Þú skilur ekki hvað við erum að tala um. Það er alveg jafn mikil vinna fyrir þá að búa til pappíra fyrir sendingu sem er 200 króna virði og sendingu sem er 20000 króna virði. Ef þú vilt ekki borga tollmeðferðargjald fyrir svona litla pakka hættu þá að panta þá því að þetta hefur alltaf verið svona og ef þú slappst einu sinni varstu bara heppinn. Þetta er nú einusinni á verðskránni hjá Póstinum.pattzi skrifaði:Hef verið að versla mér heyrnartól,símahulstur og fleira á ebay á c.a 1.99 dollara eða 0.99 einhvað fáránlega lítið og ég þarf alltaf að borga 550 kr í toll fáránlegt tollmeðferðargjald
Það er náttúrulega alltaf vesen með notaða hluti þegar þú ert ekki með nótu frá "alvöru seljanda". Í þessu tilfelli hefðirðu átt að geta sýnt þeim nákvæmlega hvað þú borgaðir honum og þeir þannig séð geta ekki rifist við þig. Ef þú getur ekki sýnt neina pappíra (sem er stundum tilfellið þegar það eru svona "milli vina" viðskipti) þá geta þeir metið hlutinn m.v. hvað hann kostar almennt úti. Og þá finna þeir yfirleitt það dýrasta sem hann er seldur á. Ég veit um mjög slæmt tilfelli af þessu þar sem félagi minn var að fá jólagjöf frá fyrirtæki og hefði átt að borga rugl mikinn pening í tolla og gjöld þegar þetta var miklu minna virði m.a.s. af síðu framleiðanda (ennþá ódýrara á ebay t.d.) en þeir fundu þetta á einhvern meiri pening einhversstaðar á netinu og neituðu að fara eftir öðru en því.goldmattress skrifaði:Ég keypti Blackwidow af breskum clanmate mínum borgaði honum 60$ fyrir borðið og sendinga kostanað(um 20 pund). Þegar ég fæ toll skýrsluna metur tollurinn notað lyklaborð á 18,000, nýtt kostar borðið 13000. Ég nennti ekki að vera að rífast við tollinn en ef hann gerir þetta við all þá getur verið að ríkið hafi talsvert uppúr þessu svindli.
En hérna erum við samt að tala um Tollinn. Það vita allir að Tollurinn elskar að vera með bögg og hirða meiri peninga af okkur en þeir ættu að gera. Þessi þráður snýst um Tollmiðlun Póstsins og hvernig þeir áætla hluti sem er hvergi tekið fram án þess að láta vita og láta þig borga meira en þú ættir að þurfa.