
Mættur þarna niðreftir kl. 12:15 til þess að versla mér móðurborð.
Tek miða strax.
Reyni að finna móðurborðin, spyr einhvern starfsmann eftir u.þ.b. 5 mínútur af blindu, hann fylgir mér góðfúslega að afgreiðsluborðinu
og ég reyni að píra augun í það hvað þetta kostar, sé að þetta er allt á sama verði og þetta var á vefsíðunni í gærkvöldi... hm?
"Er ekki afsláttur á móðurborðum?" - Ég "Nei greinilega ekki" - Starfsmaður

Hugsandi "Uuuu ok flott Tölvutek takk fyrir þetta" spyr ég "En af örgjörvum?" þar sem að ég er líka að fara að kaupa slíkan, hann labbar svona 10 skref til hægri með mér
og já við sjáum að það stendur 20% undir 2 af 5 örgjörvunum þarna og hann svarar "Jú" og bendir mér á þessa miða.
Reikna afsláttinn af 32900 krónum og jújú þetta fer þá undir ódýrasta verðið á i5 3450 á Vaktinni - fínt hugsa ég.
Á eftir 40 númerum í röðinni bíð ég þarna í 35 mínútur og fæ síðan afgreiðslu, fínt mál, "32900 krónur" - Starfsmaður

"Ha? Er ekki 20% afsláttur?" og hann bendir mér á að þessi 20% afsláttarmiði er af músamottunni eða hvaðþettadraslnúvar fyrir neðan örgjörvana.
Svo skemmtilega vildi svo til að báðir 20% miðarnir voru miðjaðir fullkomnlega undir örgjörvum 2 og 4 í uppröðuninni sinni 12345.
Snilld. Ekki afsláttur á stöku móðurborði{?} og allt svo illa merkt að meira að segja starfsmaður misskildi það.

Ég bíð eftir skýringu frá einhverjum Tekara á þessu móðurborðsafsláttsmáli.
