Eiiki skrifaði:Þakka góð svör og góðar umræður strákar! Ég hafði hugsað mér að vinna meira verklegt við tölvubúnað frekar en að forrita og þess háttar..
hefurðu skoðað rafeindavirkjann ?
Eiiki skrifaði:Þakka góð svör og góðar umræður strákar! Ég hafði hugsað mér að vinna meira verklegt við tölvubúnað frekar en að forrita og þess háttar..
Hvati skrifaði:Er einmitt í þessari sömu pælingu, er ekki viss hvort ég velji tölvunarfræði eða rafmagns- og tölvuverkfræði í Hí...
Einhverjir hér sem hafa reynslu á rafmagns- og tölvuverkfræði?
jakobs skrifaði:Hvati skrifaði:Er einmitt í þessari sömu pælingu, er ekki viss hvort ég velji tölvunarfræði eða rafmagns- og tölvuverkfræði í Hí...
Einhverjir hér sem hafa reynslu á rafmagns- og tölvuverkfræði?
Já, ég er núna í doktors námi við R&T verkfræði í HÍ. Ég tók BS-inn og MS-inn þar líka.
Báðar þessar deildir skila þér ágætlega undirbúnum fyrir atvinnulífið. Til að gera upp á milli þessara deilda er best að skoða
námsskránna og sjá hvaða kúrsar þér þykja áhugaverðari. Ég myndi mæla frekar með verkfræðinni enda tók ég þá línu.
Námskrá R&T
Námskrá tölvunarfræðinnar
Mér líkar mjög vel við kennarana í R&T. Ef þú sýnir náminu áhuga þá eru þeir mjög hjálplegir og auðvelt er að leita til þeirra.
Kveðja,
Jakob S.
gunnidg skrifaði:Ekki vera hræddur við að leita út fyrir landssteinana,