Minuz1 skrifaði:Takk fyrir svörin.
Fyrirtækin hérna á Íslandi sem selja kortin til neytenda þurfa kort til að uppfylla ábyrgðarskilmála sína, þið þurftuð líklegast að endurgreiða viðskiptavinum ykkar kortin sem voru biluð eða láta þá fá sambærilega vöru.
Ef það væru eðlilegir viðskiptahættir hjá þeim þá þurftu endursöluaðillar fleirri en 1 kort til að uppfylla ábyrgðarskilamála sína hér á Íslandi og þar af leiðandi þyrftu þeir að kaupa yfirbyrgðir til að geta selt kortin sem myndi þá hækka verðin.
RMA skilmálar endursöluaðila eins og BFG, XFX, EVGA hafa mjög lítið verðgildi fyrir Íslenska neytendur sem kaupa kort sín út úr verslunum þar sem 2 ára ábyrgð gildir.
Verðgildi skjákorta eftir 2 ár er ekki mikið 50% nema í undantekningartilvikum og fer oftast hrapandi eftir þann tíma.
Ég vona það að þið hafið bara verið mjög óheppnir með ykkar kort, þar sem ég var að kaupa mitt fyrsta MSI kort fyrir stuttu
R6850
Sæll og takk sömuleiðis
Afsakaðu að ég svaraði fýlulega
Það er vissulega rétt að RMA skilmálar endursöluaðila eru venjulega lítils virði fyrir íslenska neytendur. Hins vegar höfum við alltaf reynt, ef hluturinn er runnin úr 2 ára lögbundnu ábyrgðinni en enn innan t.d. 3 ára ábyrgðar frá framleiðanda, að senda hann út fyrir viðskiptavininn en þá látum við hann greiða sendingarkostnaðinn. Ég hef meira að segja í einstaka tilfellum, fyrir góða viðskiptavini, sent út vörur sem voru ekki einu sinni keyptar hjá okkur
Þetta hins vegar virkar t.d. ekki með EVGA vörur, þar sem RMA skilmálar til endursöluaðila eru MIKIÐ lakari heldur en til viðskiptavinar. Á EVGA vörum fá endursöluaðilar í Evrópu, sem panta vörur frá USA, aðeins 1 árs ábyrgð, en þá ábyrgð fáum við hvort eð er nú þegar frá okkar birgja og er í raun því sama ábyrgð og ég fæ á MSI vörum. Svo eina ástæðan hjá mér fyrir að mér líkar betur við EVGA heldur en MSI er sú að af minni reynslu, þá bila EVGA vörur minna og að ég náði að sannfæra þá um að leyfa mér að claima í eitt skipti til þeirra vörur sem voru komnar yfir árs ábyrgðina, en það var ekki á nokkurn hátt einfalt!
Eftir þessa 1 árs ábyrgð þá vill EVGA að viðskiptavinurinn tali beint við þá, sem er að einhverju leyti skiljanlegt, þar sem að þá geta þeir sýnt fram á mjög góða þjónustu ef að söluaðilinn er að klikka
Þessir ábyrgðarskilmálar hjá EVGA henta okkur hins vegar ekki vel þar sem við viljum reyna að leysa málin sem hraðast og láta kúnnan hafa nýja vöru um leið og við erum búnir að staðfesta bilun og hafa svo sjálfir samband við framleiðanda eða birgja um ábyrgð
Þetta er ein af þeim ástæðum að við færðum okkur nánast alfarið yfir í PNY skjákort og byrjuðum að panta þau beint frá framleiðanda, þar sem bilanatíðnin í þeim er sú lægsta sem við höfum kynnst og enn fremur hentar RMA ferlið hjá þeim okkur einkar vel, þær vörur sem ég sendi út bilaðar fæ ég credit-færðar og nota þá þann pening bara í næstu pöntun, auk þess sem við fáum 3 ára ábyrgð sem við að sjálfsögðu framlengjum áfram til viðskipavinarins.
Það er einnig alveg rétt hjá þér að skjákort hafa fallið vel í verði eftir 2 ár, verðgildið orðið aðeins brotabrot af því sem þú borgaðir upprunalega fyrir vöruna. Það er því að mínu mati bara mjög sniðugt að bjóða lengri ábyrgð og finnst skrítið hversu fá fyrirtæki bjóða þessa lífstíðar eða t.d. 5 ára ábyrgð. Ef ég væri staddur í USA og þyrfti að velja á milli vöru, önnur kostaði ca. 5-10% meira en hin en bæri 5ára eða lífstíðarábyrgð á móti 2-3 árum, þá myndi ég alltaf borga aðeins meira, bara til að vera öruggur
Þetta er líklega ástæðan fyrir því að EVGA er í efsta sæti hvað varðar sölur á nVidia based vörum í USA. Markaðsdeildin hjá EVGA er líka að gera svo góða hluti, þeir vita alveg hvernig þeir eiga að auglýsa vörurnar sýnar og höfða til viðskiptavina
En til að halda mér on-topic og viðurkenna og benda á þá ábótavöndu staði í rökum mínum gegn MSI, að þá höfum við ekki tekið inn MSI vörur í rúm 3 ár og getur vel verið að framleiðslan og gæði varanna hafi aukist á þeim tíma
Hitt stendur þó eftir að ég reyndi síðast fyrir 4 mánuðum að hafa samband við þá útaf þessum skjákortum án nokkurs árangurs
Ég var búinn að lofa sjálfum mér að svara ekki meira á þessum þræði því ég var hræddur um að hann myndi springa upp í einhvern dónaskap, þræting og læti en hér virðast allir vera yfirvegaðir og flottir, svo til hamingju með nýja kortið, megi það þjóna þér vel um ókomin ár!