Framhaldsskólakennari að flippa

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Frantic » Þri 10. Júl 2012 13:43

Var að lesa þessa grein:
http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/um ... rn-og-kex/

Ég bara veit ekki hvað maður á að segja við þessu.
Það væri gaman að vita á hvaða rannsóknum hann byggir þessa staðhæfingu á:
Tölvan kennir manni ekki það sem skiptir mestu máli:
Samskipti
Frumkvæði
Íslenska (málvitund)
Samlíðan
Skynsemi


Ég var að missa mig í morgun þegar ég heyrði í honum á Bylgunni.
Sjálfur var ég mjög mikið í tölvunni þegar ég var á unglingsárunum þannig ég er kannski að taka þessu aðeins of harkalega.
Þvert á móti þessu bulli sem hann telur upp þá tel ég mig vera betur knúinn til að takast á við lífið og það sem það hefur að bjóða.

Það vantar fleiri svona menn sem segja manni hvernig maður á að lifa lífinu, og ennfleiri sem segja beint eða óbeint að framhaldskólakrakkar séu heimskir.
GJ asshole! :happy



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf tlord » Þri 10. Júl 2012 13:49

JoiKulp skrifaði:Var að lesa þessa grein:
http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/um ... rn-og-kex/

Ég bara veit ekki hvað maður á að segja við þessu.
Það væri gaman að vita á hvaða rannsóknum hann byggir þessa staðhæfingu á:
Tölvan kennir manni ekki það sem skiptir mestu máli:
Samskipti
Frumkvæði
Íslenska (málvitund)
Samlíðan
Skynsemi


Ég var að missa mig í morgun þegar ég heyrði í honum á Bylgunni.
Sjálfur var ég mjög mikið í tölvunni þegar ég var á unglingsárunum þannig ég er kannski að taka þessu aðeins of harkalega.
Þvert á móti þessu bulli sem hann telur upp þá tel ég mig vera betur knúinn til að takast á við lífið og það sem það hefur að bjóða.

Það vantar fleiri svona menn sem segja manni hvernig maður á að lifa lífinu, og ennfleiri sem segja beint eða óbeint að framhaldskólakrakkar séu heimskir.
GJ asshole! :happy


jam&jæja #-o



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Daz » Þri 10. Júl 2012 13:50

A) Framhaldsskólanemar eru almennt heimskir
B) Það er hollara að stunda samskipti utan tölvu en í henni

Fyrir þessu hef ég jafn traustar rannsóknir og OP og umræddur framhaldskólakennar. Mér fannst þetta einmitt bara ágætt innlegg þegar ég las einhverjar grein í gær sem var unnin úr orðum hans. Samt hangi ég á netinu 12 tíma sólarhringsins og hef gert í mörg ár.



Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Frantic » Þri 10. Júl 2012 13:59

Daz skrifaði:A) Framhaldsskólanemar eru almennt heimskir
B) Það er hollara að stunda samskipti utan tölvu en í henni

Fyrir þessu hef ég jafn traustar rannsóknir og OP og umræddur framhaldskólakennar. Mér fannst þetta einmitt bara ágætt innlegg þegar ég las einhverjar grein í gær sem var unnin úr orðum hans. Samt hangi ég á netinu 12 tíma sólarhringsins og hef gert í mörg ár.


Það er svo enganveginn hægt að vera sammála því að "Tölvan kennir manni ekki það sem skiptir mestu máli:"
Það væri svo ótrúlega margt sem ég vissi ekki og hefði aldrei pælt í nema vegna internetsins og tölvunnar.

Það sem böggar mig mest við svona greinar er að þetta er bara þvaður í einhverjum sem "veit nákvæmlega" hvernig fólk á að vera og hann gefur bókstaflega upp einhverjar reglur hvernig manneskjur eiga að vera og hvað þær eiga að gera til að teljast "eðlilegar".

Ég gæti ælt :pjuke

Edit:
Þetta er tekið úr greininni: "Ekki misskilja mig, þetta eru greindir krakkar en í suma vantar blaðsíður og fleiri fleiri kafla í bókinni sem kalla mætti Menningarlæsi."
Er það ekki hans starf að kenna þessum krökkum?



Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf FreyrGauti » Þri 10. Júl 2012 14:05

Ég er nú sammála honum að vissu leiti, alveg á hreinu að ef ég fjölga mér verða reglur um tímafjölda sem mín börn fá að eyða í tölvunni á dag.
Það var svoleiðis líka hjá mér sem krakka, sem betur fer hugsa ég í dag.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf natti » Þri 10. Júl 2012 14:12

Hérna er ágætlega skrifað svar við greininni hans:

http://maurildi.blogspot.com/2012/07/born-og-pex.html

Tímarnir breytast.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Frantic » Þri 10. Júl 2012 14:19

FreyrGauti skrifaði:Ég er nú sammála honum að vissu leiti, alveg á hreinu að ef ég fjölga mér verða reglur um tímafjölda sem mín börn fá að eyða í tölvunni á dag.
Það var svoleiðis líka hjá mér sem krakka, sem betur fer hugsa ég í dag.


Allt er gott í hófi og það er auðvitað sniðugt að skammta tíma á yngstu krakkana en mér finnst það eigi að vera takmörk fyrir því hversu mikið þarf að hugsa fyrir unglinga.
Það er samt ekki ástæðan fyrir því að þessi grein stakk mig.

Hann er bara að koma þessu frá sér á mjög rangan hátt.
Ég myndi allavega taka því að hann væri að kalla mig heimskan ef hann væri kennari minn í dag.



Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Frantic » Þri 10. Júl 2012 14:23

natti skrifaði:Hérna er ágætlega skrifað svar við greininni hans:

http://maurildi.blogspot.com/2012/07/born-og-pex.html

Tímarnir breytast.


Þessi náungi er með þetta allt á hreinu.
Flott svar við heimskulegri grein.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Daz » Þri 10. Júl 2012 14:44

JoiKulp skrifaði:Edit:
Þetta er tekið úr greininni: "Ekki misskilja mig, þetta eru greindir krakkar en í suma vantar blaðsíður og fleiri fleiri kafla í bókinni sem kalla mætti Menningarlæsi."
Er það ekki hans starf að kenna þessum krökkum?


Það er hans starf að kenna þá kennslugrein sem hann er með og vonandi lekur með einhver auka þekking og færni. Það er ekki hans starf að kenna mannleg samskipti, kurteisi og mannasiði.

edit:
Hvort það sem kennarinn kvartar yfir er tengt miklu tölvuhangs eða sjónvarsglápi veit ég svosem ekki. Heimur versnandi fer og allt það. Aftur á móti fer heimurinn versnandi og við verðum að gera eitthvað í því. Ég held að tölvuhangs og sjónvarpsgláp sé þar reyndar afleiðing en ekki orsök, s.s. afleiðing af agaleysi foreldra og leti. Upp með vöndinn góðir íslendingar!



Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Frantic » Þri 10. Júl 2012 15:12

Daz skrifaði:
JoiKulp skrifaði:Edit:
Þetta er tekið úr greininni: "Ekki misskilja mig, þetta eru greindir krakkar en í suma vantar blaðsíður og fleiri fleiri kafla í bókinni sem kalla mætti Menningarlæsi."
Er það ekki hans starf að kenna þessum krökkum?


Það er hans starf að kenna þá kennslugrein sem hann er með og vonandi lekur með einhver auka þekking og færni. Það er ekki hans starf að kenna mannleg samskipti, kurteisi og mannasiði.


Auðvitað, en ætti hann ekki frekar að vera að gagnrýna kollega sína þegar það vantar svona marga kafla af "Menningarlæsi"?
Menningarlæsi er vítt hugtak en það er frekar eitthvað sem maður lærir í skóla (eða á NETINU?) heldur en hjá foreldrum sínum.

Ég sagði aldrei að hann ætti að kenna þeim samskipti, kurteisi né mannasiði.
Frá upphafi mannkynsins hefur alltaf verið hægt að setja útá yngri kynslóðina.
Þetta er orðin svo mikil tugga að hálfa dyggði.
Það hefur aldrei verið ástæða til og verður aldrei nein ástæða til að óttast um að kynslóðin verði of heimsk eða hvað er nú verið að röfla um.
Eru allir búnir að gleyma þegar rokkið var tónlist djöfulsins?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Daz » Þri 10. Júl 2012 15:21

Rétt, heimur versnandi fer og börnin í dag eru svo miklu óþægari en þau voru osfrv. Það breytir því ekki að við eigum að hafa áhyggjur ef við höldum að hlutir séu ekki í lagi og eigum ekki bara að hugsa "æji þetta var í lagi í gamla daga, þetta reddast". Hvort áhyggjur okkar reynast á rökum reistar er síðan allt annað mál.

