaldandi nám.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf ZiRiuS » Mið 23. Jan 2013 20:35




Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf hagur » Mið 23. Jan 2013 20:39

ZiRiuS skrifaði:http://www.ntv.is/is/taekninam_og_forritun/kerfisstjori


OK ... þetta er engan veginn sambærilegt við kerfisfræðina hjá HR. Þetta er "Kerfisstjóra"-nám, þ.e einblínt rekstur tölvukerfa o.þ.h.

OP, ertu búinn með stúdentspróf?




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf capteinninn » Mið 23. Jan 2013 20:48

hagur skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:http://www.ntv.is/is/taekninam_og_forritun/kerfisstjori


OK ... þetta er engan veginn sambærilegt við kerfisfræðina hjá HR. Þetta er "Kerfisstjóra"-nám, þ.e einblínt rekstur tölvukerfa o.þ.h.

OP, ertu búinn með stúdentspróf?


Stúdentspróf í félagsfræði úr MS. Var í Háskóla Íslands í félagsfræði í 1.5 ár og var að hætta núna.

Gerði mér alveg grein fyrir að nám í HR væri mun nákvæmara og detailað heldur en eins árs nám í NTV.

Inni í þessu er líka þarna CompTia +A gráða held ég.

Ég er ekki bara að einblína að taka þessa gráðu til að fá ákveðna vinnu heldur hef ég bara alltaf haft áhuga á tölvum og tölvukerfum og ætlaði upprunalega að fara í tölvunám en fór í staðinn í MS í félagsfræðina og langar að prófa tölvunám núna.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf hagur » Mið 23. Jan 2013 21:28

Skilðig ... þá er kerfisstjórabrautin hjá NTV eflaust fín svona til að fá nasaþef af þessu, en ég hugsa að það sé frekar einhæft nám samt.

Annars get ég bara sagt þér hvernig kerfisfræðin og tölvunarfræðin í HR er, ég tók þann pakka með fullri vinnu og sé ekki eftir því. Mjög sáttur við flest hjá HR. Var c.a 5 ár að klára þetta þannig, nám sem tekur 3 ár ef það er tekið alveg full time.

Bottom line, ef þú nennir/hefur áhuga á aðeins strembnara námi, sem tekur lengri tíma og kostar eflaust meira í heildina = Kerfisfræði í HR.




oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf oskarom » Mið 23. Jan 2013 21:57

Bara það að hafa BS í dag skiptir mjög miklu máli þegar kemur að því að finna sér vinnu.

En að því undanskildu þá var ég að klára BSc í tölvunarfræði í HR síðastliðið vor og mig langar no joke að fara aftur, skemmtilegasta tímabil lífs míns og besta ákvörðun sem ég hef tekið.

Kíktu á þetta hérna, http://www.ru.is/td/grunnnam/kerfisfraedi/

Þetta er 2 ára diploma nám, þegar þú hefur lokið því geturu tekið ákvörðun um hvort þú viljir bæta við 3ja árinu og klárað BSc gráðuna, sem ég efast ekki um að þú gerir ef þú ert búinn að vera þarna í 2 ár :)


kv.
Óskar




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf capteinninn » Mið 23. Jan 2013 22:19

Þakka góð svör, ég set það í kalt mat hvort ég ætti að fara bara í RU frekar en í NTV.

Ég er bara hræddur um að ég byrji í náminu og hafi svo ekki áhuga, þyrfti kannski að fara í einhverja kynningu hjá þeim eða eitthvað álíka til að sjá hvað þetta er nákvæmlega svo ég byrji ekki og hætti svo eins og ég gerði í Háskólanum.

Hvað kostar annars námið í HR ?



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf Hargo » Mið 23. Jan 2013 22:30

Mér finnst reyndar kerfisfræðin í HR keimlík tölvunarfræðinni, sami grunnurinn og þú getur svo bætt við þig auka ári til að klára BSc í tölvunarfræði.

Ég hef stundað nám bæði í NTV og HR og þetta er í raun allt annað sem boðið er upp á. Þú lærir ekkert á Windows Server í HR, þú lærir ekkert um deployment á stýrikerfum eða neitt um viðgerðir á biluðum tölvum.

NTV námið er mjög praktískt og virkilega skemmtilegt. Ég sá ekki eftir þeim pening og tíma sem ég setti í mínar Microsoft gráður og Comptia gráðu hjá þeim. Hóparnir eru litlir og mjög auðvelt aðgengi að kennurum sem eru vingjarnlegir og alltaf tilbúnir að hjálpa. Mjög heimilislegt andrúmsloft.

