Richard Stallman í Silfri Egils

Allt utan efnis

Höfundur
Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Richard Stallman í Silfri Egils

Pósturaf Bjosep » Sun 11. Nóv 2012 23:09

Sælir

Veit ekki hversu margir ykkar horfðu á Silfur Egils í dag en fannst sérlega áhugavert að hlusta á Richard Stallman tala. Ég minnist þess að á hann hafi verið minnst hér áður en ég verð eiginlegast að viðurkenna að ég náði svo sem aldri hver pælingin á bakvið frjálsan/opinn hugbúnað væri. Hann var svo sem ekkert að segja neitt sem er nýtt fyrir mörgum hérna en þeir ykkar sem ekki þekkja mikið til hans ættuð endilega að hlusta á þetta viðtal, óháð því hvort þið svo eruð sammála því sem hann segir eða ekki.

http://www.ruv.is/sarpurinn/silfur-egils/11112012-0

Viðtalið við Richard Stallman byrjar á 58:00 um það bil.

Svona fyrir þá ykkar sem nennið kannski ekki að hlusta á 20 mín viðtal að þá ræddi hann um mikilvægi þess fyrir samfélagið/lýðræðið að hugbúnaður sé frjáls/opinn á þann hátt að stórfyrirtæki geti ekki takmarkað notendur hugbúnaðarins að vild. Hann ræðir einnig um gagnadeilingu og mikilvægi hennar fyrir samfélagið.

Langaði bara að benda mönnum á þetta. Hann var líka með fyrirlestur í HR skildist mér. Mögulega einhverjir sem sóttu þann fyrirlestur.

Allavega, kærar kveðjur í rokinu á þessu mjög svo fallega sunnudagskvöldi.



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Richard Stallman í Silfri Egils

Pósturaf Dagur » Mán 12. Nóv 2012 13:01

Þetta fór alveg framhjá mér. Takk fyrir að benda á þetta.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Richard Stallman í Silfri Egils

Pósturaf capteinninn » Mán 12. Nóv 2012 13:46

Ég hafði aldrei heyrt í honum áður en hann kemur fram með margar góðar pælingar.

Maður vildi bara óska að það væri hlustað á menn eins og hann þegar kemur að leyfisveitingum og höfundarréttarlögum.