Reynsla á Skoda Octavia

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf C2H5OH » Mið 04. Jan 2012 23:10

Góða kvöldið

ég er að spá í að kaupa mér Skoda Octavia II 2005 er einhver með reynslu af þessum bílum?
þar ekki að vera endilega að vera akkurat 2005 má vera allar árgerðir.

Endilega segja sögu sína góða jafnt sem slæma.



Skjámynd

slubert
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Þri 10. Maí 2011 18:58
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf slubert » Mið 04. Jan 2012 23:29

Ég á 2004 árgerðina 1600 bíl og ég er ekkert smá sáttur með hann, eyðir engu liggur við að hann gangi a lofti þegar ég fer út á land. svo er fínt að keyra hann, virkar mikklu dýrari en hann er. Fæ mér næst aftur skoda bara yngi.

Hef ekkert slæmt útá þessa bíla aðsetja. Mæli samt með að panta tíma a verkstæði og fá þá til þess að lesa af tölvuni, það er oft skynjara vesen á skodanum og skynjarar eru dýrir.



Skjámynd

Höfundur
C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf C2H5OH » Fim 05. Jan 2012 00:39

slubert skrifaði:Ég á 2004 árgerðina 1600 bíl og ég er ekkert smá sáttur með hann, eyðir engu liggur við að hann gangi a lofti þegar ég fer út á land. svo er fínt að keyra hann, virkar mikklu dýrari en hann er. Fæ mér næst aftur skoda bara yngi.

Hef ekkert slæmt útá þessa bíla aðsetja. Mæli samt með að panta tíma a verkstæði og fá þá til þess að lesa af tölvuni, það er oft skynjara vesen á skodanum og skynjarar eru dýrir.


okei gott að heyra :) en ef það er eitthvað vesen á skynjurunum myndi þá ekki vera viðvörunarljós í mælaborðinu, t.d ef súrefnisskynjarinn væri í ólægi þá kæmi check engine ljós eða þannig.

Hvernig er það veistu hver er munurinn á classic eða ambiente?




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf coldcut » Fim 05. Jan 2012 00:54

Ma og pa keyptu nýjan árið 2003 eftir að hafa átt aðrar tegundir og eftir að hafa átt hann núna í átta og hálft ár að þá geta þau ekki hugsað sér að kaupa öðruvísi bíl þegar þessi fer að gefa sig.
Hann er keyrður 270.000+ kílómetra, eyðir litlu, lítið viðhald og svo hefur hann ALDREI bilað neitt alvarlega. Það sem hefur þurft að eyða í þennan bíl viðgerðarlega séð er fáránlega lítið! Stærsta útgjaldið var fyrir nýjum rafgeymi. Eins og þú sérð kannski þá bila þeir ótrúlega lítið og það er ekki bara okkar bíll því að fleiri sem eiga svona bíla hafa sömu sögu að segja.
Þetta er basically bara Wolkswagen án þessarra hluta sem bila aftur og aftur í WV.

Plús það þá er þægilegt að keyra hann, hann er bara nokkuð frár á fæti og svo er reyndar stór plús að okkar er 4wd sem þýðir að heilsársdekk eru meira en nóg þó það sé hálka og léleg færð.

Ég mæli allavegana hiklaust með þessum bílum og ég veit að fleiri gera það.




Forvitinn
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mið 04. Jan 2012 21:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf Forvitinn » Fim 05. Jan 2012 07:21

Ég hef bara heyrt góða hluti um skoda og þeir virðast mjög traustir :)



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 05. Jan 2012 08:27

Ég hef allavega aldrei heyrt neitt slæmt um þessa bíla

Væri til í eina diesel Octaviu station



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf pattzi » Fim 05. Jan 2012 08:59

Mamma keypti svona bíl Sedan fyrir um mánuði

Reyndar 2003 árgerð keyrður 70 þúsund

Er alveg fínn nema svoldið plásslaus afturí og hastur

en það er kannski bara því hún á annan bíl sem er renault megane scenic aðeins stærri og þæginlegri sæti