HR er einnig mjög flottur skóli og með öflugt félagslíf. Ef þú hefur gaman af forritun þá er HR mjög gott val, hinsvegar finnst mér eiginlega ekki hægt að bera það saman við Microsoft gráðurnar hjá NTV - þetta er allt öðruvísi nám.




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf capteinninn » Mið 23. Jan 2013 22:33

Hargo skrifaði:Mér finnst reyndar kerfisfræðin í HR keimlík tölvunarfræðinni, sami grunnurinn og þú getur svo bætt við þig auka ári til að klára BSc í tölvunarfræði.

Ég hef stundað nám bæði í NTV og HR og þetta er í raun allt annað sem boðið er upp á. Þú lærir ekkert á Windows Server í HR, þú lærir ekkert um deployment á stýrikerfum eða neitt um viðgerðir á biluðum tölvum.

NTV námið er mjög praktískt og virkilega skemmtilegt. Ég sá ekki eftir þeim pening og tíma sem ég setti í mínar Microsoft gráður og Comptia gráðu hjá þeim. Hóparnir eru litlir og mjög auðvelt aðgengi að kennurum sem eru vingjarnlegir og alltaf tilbúnir að hjálpa. Mjög heimilislegt andrúmsloft.

HR er einnig mjög flottur skóli og með öflugt félagslíf. Ef þú hefur gaman af forritun þá er HR mjög gott val, hinsvegar finnst mér eiginlega ekki hægt að bera það saman við Microsoft gráðurnar hjá NTV - þetta er allt öðruvísi nám.


Er einmitt ekkert sérstaklega spenntur fyrir forritun sem slíkri heldur frekar í eins og þú kallaðir það praktískri notkun, hef verið að fletta í gegnum CompTia bókina sem félagi minn var að nota í náminu í fyrra og mér finnst þetta vera allt sniðugt þótt ég vissi eitthvað af því fyrirfram.
Ég væri helst að meta að taka Kerfisfræðina í NTV og klára svo þessi aukapróf líka



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1521
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf vesi » Mið 23. Jan 2013 22:37

er í kerfistjóranum í ntv og líkar það frábærlega, hefur klárlega kveikt áhuga á frekara tölvutengdu námi. Er ekki með stúdent svo þetta var besti kosturinn fyrir mig, get bara sagt góða hluti um ntv.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3162
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 24. Jan 2013 01:30

Fer eftir því hvað þú villt læra , ég er búinn að taka kerfisumsjón í Ntv ,MCITP í Promennt og 1 ár í tölvunarfræði í Hr , bottom line eftir 1 ár í tölvunarfræði sá ég fljótt að ég er að finna mig betur í kerfisstjóra námi.
Þú lærir ekki mikið um Microsoft, Cisco eða vmware í háskólunum en þetta er allt spurning um að finna sig í því sem maður hefur áhuga á. Í Hr þá fannst mér verið að stýra manni í að vera forritari þannig að ég sá það fljótt að það væri ekki alveg að virka fyrir mig (enn sem komið er). Í dag er maður að læra á eigin spítur networking, linux og verslar sér Cisco bækur ,networking emulator kerfi í gegnum Amazon og læri þetta í gegnum CBT nuggets (Ótrúlega mikið sem maður getur lært í gegnum það að lesa sig í gegnum bækur og horfa á myndbönd). Hins vegar er gott að hafa aðgang að manneskju ef maður þarf þarf að fá upplýsingar um þá hluti sem maður er óviss með, þá er gott að spurja sig hvort 250-300.000 kr séu þess virði að fara í Ntv eða Promennt. Í dag er ég með aðgang að fólki til að spurja útí þá hluti sem ég er óviss með (Hafði það ekki áður fyrr) þannig að ég borga frekar 20-25 þús kall í bækur og 20-30 þús í próftökugjald í stað þess að fara í einkaskóla. En hvað sem þú gerir.
Gangi þér vel :happy


Just do IT
  √

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 28. Jan 2013 14:02

Gott að byrja á Kerfisstjóranámi í NTV/Promennt

Ég er með MCITP og það dugði mér til að komast fyrst inn hjá Nýherja og núna Advania.
Þessi fyrirtæki meta svona nám og kunnáttu, horfa ekki bara í Háskólanámið.

Ég sjálfur er að spá í háskóla en er ekki viss hvað ég geri. Hvort ég fari í Tölvunarfræði (ég er enginn forritari og er ekki viss hvort það eigi við mig að læra það) eða Kerfisfræði

Einnig er sterkur leikur að verða sér út um CCNA gráðu frá Cisco. Netmenn eru valuable



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf tdog » Mán 28. Jan 2013 16:25

Netgráðurnar fara að að skila miklu núna þegar IPv6 er eins og snjóhengja yfir fyrirtækjum sem vita ekkert hvaðan á þau snýr veðrið.




gnz
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Þri 05. Júl 2011 13:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf gnz » Mán 28. Jan 2013 16:31

Það eina sem Kerfisfræðingur frá HR og Kerfisfræðingur frá NTV eiga sameiginlegt er nafnið, Kerfisfræðingur
Kerfisfræðingur frá HR er fyrst og fremst hugbúnaðarsmiður (forritari) en Kerfisfræðingur frá NTV sér meira um það sem snýr að rekstri tölva og tölvukerfa.

Kerfisfræðingur frá HR var á sínum tíma leið markarðarins til að búa til hands-on forritara sem sárlega vantaði á þeim tíma.
Þeir gátu þá ekki kallað sig tölvunarfræðinga því það þarf háskólagráðu til þess, tæknilega.
Þeim var því puðrað út, með diplómu í hönd, eftir tveggja ára nám þar sem unnin eru t.d. 3 praktísk lokaverkefni, í hóp, með öllum bjöllum og flautum hugbúnaðarfræðinnar.
HÍ var þá einungis að búa til tölvunarfræðinga, byrjuðu á erfiða stöffinu og fengu svo að forrita (minnir mig, gæti verið að tala út um ra*****ið núna)
Í HR byrjaðir þú bara að hanna og smíða tölvuforrit og þriðja árið í HR er síðan fræðilega árið sem þú verður að taka til að geta útskrifast með gráðu.


NTV (alls ekki tæmandi listi):
Uppsetning á tölvum notenda (samsetning,viðgerðir,stýrikerfi)
Uppsetning servera (Windows Server, Linux server etc., upsetning á server hardware )
Uppsetning netkerfa (hvernig á þetta drasl allt saman að tala saman, eldveggir, policy'ur o.þ.h.)

Að sjálfsögðu er einhver skörun en þetta er svona basically línan.

So...
Ef þú vilt forrita án gráðunnar sem þú gætir þá í framhaldi farið með til útlanda þá velur þú Kerfisfræðinám í HR
Ef þú vilt forrita með gráðu og fræðigreinunum sem fylgja B.Sc. gráðu þá tekur þú tölvunarfræði við HÍ eða HR
Ef þú vilt sjá um daglegan rekstur á vélbúnaði fyrirtækis eða þjónustu við starfsfólk eða viðskiptavini fyrirtækis þá velur þú Kerfisfræðina í NTV (og bætir svo við þig eftir þörfum).

Svo er að sjálfsögðu hægt að multiclassa :happy



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf Hargo » Mán 28. Jan 2013 17:59

gnz skrifaði:Það eina sem Kerfisfræðingur frá HR og Kerfisfræðingur frá NTV eiga sameiginlegt er nafnið, Kerfisfræðingur
Kerfisfræðingur frá HR er fyrst og fremst hugbúnaðarsmiður (forritari) en Kerfisfræðingur frá NTV sér meira um það sem snýr að rekstri tölva og tölvukerfa.

Kerfisfræðingur frá HR var á sínum tíma leið markarðarins til að búa til hands-on forritara sem sárlega vantaði á þeim tíma.
Þeir gátu þá ekki kallað sig tölvunarfræðinga því það þarf háskólagráðu til þess, tæknilega.
Þeim var því puðrað út, með diplómu í hönd, eftir tveggja ára nám þar sem unnin eru t.d. 3 praktísk lokaverkefni, í hóp, með öllum bjöllum og flautum hugbúnaðarfræðinnar.
HÍ var þá einungis að búa til tölvunarfræðinga, byrjuðu á erfiða stöffinu og fengu svo að forrita (minnir mig, gæti verið að tala út um ra*****ið núna)
Í HR byrjaðir þú bara að hanna og smíða tölvuforrit og þriðja árið í HR er síðan fræðilega árið sem þú verður að taka til að geta útskrifast með gráðu.