Varðandi "skólinn þá ekki bara að kenna menningarlæsi", þá finnst mér það frekar mikil einföldun. Foreldrar eiga að ala sín börn upp og skapa þeim umhverfi þar sem þau geta geta þroskast, það er ekki hlutverk skólans eingöngu. Hvort menningarlæsi ER að fara aftur er síðan annað mál, það eru ekki góð vinnubrögð að halda því fram "miðað við mína tilfinningu", það þarf hlutlæga mælikvarða á það. Maður myndi einmitt áætla að tæknikunnátta og aðgangur að tækni myndi bæta aðra kunnáttu þar sem þekkingin er þá mun aðgenginlegri.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6794
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Viktor » Þri 10. Júl 2012 15:31

Þetta verður alltaf svona. Kannist þið ekki allir við þetta? Foreldrar og afar að segja 'þegar ég var á þínum aldri var ég sko í sveit, átti engan pening, gerði hitt og þetta, blabla, en hékk ekki yfir sjónvarpi'.

Núna er þetta komið út í 'þegar ég var á þínum aldri æfði ég fótbolta, þetta, hitt og þetta, en hékk ekki endalaust í tölvu'.


Fólk hefur yfirleitt trú á því sem það gerði í æsku sé best fyrir alla, því þeim farnaði vel eða ágætlega.

Auðvitað þurfa börn hreyfingu og þróa þroska, en tölvur eru ekki krabbamein, þau eru í skóla 5-8 tíma á dag frá 6 ára til 15 ára aldurs, meira en margir í samanburði, ef við lítum yfir heiminn.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf coldcut » Þri 10. Júl 2012 15:36

VÁ! Þið eruð eins og tölvuleikjaspilarar sem fara alltaf í ruddalega vörn þegar kemur í ljós að e-ð ómenni (Guggi, Gunni og Breibbi) spilaði WoW og sérfræðingar í málinu benda á það sem hluta af ástæðunni fyrir andfélagslegri hegðun!

Það er enginn að segja að það eigi að gera þetta allt en margt af svona hlutum hafa gleymst á síðustu árum. Krakkar niður í hálfs árs aldurs alast upp við að horfa endalaust á sjónvarp, svo þegar þau verða eldri þá bætist tölvan við. Það er ekki hollt fyrir börn og hamlar þroska á svo mörgum sviðum. Ekki misskilja mig, ég er mjög hlynntur tölvunotkun við t.d. kennslu og slíkt en málið er að það er bara svo ógeðslega mikil tölvunotkun fyrir utan kennslustofur að margir krakkar gera fátt annað en að hanga í tölvunni eða horfa á sjónvarp og um leið raða þau í sig skyndibita, kexi, nammi og þamba gos á meðan!
Það er ekki tilviljun að heilsuvandamál eins og offita sé orðið að heimsfaraldri stuttu eftir að tölvur og sjónvörp tóku yfir heiminn...

En að heimsku framhaldsskólanema...það er alveg rétt hjá honum. Krakkar í dag eru margir hverjir vitlausir (vita ekkert hvað er í gangi í kringum sig), nánast ólæsir, of þungir, hanga inni í húsi allan daginn og hreyfa sig ekki neitt.

@JoiKulp: Það er ekki starf kennarans að kenna krökkunum, það er starf kennarans að mæta og kenna krökkunum sem nenna að læra. Ef þú nennir ekki að læra, ekki fara þá í framhaldsskóla!