Mér finnst reyndar gamla boddýið flottara það er ennþá í framleiðslu þó nýjasti svoleiðis hér á landi sé 2008 árgerð

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1

http://en.wikipedia.org/wiki/%C5%A0koda_Octavia

öll boddýin ennþá í framleiðslu



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf ManiO » Fim 05. Jan 2012 10:22

Þekki menn sem hafa fengið víðáttubrjálæði við það eitt að sjá skottið í þessum bílum.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf sigurdur » Fim 05. Jan 2012 10:28

Ég keypti 2002 módelið ársgamlan, svo það eru komin 8 ár. Hefur reynst ótrúlega vel. Lentum að vísu í vandræðum með súrefnisskynjarann, sem kostaði slatta að skipta um og svo kom upp tæring í raflæsingunum öðru megin í bílnum, en það er kannski ekki skrýtið þegar bíllinn stendur úti árum saman í sjávarplássi. Okkar er elegance með 2.0 vél og mjög sprækur þó hann eyði vissulega meira en dísel útgáfan og 1.6 vélin.

Sammála varðandi plássið aftur í, það er varla fyrir fullvaxinn mann að sitja fyrir aftan framsæti í öftustu stöðu, en þeir bættu við einum 10 cm ef ég man rétt í Octavia II, svo það ætti ekki lengur að vera vandamál.

Svo er skottið sér kapítuli. Það er risastórt og ég verð alltaf jafn hissa á því hvað ég kem miklu þar ofaní. Hafði verið með station áður en ég fékk mér þennan til að koma barnavagni og fylgihlutum á milli staða, en það er ekki vandamál í Octavíunni.

Myndi hiklaust kaupa mér Skoda aftur.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf pattzi » Fim 05. Jan 2012 12:34

sigurdur skrifaði:Ég keypti 2002 módelið ársgamlan, svo það eru komin 8 ár. Hefur reynst ótrúlega vel. Lentum að vísu í vandræðum með súrefnisskynjarann, sem kostaði slatta að skipta um og svo kom upp tæring í raflæsingunum öðru megin í bílnum, en það er kannski ekki skrýtið þegar bíllinn stendur úti árum saman í sjávarplássi. Okkar er elegance með 2.0 vél og mjög sprækur þó hann eyði vissulega meira en dísel útgáfan og 1.6 vélin.

Sammála varðandi plássið aftur í, það er varla fyrir fullvaxinn mann að sitja fyrir aftan framsæti í öftustu stöðu, en þeir bættu við einum 10 cm ef ég man rétt í Octavia II, svo það ætti ekki lengur að vera vandamál.

Svo er skottið sér kapítuli. Það er risastórt og ég verð alltaf jafn hissa á því hvað ég kem miklu þar ofaní. Hafði verið með station áður en ég fékk mér þennan til að koma barnavagni og fylgihlutum á milli staða, en það er ekki vandamál í Octavíunni.

Myndi hiklaust kaupa mér Skoda aftur.



Það eru barnastólar í bílnum tveir og ég sit oftast í miðjunni ég kemst ekki fyrir þar .

en ef í hinum bílnum á heimilinu kemst ég alveg fyrir því það eru sér stólar fyrir hvern og einn lausir stólar.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3076
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 43
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf beatmaster » Fim 05. Jan 2012 12:39

Er ekki OP að spyrja um Octavia II sem að er árgerð 2005 og uppúr, eru allir hérna að tala um gamla bílinn?

