Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Danni V8 » Fös 08. Okt 2010 00:30

Sælir.

Ég var sem sagt að kaupa mér ofn, þetta er svona lítill conventional oven, aðeins stærri en örbylgju ofn og með tveim hellum ofaná. Á staðnum í eldhús innréttingunni hjá mér sem ofninn á að vera er tvöfalldur tengill, í neðra tengið fer fjöltengi og í það Ískápurinn og örgbylgju ofninn og í efra tengið á nýji ofninn að fara. Vandamálið er það að stundum þegar ég tengi ofninn í þetta tengi slær út. Ef það slær ekki út kviknar á báðum hellunum og hann byrjar að hitna að innan líka. Ef ég tengi hann síðan á öðrum stað, þar sem hann er mjög mikið fyrir, þar slær ekki út og hann virkar eins og hann á að gera.

Hvað gæti verið að?


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Blackened » Fös 08. Okt 2010 00:34

2 mismunandi greinar sem þú ert að setja í samband við?

þú segir 2faldur tengill.. sem að þýðir að báðir tenglarnir eru á sömu grein.. er kannski 10A öryggi fyrir ísskápinn og örbylgjuofninn?

annars er venjan að hafa einn 16A tengill fyrir ofn í eldhúsinnréttingum..

en er lekaliðinn að fara eða bara öryggi?



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Danni V8 » Fös 08. Okt 2010 00:41

Lekaliðinn slær út. Er kannski bara málið að ofninn, ískápurinn og örbylgju ofninn geta ekki verið á sama stofni?


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7497
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1162
Staða: Tengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf rapport » Fös 08. Okt 2010 00:44

Bíddu bíddu...

Hagar tækið sér misjafnt eftir því hvar þú stingur því í samband?

Það er ekki eðlilegt sama hvernig öryggi er fyrir tengilinn.

Hljómar eins og tengillinn fyrir ofan ísskápinn hjá þér sé eitthvað skrítinn/bilaður/rangt tengdur.

Prófaðu eitthvað annað tæki í þessa tengla (eitthvað sem má skemmast, t.d. hleðslutæki fyrir síma)



Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Danni V8 » Fös 08. Okt 2010 00:55

Ég er reyndar farinn að hallast að því að ofninn sé eitthvað bilaður. Í einum tengli er stöðugt logandi ljós fyrir helluborðið, sama hvað það er stillt á, síðan þegar ég kveiki þá verður það sterkara.

Í hinum tenglinum þá logar ekki ljósið, það er kominn hálftími síðan ég færði ofninn og það er búið að vera slökkt allan tímann en stærri hellan virðist ekkert kólna. Það getur svo sem verið að hún kólnar ekkert svo hratt. Hef ekki verið nálægt svona helluborði síðan 2001 og þá var ég ekkert að spá í eldamennsku.

Prófaði að tengja Halogen lampa og hleðslutæki í tengilinn og það helst alveg í lagi.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

OliA
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mið 19. Mar 2003 01:23
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf OliA » Þri 12. Okt 2010 21:09

Ef lekaliðinn fer þegar þú setur ofninn í samband, bendir flest (allt) til þess að hann sé bilaður.
Hvað er að, spyrð þú...

    Tengingar í ofninum sjálfum lausar
    Ef það er prentplata í honum gæti hún verið biluð (þar sem allt fer á fullt þegar þú setur hann í samband)
    Element/hella óný og leiðir út

Best er að láta þetta í hendur á rafvirkja ;)

En ..

Þú gætir mælt elementið, ohm-mæla og sjá hvort að það sé í lagi á að vera í kringum 10-40ohm. (Losa tengingarnar af elementinu fyrst)
Meggað dótið ef það er ekki prent-plata. (Ekki gera þetta ef þú veist ekkert hvað þú ert að gera!)

En ef lekaliðinn fer þá er útleiðsla í gangi, ef ofninn er rafmangaður við snertingu þá leiðir út en jörðin er eitthvað í ólagi ....

edit -

Þú segir að halogen og hleðslutæki sé í lagi... Prófaðu eitthvað sem er með jarðtengdri kló, halogen + helðslutæki er allt með tvöfaldri einangrun og notar þess vegna ekki jörð... (Örrinn/ískápurinn er jarðtengt)


The real problem with hunting elephants is carrying the decoys.

Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf FreyrGauti » Þri 12. Okt 2010 22:10

OliA skrifaði:*Rafmangsmumbojumbo


Óli nöööööörd :P




orangestone
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 25. Mar 2011 16:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf orangestone » Mið 30. Mar 2011 00:36

hér er eina íslenska spjallið um útleiðslu í húsarafmagni sem ég fann, mér fannst ég finna straum í ofni hér í fingur mér, vægan samt, kannski var það klemmd taug í öxl, ofninn er notaður sem jarðtenging í innstungu, vír þar á milli, ég er með gamlan ísskáp sem ég fann , ef hann leiðir út í jarðtenginguna þá endar það í ofninum líklega og lekaliði slær ekki út. tók allt úr sambandi og setti eitt í einu í aftur og prófaði með hendi á ofn ,fann þetta ekki aftur. maður fær stóran rafmagnsreikning ef leiðir svona út líklega. ætlað að ath hvort raf mælir snýst hratt, einhverjar tillögur, var búinn að prófa ísskápinn í lekaliða innstungu og sló ekki út þá.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf tdog » Mið 30. Mar 2011 01:44

Ef að lekaliðinn fer þá leiða einhversstaðar amk 30mA út, jörð og fasa slær líklega saman?




