Eftir framhalsskóla...

Allt utan efnis

Höfundur
Alcatraz
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
Reputation: 6
Staðsetning: Hér og þar
Staða: Ótengdur

Eftir framhalsskóla...

Pósturaf Alcatraz » Lau 25. Jún 2011 11:17

Sælir,

Nú var ég að útskrifast 17. júní síðastliðinn og langaði að fá álit og hugsanlega heyra frá einhverjum sem hafa reynslu. Planið var alltaf að fara strax í haskóla, búinn að sækja um á nokkrum stöðum og komast inn og á því bara eftir að ákveða endanlega hvert ég fer. En núna á síðustu dögum höfum við félagarnir velt því fyrir okkur hvort það sé ekki kominn tími á pásu og fara í einhverja stóra ferð, bara þetta týpíska sem svo margir gera. Eru einhverjir hér með reynslu af slíkum ferðum og gætu sagt aðeins frá henni? Bara hvernig gekk og hvort þetta var ekki þess virði... Einnig varðandi háskóla. Ef maður er ekki 100% til í hann, ætti maður þá að byrja? Ég var nefnilega kominn með frekar slæman námsleiða svona í lokinn og er ekki alveg viss um hvort ég sé tilbúinn í meira nám strax. Aftur á móti er ég náttúrulega að fara að læra eitthvað sem ég hef virkilegan áhuga á, annað en ég var að gera þar sem voru frekar margir áfangar sem ég nennti ekki.
Alla vega, endilega deilið ykkar reynslu af svona "krossgötum" Þarf ekki að vera bara um ferðir heldur líka hvort að menn hafi tekið námspásu og hvort það borgaði sig ekki eða hvort "beint í skóla" sé málið.
Síðast breytt af Alcatraz á Lau 25. Jún 2011 12:20, breytt samtals 1 sinni.




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Eftir framhalsskóla...

Pósturaf hallihg » Lau 25. Jún 2011 11:28

Mín reynsla er alla vega sú að eftir ársfrí ertu engu nær hvað þig langar að gera. Öðlaðist frábæra reynsla, en var engu nær eftir það. Maður veit svosem aldrei hvernig einhver lífsreynsla hefur áhrif á mann og val manns. Ég er ekki í mínu námi af því ég var harðákveðinn í því að vinna við það fag sem ég er að læra um, ég prufaði bara og fljótlega með tímanum kom áhuginn.

Ég myndi samt frekar velja eitthvað nám sem þú telur þig hafa áhuga á frekar en að hugsa bara praktískt (um framtíðartekjur). Ef námsleiðin er krefjandi og erfið þá endist enginn eða fáir nema áhuginn sé raunverulega til staðar.


count von count

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Eftir framhalsskóla...

Pósturaf Eiiki » Lau 25. Jún 2011 11:39

Mæli miklu frekar með því að setjast niður og hugsa virkilega á hverju þú hefur áhuga. Ég var tildæmis í afneitun með að ég vildi fara í tölvufræði eða tölvuverkfræði því ég hafði planað svo lengi að vera sjúkraþjálfari, læknir eða sálfræðingur. Málið er að ég t.d. hafði bara svo ógeðslega gaman af því að fikta við tölvur og ýmis önnur raftæki.
Ég mæli því með fyrir þig að þú skráir þig í það nám sem að þú telur líklegast að þú hafir gaman af. So what ef að þú skiptir um námsleiðir og ferð úr öðru sviði yfir í annað, allt háskóla nám er aldrei til einskis. Svo er fyrsta árið svo svipað alltaf hjá öllum, sömu kúrsarnir á mörgum sviðum..

En pældu í því hvað þér þótti gaman að gera í menntó og grunnskóla. Var það stæ eða smíði? Baka eða sauma? Þú verður bara að finna þetta skipulega út :happy Því að eins og Halli sagði þá er frí aldrei að fara að færa þig nær því hvað þú vilt læra seinna meir.


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846