Sammála Tiger þetta á við mikið fleiri snjallsíma en bara Iphone. ( hef þrátt fyrir það notað HTC Desire innan í -18°C frystiklefa og ekki kvartaði hann yfir því þó að ég var þar í 15+min)
Og þú talar um að þú hafir ekki verið að troða skoðunum þínum yfir á aðra en ef ég man rétt þá varstu með í undirskrift texta um það hvað Apple væri mikið drasl og að enginn ætti að nota það. Man ekki nákvæmlega hvað stóð en það var eitthvað í þá áttina. Og ég gæti komið með fullt af öðrum dæmum um það þegar þú ert svo gott sem að bölva fólki fyrir að nota Apple.
Er ekki að reyna að vera leiðinlegur á neinn hátt en þetta verður virkilega þreytandi með tímanum, er ekki að segja þér að hætta að hata Apple það er bara þitt mál. Bara ekki drulla yfir Apple í liggur við hverjum einasta þræði sem kemur hingað inn á Vaktina.