Var að leika mér aðeins með það concept hvort það gengi upp að vera með íslenskan opinn torrent tracker.
Fiktaði aðeins með forrit sem heitir OpenTracker og setti það upp á tot.is.
Það eru 2 concept sem ég er þá aðalega að skoða (og prófa) hvað þetta varðar:
- Tracker álag
- Lagaleg tenging milli tracker og höfundaréttarlögin
Ætlaði bara að opinbera þessu verkefni hérna og sjá til með hvað framtíðin ber í skaut. Það hafa verið mikið af torrent síðum verið að poppa inn og út og með því að stilla 3rd party tracker á torrent skrárnar að þá, þó að hýsingarsíðan dettur niður, þá mun það ekki stoppa alla traffík.
Reyndar þá verður ekki hægt að fylgjast með deilimagn (og þá hlutfall) hvers notenda fyrir sig en svona í alvöru sagt, þá hefur mér alltaf fundist það vera svolítið fáranlegt þegar síður gera það.