Bottom lineið er að tölvunotkun er góð í hófi en það eru bara svo margir sem nota þær óhóflega.
Sjálfur kynntist ég tölvum fyrst almennilega fyrir 8 árum síðan og varð "ástfanginn" af þeim. Ég er á þrítugsaldri, vinn við hugbúnaðar þróun í augnablikinu og er að læra tölvunarfræði þannig að ég er allt annað en íhaldssamur. Ég er að sumu leyti sammála Ragnari og að öðru leyti sammála Arnari. Tölvur eru komnar til að vera og ég fagna því en ég fagna því ekki að fólk misnoti þær.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf upg8 » Þri 10. Júl 2012 15:47

Ég hef engan áhuga á að vera læs á menningu þess snobbaða fólks sem vill að allir lesi sömu bækurnar, ekki frekar en það fólk hefur áhuga á að kynna sér þá menningu sem ungt fólk heillast af. T.d. eru tölvuleikir fyrir fullorðna stöðugt fyrir árásum þessa snobbaða fólks, þrátt fyrir að sumir þeirra séu stútfullir af samfélagsádeilum og listrænni framsetningu, innihaldsmeiri heldur en meðal Hollywood mynd og jafnvel fjöldi bókmennta skrifaðar í kringum efnið. Sá hroki sem ungu fólki er sýndur er þess tilfallandi að vekja upp andstöðu við íhaldsama einstaklinga, allt sem þeir standa fyrir og boða, t.d. trúarbrögð.

Oft hef ég þurft að hjálpa fólki, jafnvel kennurum sem telja sig vera æðra sökum menningarlæsi síns, fólk sem hefur ekki skilning á því hvernig hlutirnir virka í grunninn, fólk sem lendir í vandræðum með einföldustu hluti... og það síendurtekið. Ég fletti öllu upp og læri um það og jafnvel miklu meira heldur en þörf er á og kann að nýta mér tæknina, fræðsluefni er mitt yndi. En stöðugt ætlar þetta íhaldsama fólk að refsa manni fyrir að falla ekki inn í þeirra úrelta form þar sem skorður eru settar á aðgengi að fræðsluefni. En auðvitað skiptir meira máli að vita eitthver ártöl og dagsetningar utanbókar sem tekur 15 sekúntur að fletta upp.

Öllu frelsi fylgir ábyrgð og það á við um tölvur líka, allt er gott í hófsemi.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Framhaldsskólakennari að flippa

Pósturaf Xovius » Þri 10. Júl 2012 18:15

Ég vil vitna aðeins í eina athugasemdina undir greininni:

Kolbrún Hlín Hlöðvarsdóttir segir:
"Ég er heilshugar sammála því að krakkar eiga að leika sér úti, stunda íþróttir og hreyfa sig en mér finnst þessi grein soldið hrokafull, og náttúrulega ekkert nýtt í henni. Ég meina allar kynslóðir tuða í börnunum sínum um það að þegar þau voru ung þá var nú ekkert svona... ekkert sjónvarp á fimmtudagskvöldum og frí allan júlí, bara rússneskar teiknimyndir í sjónvarpinu ... mamma mín bara hafði ekki einu sinni sjónvarp og mamma hennar ekki rafmagn, og amma hennar las meðan hún prjonaði því bóklestur var ekki iðja heldur tók tíma frá þarfari verkum.

Veit ekki alveg hvað hann meinar með vistun (er hann að tala um frístundaheimili?) en mig minnir einhvernvegin að bæði mín börn hafi ekki átt kost á "vistun" nema fyrstu þrjú árin nema þau hafi bara harðneitað að fara í 4. bekk.

Ég elska tölvur og internetið og nota það mikið, en les líka heilmikið af bókum og gæti ekki án þeirra verið. Ég er með tvo 13 ára á heimilinu (stráka) sem vilja auðvitað helst af öllu vera í tölvunni og spila við vini sína enda mikil samskipti þar í gangi og fjarlægðir skipta ekki máli. En báðir biðja þeir um bækur í gjafir og eru vel læsir, standa sig þrusuvel í námi og hjálpa til á heimilinu. Þetta snýst allt um jafnvægi"

Er svo heilshugar sammála þessu. Það ætti mikið frekar að kenna börum að nota internetið rétt, að leita upp efni sem er þroskandi og áhugavert og það er svo sannarlega hellingur af svoleiðis efni á netinu. Ég veit líka að bækur eru ekkert alltaf einhver guðsgjöf, ég les allskonar sora bæði á internetinu og í bókum :D