Satt að segja þá gerði ég ekki nógu mikinn samanburð á þessum lausnum þegar ég setti þetta upp. Ég fór á Wikipedia og sótti lista yfir open source torrent clienta, lista yfir clienta sem hafa webui (og eitthvað fleira sem ég vildi) og svo lista yfir clienta sem keyra á linux. Svo gerði ég bara intersection á þessi set og setti upp og prufaði það fyrsta sem ég fann. Ég held að einhver hafi verið búinn að tala ágætlega um Deluge fyrir svo að það var það sem ég valdi fyrst (og það virkaði fyrir mig).
Þetta var aðallega magnet linka stuðningur og webui sem skipti mig máli. Það fyrra minnkaði listann alveg rosalega.
Ég er með þetta sett upp á Debian boxi (sem ég setti upstart upp á) og ég er að keyra deluge 1.3.5 sem er held ég nýjasta útgáfa, var það allavega um tíma. Ég keyri þetta svo með upstart scriptum. Það mikilvægasta sem ég þurfti að gera var að setja umask=000 svo að hver sem er gæti lesið skrána. Annars eru þær bara standard eins og á Deluge wiki síðunni.
Reyndar hefur það krassað hjá mér en ég restartaði því bara. Það hefur ekki verið vandamál svo að ég hef ekki ennþá bætt respawn flagginu við upstart scriptið.
webui sem kemur með því er frekar vangefið (rosalega mikið að herma eftir GTK útlitinu) og það eru nokkrir hlutir við það sem ég fíla ekki. En á meðan þetta virkar og ég get m.a.s. sett torrent inn í gegnum símann hjá mér þá er mér bara sama og læt þetta duga.