Grunsamlegur reikningur frá TAL

Allt utan efnis
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3759
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf Pandemic » Þri 15. Jan 2013 17:55

Ég hef nokkrum sinnum hreinsað upp svona botnet vírusa sem eru að nota erlenda gagnamagnið. Sá síðasti tók 7.5Gb á dag.
Auðvitað veistu ekkert um vírusinn ef vírusvörnin finnur hann ekki. Það er ekki eins og þeir séu með pop-up "hér er ég"



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf Frantic » Þri 15. Jan 2013 18:05

Sallarólegur skrifaði:Myndi endilega athuga hvort þeir séu ekki til í að lækka þetta eitthvað, en það eru mjög litlar líkur á því að þeir séu að mæla þetta vitlaust.

Kíkti á notkunina mína hjá Tal í desember og þá var hún röng. Upphæðin var 70GB meira en það sem ég var í raun búinn að downloada.
Þetta var lagað fljótlega en gæti verið að þetta hafi gerst í 3G líka og að þeir hafi ekki lagað það eða ekki vitað af því?
Það er allavega til dæmi um að þeir klúðri talningunni svo ég myndi ekki ganga út frá því að talningin sé rétt.




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf hkr » Þri 15. Jan 2013 18:27

Pandemic skrifaði:Ég hef nokkrum sinnum hreinsað upp svona botnet vírusa sem eru að nota erlenda gagnamagnið. Sá síðasti tók 7.5Gb á dag.
Auðvitað veistu ekkert um vírusinn ef vírusvörnin finnur hann ekki. Það er ekki eins og þeir séu með pop-up "hér er ég"


Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég keyri GMER og Hijackthis reglulega, einnig hef ég hent upp wireshark og látið það skanna networkið á meðan tölvan er idle.. þessar blessuðu vírusvarnir eru alltaf 1-2 skrefum á eftir :(



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3759
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf Pandemic » Þri 15. Jan 2013 19:36

Eitt sem er innbyggt í Windows og er mjög sniðugt til að sjá notkun er Resource Monitor. Mæli með að skoða það.




spankmaster
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2009 00:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf spankmaster » Þri 15. Jan 2013 21:01

Sallarólegur skrifaði:Geturðu ekki samið við þá um þetta?

En það er ekki erfitt að eyða gagnamagni á 3G, þú getur verið að ná á ca. 1-4 Mb/s hraða, svipað og slappar ADSL tengingar.

Ættir að geta downloadað ca. 80-300 GB á mánuði skv. mínum útreikningum.

Myndi endilega athuga hvort þeir séu ekki til í að lækka þetta eitthvað, en það eru mjög litlar líkur á því að þeir séu að mæla þetta vitlaust.


ég er með 3g tengingu hjá vodafone sem ég er búinn að vera með síðan í júlí 2011, og í nokkra mánuði í röð, sirka 4 eða 5, þá mædu þeir alltaf vitlaust og ég þurfti að hringja í þá um hver mánaða mót og láta þá athuga málið og laga reikningin. Og málið var að það var einhver vittleysa í kerfinu hjá þeim, sundurliðunnin var alltaf bara einhver djók eitt eða tvö mega byte á daga í fleirri fleirri daga og svo allt í einu 15 Giga byte þegar ég var ekki einu sinni heima (og nei nágranninn er ekki að stela netinu mínu, ég bý út í sveit. Á sveita bæ). :no Þannig að ég á alltaf soldið erfitt með að kyngja svona staðhæfingum um að mælingarnar hjá þeim geta ekki verið rangar, og það sé alltaf notandinn sem á í sök :mad1
Þeir geta alveg verið með bull mælingu í höndunum og ættu að sjá sér hag í því að viðurkenna það. og nú ætla ég að hætta að skrifa meira áður en ég verð of pirrraðu og reiður út í 3G tengingar og þá fáranlegu staðreind að öll umferð telur í gangamagn, upp og niður. innlent og útlent (ffs ég þarf að hugsa mig um tvisvar hvort ég geti downloadað steam leik þennan mánuðinn eða ekki :mad :mad :mad :mad :mad )




Höfundur
Robertas Denton
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Þri 27. Des 2011 02:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf Robertas Denton » Þri 15. Jan 2013 22:28

Þeir hjá Tal eru búnir að bjóða helmings afslátt en ég sætti mig samt engan veginn við það því ég kannast ekki við þessa notkun og ef einhver kemur með svona svaka háa kröfu á mann eins og í þeirra tilviki þá finnst mér það lágmark að viðkomandi verði nú að færa meiri rök fyrir því en bara að senda manni bara einhverjar tölur á blaði sem segja manni ekki neitt nýtt.




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf Vaktari » Þri 15. Jan 2013 22:33



AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf AntiTrust » Þri 15. Jan 2013 23:33

Robertas Denton skrifaði:Þeir hjá Tal eru búnir að bjóða helmings afslátt en ég sætti mig samt engan veginn við það því ég kannast ekki við þessa notkun og ef einhver kemur með svona svaka háa kröfu á mann eins og í þeirra tilviki þá finnst mér það lágmark að viðkomandi verði nú að færa meiri rök fyrir því en bara að senda manni bara einhverjar tölur á blaði sem segja manni ekki neitt nýtt.


Biddu þá um að sýna þér sundurliðun eftir klukkutímum og staðfestingu á uppruna. Ætti að vera hægt að sýna fram á að þetta gagnamagn sé óumdeilanlega að koma frá þínu 3G SIM korti (IMSI númeri).

Þegar búið er að taka af allan vafa um að rótin séu þín tæki, er held ég réttarlega afskaplega lítið sem þú getur farið framá - ég sé a.m.k. því miður ekkert í skilmálum Tals sem gæti hjálpað þér frekar með þetta mál. Þú berð vissulega ábyrgð á eigin tækjum sjálfur, hvort sem e-r hefði stolist í vélina hjá þér eða um vírus væri að ræða.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf dori » Mið 16. Jan 2013 00:19

En eiga þeir ekki að slökkva á þjónustu þegar þú ert kominn í aukaþjónustu sem er 50x upphæðin á þjónustunni sem er verið að kaupa? Þetta er a.m.k. á mjög dökkgráu svæði siðferðislega (reyndar viðskipti og viðskiptasiðferði virðist vera eitthvað sem er mjög lítil virðing borin fyrir).




oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf oskarom » Mið 16. Jan 2013 00:32

Var ekki komið eitthvað þak á svona rukkun? Eða var það bara fyrir gagnamagn yfir reikisamninga?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf dori » Mið 16. Jan 2013 01:02

oskarom skrifaði:Var ekki komið eitthvað þak á svona rukkun? Eða var það bara fyrir gagnamagn yfir reikisamninga?

Það var bara fyrir reiki. En mér finnst mjög óeðlilegt að þegar þú ert með þjónustu sem á að kosta 2000 kr. á mánuði láta þeir þig ekki vita eða gera þjónustuna óvirka þegar þú ert kominn í ofnotkun sem býður upp á rukkun sem er margfalt það sem upphaflega þjónustan á að kosta þig.

Also, ef þeir eru að semja svona. Þá myndi ég aldrei sætta mig við að borga meira en sirka 3x30GB pakka sem myndi verða 7500 kr. (talsvert minna en 75 þúsund sem þeir eru að bjóða þér, skilst mér). Það er alveg ótrúlegt að þeir geti leyft sér að rukka svona mikið fyrir hvert umfram megabæt. Það er eins og viðskiptamódelið þeirra sé að fólk mun fara yfir notkunina sína og borga extra.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6349
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 452
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf worghal » Mið 16. Jan 2013 01:11

i sambandi við að gera samning.
þá í sumar var ég án nets og notaðist við tethering á símanum í 3g.
ég er hjá nova og gerði mér fulla grein um það að reikningurinn sem ég fengi yrði himin hár og toppaðist hann í um 24þ minnir mig.
einn daginn hringir einhver úr nova og segir mér frá því að ég sé að nota of mikið af gagnamagni miðað við þá leið sem ég kaus að nota og bauð mér því að "kaupa" nokkur gb og lækka því reikninginn.
eftir að það var gert fór reikningurinn í um 8þús eða aðeins minna.

skil ekki af hverju þetta hafi ekki verið gert hjá Tal líka.

er ekki tal með 10gb á 500kr?
geturu ekki bara talað þá til og látið þetta verða að 7x500kr ?
Síðast breytt af worghal á Fim 07. Feb 2013 17:33, breytt samtals 1 sinni.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7403
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1128
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf rapport » Mið 16. Jan 2013 01:33

Mynd

Ég mundi bjóða þeim að gera þetta upp á verði samkeppnisaðila skv. mynd...

c.a. 15*1500 +/- einhver gjöld = 25.000 kr.

Ef ekki, þá fara með þetta í blöðin, DV hefur gert veður út af týndum jökkum á djamminu, þetta verður líklega forsíðufrétt...



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf GuðjónR » Mið 16. Jan 2013 12:18

Var Tal ekki að bjóða 10GB á 500kr.?

Muniði eftir þessu:
viewtopic.php?f=18&t=21763&p=205924&hilit=%C3%ADslandss%C3%ADmi#p205924



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6349
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 452
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf worghal » Mið 16. Jan 2013 12:25

GuðjónR skrifaði:Var Tal ekki að bjóða 10GB á 500kr.?

Muniði eftir þessu.

allavega eru bílarnir þeirra enþá merktir "10gb á 500kr"


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf TraustiSig » Mið 16. Jan 2013 12:38

GuðjónR skrifaði:Var Tal ekki að bjóða 10GB á 500kr.?

Muniði eftir þessu.


10GB á 500kr á við GSM símanúmer sem eru í áskrift.


Now look at the location


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6350
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf AntiTrust » Mið 16. Jan 2013 14:55

Mér finnst reyndar fáránlegt að ætlast til að þeir fari að miða sig við verð samkeppnisaðila - gæti ég þá ekki allteins farið fram á það með mínar þjónustur? Engin verðvernd í gangi hjá þeim frekar en öðrum ISP.

Fyndist þó öllu eðlilegra að kúpla þetta bara yfir á 4x30GB plan, borga þeim 10þús og allir sáttir. En svo getur verið að það sé limit á 1stk 30GB plan í hverjum mánuði, og þá ertu svosem betur settur með helmingstilboðið þeirra.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf tlord » Fim 07. Feb 2013 12:25

hvernig endaði þetta?




yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf yamms » Fös 08. Feb 2013 16:39

tal hringdi í mig áðan og vildi endilega bjóða mér þjónustu, gott verð og mjög ódýrt að fara á 3g.
Benti þeim að lesa þennan þráð með sínu "ódýra" 3g neti.




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf steinarorri » Fös 08. Feb 2013 16:53

yamms skrifaði:tal hringdi í mig áðan og vildi endilega bjóða mér þjónustu, gott verð og mjög ódýrt að fara á 3g.
Benti þeim að lesa þennan þráð með sínu "ódýra" 3g neti.


Flottur :D



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf Plushy » Fös 08. Feb 2013 17:00

steinarorri skrifaði:
yamms skrifaði:tal hringdi í mig áðan og vildi endilega bjóða mér þjónustu, gott verð og mjög ódýrt að fara á 3g.
Benti þeim að lesa þennan þráð með sínu "ódýra" 3g neti.


Flottur :D


Já, flottur að tala svona til sölufulltrúa sem veit ekkert með þetta mál og hefur ekkert með þetta að gera né hefur áhrif á verðin. :-k




yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL

Pósturaf yamms » Fös 08. Feb 2013 17:07

Plushy skrifaði:
steinarorri skrifaði:
yamms skrifaði:tal hringdi í mig áðan og vildi endilega bjóða mér þjónustu, gott verð og mjög ódýrt að fara á 3g.
Benti þeim að lesa þennan þráð með sínu "ódýra" 3g neti.


Flottur :D


Já, flottur að tala svona til sölufulltrúa sem veit ekkert með þetta mál og hefur ekkert með þetta að gera né hefur áhrif á verðin. :-k


Ég veit ekki hvort þið haldið að ég hafi verið ókurteis eða hvort það komi bara svona fram í þessum texta hjá mér? Ég var mjög slakur og almennilegur við hann og hann við mig. Ég sá bara ekki hag minn í að færa mig yfir og svo benti ég honum í lok símtalsins að kíkja hingað því þetta 3g net virðist geta farið í algjört rugl. Hann ætlaði að skoða þetta en auðvitað veit ég ekkert hvort eitthvað verður af því eða ekki....

kv.