worghal skrifaði:afsakið rapport en þú sagðir að það ætti ekki að dæma alla þessa feminista útfrá litlum hóp...
en er það ekki sem flestir feministar gera gagnvart flestum karlmönnum ?
Ég var nú á málþingi í vikunni um jafnrétti fyrir hönd karla niðri HÍ.
Þar kom þetta sjónarhorn m.a. til tals og raunin er að auðvitað á "meðalmaðurinn" í niðurstöðum rannsókna ekki við alla karlmenn og í seinni tíð þá hefur staðalfrávikið aukist s.s. það má segja að "fjölbreytni" karlmanna hefur aukist.
Þó er eins og karlmenn falli í þá gildru að taka öllum þessum niðurstöðum persónulega.
Sbr. 25% drengja er með takmarkaðann lesskilning og les ekki sér til ánægju og yndisauka.
Er þetta í sálfu ser svo slæmt?
En þetta var blásið upp í að vera dauðadómur yfir framtíð íslenskra karlmanna og að við værum bara orðnir grautarhausar... og það var gert mestmegnis í skrifum karlmanna.
Skert sjálfmynd er ekki bara stelpuvandamál.
Ekki að ég sé með femínisk fræði 100% og er liklega nokkuð gjarn á að fara með einhverjar fleipur um einhver atriði...
Málið er, eins og ég sagði hér fyrr í þræðinum, að femínismi leiddi til fæðingu kvennfrelsiskenninga.
Þeir sem aðhyllast kvennfrelsiskenningar eru svo álitnir femínistar. Hugsanlega er það rangt.
Eins og Bitur segir/heldur, þá eiga femínistar að berjast fyrir jöfnum rétti allra... en það er rangt. Femínistar berjast fyrst og fremst fyrir rétti og tækifærum kvenna og að það halli ekki á konur.
En kvennfrelsiskenningar sem byggðar eru á þessari femínísku hugsjón hafa breiðara gildissvið og ganga svo svo langt að ná til allra.
Femínistar hafa þó oftar en ekki samúð og skilning á baráttu annarra og jafnvel beita sér fyrir málstað annarra,( því að þeir eru helteknir af kvennfrelsiskenningar viðhorfum) ... en það virðist hafa valdið misskilningi hjá fólki.
En aftur vil ég benda á að þó að félag eða hópur berjist eingöngu fyrir réttindum afmarkaðs hóps, þá er EKKERT að því. Það er bara ekki alltaf hægt að berjast fyrir alla. Aðrir hafa þo notið góðs af baráttu femínista... svo mikið er vist.
Það eru mörg slik félög sbr. Öryrkjabandalagið, SÍBS, Umhyggja, SFR, VR, SKB. Efling, Félag forræðislausra feðra, Félag einstæðra foreldra, Hagsmunasamtök heimilana...
Er þetta allt bara vitleysa hjá þessum félögum? Afhverju eru þeu ekki beðin um að berjast fyrir hagsmunum, réttindum og tækifærum allra jafnt?
Femínistar eru hreinlega að hræða ykkur... og ég skil ekki afhverju.
Jafnur réttur og jöfn tækifæri = synergy... = 1+1=3 og allir græða...
Það er t.d. Kvennahreyfingum á Íslandi að þakka að HÍ var byggður, að Landspitalinn var byggður sem og almenn heilsugæsla og menntastofnanir.... stundum var hugmyndum þeirra hafnað ár eftir ár enþegar það var kominn mikill pólitískur þrýstingur frá almenningu þa fóru einhverjir gaukar að endurvinna hugmyndir þeirra.