NTV (alls ekki tæmandi listi):
Uppsetning á tölvum notenda (samsetning,viðgerðir,stýrikerfi)
Uppsetning servera (Windows Server, Linux server etc., upsetning á server hardware )
Uppsetning netkerfa (hvernig á þetta drasl allt saman að tala saman, eldveggir, policy'ur o.þ.h.)

Að sjálfsögðu er einhver skörun en þetta er svona basically línan.

So...
Ef þú vilt forrita án gráðunnar sem þú gætir þá í framhaldi farið með til útlanda þá velur þú Kerfisfræðinám í HR
Ef þú vilt forrita með gráðu og fræðigreinunum sem fylgja B.Sc. gráðu þá tekur þú tölvunarfræði við HÍ eða HR
Ef þú vilt sjá um daglegan rekstur á vélbúnaði fyrirtækis eða þjónustu við starfsfólk eða viðskiptavini fyrirtækis þá velur þú Kerfisfræðina í NTV (og bætir svo við þig eftir þörfum).

Svo er að sjálfsögðu hægt að multiclassa :happy


Mjög góð útlistun á þessu. Tek undir þetta.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf natti » Mán 28. Jan 2013 19:05

gnz skrifaði:Ef þú vilt forrita án gráðunnar sem þú gætir þá í framhaldi farið með til útlanda þá velur þú Kerfisfræðinám í HR
Ef þú vilt forrita með gráðu og fræðigreinunum sem fylgja B.Sc. gráðu þá tekur þú tölvunarfræði við HÍ eða HR
Ef þú vilt sjá um daglegan rekstur á vélbúnaði fyrirtækis eða þjónustu við starfsfólk eða viðskiptavini fyrirtækis þá velur þú Kerfisfræðina í NTV (og bætir svo við þig eftir þörfum).

Svo er að sjálfsögðu hægt að multiclassa :happy


Ef þú hefur það í þér að klára Kerfisfræði í t.d. HR (og endar með "diplómu"), þá bætiru auðvitað við þig einu ári og klárar BSc.

Það má samt ekki gleyma einu:
Ótrúlega mörg fyrirtæki (og flestallar stofnanir) horfa fyrst og fremst á háskólagráður (BSc eða hærra) í ráðningarferlinu.
(Svo ég tali nú ekki um ef þig langar erlendis einhverntímann...)
Ráðningaskrifstofur og þeir einstaklingar sem sjá um ráðningaferli fyrirtækja byrja oftar en ekki á að filtera út alla sem eru ekki með háskólapróf (í langflestum atvinnuauglýsingum þá er gerð krafa um slíkt), þannig þú getur verið búin(nn) með heilan helling í NTV án þess að komast einusinni á lista.

Þess fyrir utan, ef þú ert svo heppinn að komast einhvernstaðar inn án háskólagráðu, þá geturu auðveldlega verið skilinn útundan þegar kemur að stórum/skemmtilegum verkefnum og/eða launahækkunum því þú ert ekki með háskólagráðu.
Þetta veltur mikið á því hversskonar yfirmann þú ert með hverju sinni. (Og þeir koma og fara eins og annað starfsfólk.)

Ég myndi því segja að það er í öllum kringumstæðum skynsamlegt að setja stefnuna á amk BSc.
Allt sem þú bætir ofan á það (t.d. via NTV eða sambærilegt) er svo bara bónus.

Þú getur vel víxlað röðinni (t.d. tekið NTV fyrst), en þá bara muna að halda áfram. :)


Mkay.


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf capteinninn » Mán 28. Jan 2013 19:32

Held ég fari fyrst í NTV því ég hef meiri áhuga á uppsetningu á tölvukerfum og slíku frekar en forritun sem slíka.

Tek svo kannski Háskólanám ef áhugi fyrir því vaknar eftir að hafa klárað námið í NTV




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: NTV vs. Hí vs. HR

Pósturaf hkr » Mán 28. Jan 2013 19:51

hannesstef skrifaði:Held ég fari fyrst í NTV því ég hef meiri áhuga á uppsetningu á tölvukerfum og slíku frekar en forritun sem slíka.

Tek svo kannski Háskólanám ef áhugi fyrir því vaknar eftir að hafa klárað námið í NTV


Ég mynd samt sem áður taka einhverja forritun með t.d. perl eða python. Það er ekkert nema kostur að geta sett upp einföld script til þess að gera ýmsa síendurtekna hluti sjálfvirka.

Gætir tekið basic námskeið í python á t.d. edx eða coursera.