Ég er 1.85 á hæð og verulega stór um mig og á 2005 Octavia II Sedan sem að lætur fara ágætla um mig afturí, ég hef ekkert nema gott um hann að segja og mæli hiklaust með honum :happy

PS þú getur lagt Yaris í skottið á sedan bílnum, það er svo stórt


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf littli-Jake » Fim 05. Jan 2012 12:51

2005 módel eru fín. Mundi samt ekki skoða neitt um 2000 og yngra. Ég mundi reyna að finna 1800 dísel túrbo. Skemtileg vél. Þetta eru merkilega sterkir bílar þó að ég mundi frekar fá mér Subaru ef að fjórhjóladrif er eitthvað möst. þetta 4wd í skodanum sem og fletumöðrum fólksbílum er voðalega takmarkað. Subaru AWD er það hinsvegar ekki


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf pattzi » Fim 05. Jan 2012 13:05

beatmaster skrifaði:Er ekki OP að spyrja um Octavia II sem að er árgerð 2005 og uppúr, eru allir hérna að tala um gamla bílinn?

Ég er 1.85 á hæð og verulega stór um mig og á 2005 Octavia II Sedan sem að lætur fara ágætla um mig afturí, ég hef ekkert nema gott um hann að segja og mæli hiklaust með honum :happy

PS þú getur lagt Yaris í skottið á sedan bílnum, það er svo stórt


Kannski eiga allir bara gamla bílinn eða hafa reynslu af honum

en það eru nú 3 svona bílar í götunni hjá mér reyndar allt 2007 -2008 árgerð station diesel þannig greinilega vinsælir en bara helvíti dýrir að mínu mati



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf einarhr » Fim 05. Jan 2012 15:21

littli-Jake skrifaði:2005 módel eru fín. Mundi samt ekki skoða neitt um 2000 og yngra. Ég mundi reyna að finna 1800 dísel túrbo. Skemtileg vél. Þetta eru merkilega sterkir bílar þó að ég mundi frekar fá mér Subaru ef að fjórhjóladrif er eitthvað möst. þetta 4wd í skodanum sem og fletumöðrum fólksbílum er voðalega takmarkað. Subaru AWD er það hinsvegar ekki

Þetta er reyndar 1,9TDil vél, 1,8T er bensín.

C2H5OH

Ég keypti nýja Octaviu 1.8 Turbo 20V 2001 árgerð og átti hann í ár áður en að ég flutti erlendirs. Snildar bílar, fékk gamla settið til að kaupa sér sömu týpu 2005 árgerðina og eru þau mjög ánægð men hann. 1.8T var að eyða ca 9 í blönduðum akstri, mögulega neðar en að eiga Túrbó bíl fær mann alltaf til að vera að gefa í :-" en ég náði mínum niður í 5.8 þegar ég fór hringvegin með foreldurm mínum og Aldrei farið hraðar en 90 km/klst :happy Hef átt Audi A3 með 1,9 TDi 90hp vélinni frá VAG sem var í framleiðslu í ca 20 ár og er sennileg ennþá framleidd í dag og náði ég honum niður í 4 l/100 þegar ég átti hann hérna úti í Svíþjóð og notaði hann í vinnuna langa vegaleng. Mæli hiklaust með TDi í Octaviuna, veit ekki alveg hvað hún er í hestöflum í Octavíunni en trúlega 120hp frekar enn 90hp. Þessar vélar er auðveldlega hægt að ná í 150hp með tölvukubbi.

Var að vinna hjá Heklu og hef átt Audi, VW og Skoda. Það er munur á þægindum í þessum bílum, ss vegahljóp, staðalbúnaður og innrétting. Mæli hiklaust með Ambient frekrar enn Classic. Ambient og Comfort eru með betra og fallegra áklæði, þokuljós að framan, rafmagn í rúðum bæði á fram og afturí, armpúða, aksturstölvu ofl.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Höfundur
C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á Skoda Octavia

Pósturaf C2H5OH » Fim 05. Jan 2012 16:13

Ég þakka bara fyrir frábær svör, er eiginlega alveg settur á að versla mér einn slíkann :happy
meiga alveg fleiri segja reynslu sína fyrir aðra í framtíðinni