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Blackened » Mið 30. Mar 2011 02:06

þetta er voðalega einfalt :) ef að lekaliðinn slær út.. þá er eitthvað bilað :) einhverstaðar útleiðsla annaðhvort í lögninni (tengill eða brunnir vírar eða slíkt) eða í tækinu sjálfu. mótor, hitaelementi eða einhverju þessháttar

hægt er að nota útilokunaraðferðina til að komast svona nokkuð að sannleikanum í málinu og síðan má tala við rafvirkja og fá hann til að útleiðslumæla(megga) lögnina/tækið með mæli sem er kallaður Megger í daglegu máli


en ef að öryggið slær út þá er bara yfirálag miðað við stærð á öryggi.. sama hvort það er skammhlaup eða hreinlega of mikið af dóti í sambandi :)



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2346
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Gunnar » Mið 30. Mar 2011 02:13

Gæti verið að startstraumurinn sé of mikill að öryggið þoli það ekki? ertu með B16A öryggi? spurning um að skipta í C16A öryggi þá.
annars veit ég ekki hvernig þessi ofnar virka, hvort þeir taki mikinn startstraum eins og ryksugur eða eru með sama startstraum og gangstraum.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Moldvarpan » Mið 30. Mar 2011 02:16

Þótt að ég myndi ekki kalla mig rafmagns snilling, þá þykir mér það sérstaklega furðulegt ef tækið er að kveikja á öllu draslinu sjálfkrafa.
"Yfirleitt" virkar rafmagnið eða ekki. Ef þú ert með lélegt rafmagn (ekki steady 220v) þá hef ég séð raftæki virka skringilega(playstation tölva hættir að ná að lesa diskana, sem og toshiba heimabíókerfi), en aldrei kveikja á sér sjálf.




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Blackened » Mið 30. Mar 2011 02:22

Gunnar skrifaði:Gæti verið að startstraumurinn sé of mikill að öryggið þoli það ekki? ertu með B16A öryggi? spurning um að skipta í C16A öryggi þá.
annars veit ég ekki hvernig þessi ofnar virka, hvort þeir taki mikinn startstraum eins og ryksugur eða eru með sama startstraum og gangstraum.


Ofnar eru bara element sem að taka bara x straum alltaf, mótorar (t.d. í ryksusum) taka yfirleitt mjög mikinn straum á meðan að þeir eru að ná snúning (nema náttúrulega að það séu notaðir mjúkræsar en það er svosem allt annar handleggur ;))



Skjámynd

OliA
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mið 19. Mar 2003 01:23
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf OliA » Mið 30. Mar 2011 07:43

orangestone skrifaði:hér er eina íslenska spjallið um útleiðslu í húsarafmagni sem ég fann, mér fannst ég finna straum í ofni hér í fingur mér, vægan samt, kannski var það klemmd taug í öxl, ofninn er notaður sem jarðtenging í innstungu, vír þar á milli, ég er með gamlan ísskáp sem ég fann , ef hann leiðir út í jarðtenginguna þá endar það í ofninum líklega og lekaliði slær ekki út. tók allt úr sambandi og setti eitt í einu í aftur og prófaði með hendi á ofn ,fann þetta ekki aftur. maður fær stóran rafmagnsreikning ef leiðir svona út líklega. ætlað að ath hvort raf mælir snýst hratt, einhverjar tillögur, var búinn að prófa ísskápinn í lekaliða innstungu og sló ekki út þá.


Ef þú heldur að það sé útleiðsla hjá þér og leikaliðinn fer ekki, þá er oft gott að ýta á test takkann á honum. Ef hann smellur út þá er hann í lagi, ef ekki þá getur verið að hann sé ónýtur eða vitlaust tengdur (gefið að þetta sé 1fasa eða 2fasa kerfi).

Ef þér finnst vera svona "tingle" þegar þú snertir tækið bendir það til þess að það sé útleiðsla, spurning er bara hvort að hún sé nóg til að tripa leikaliðanum (ef hann er í lagi).

Ef það er eitthvað skítmix í eldhúsinu hjá þér myndi ég ráðleggja þér að fá þér rafvirkja í heimsókn og skoða þetta, þar sem jarðtenging er mikilvægasta öryggisatriðið í húsarafmagni ;)


The real problem with hunting elephants is carrying the decoys.


Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Arnarr » Mið 30. Mar 2011 08:23

Prufaðu að tengja ofninn í tengillinn sem þú vilt hafa hann í, þá fer hann að hitna right? prufaðu svo að tengja hann öfugt í það tengi. Hitnar hann þá?



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2408
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð rafmagns snillinga v/ ofns

Pósturaf Black » Mið 30. Mar 2011 09:13

nevermind


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |