Nám eftir grunnskóla
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1947
- Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
- Reputation: 15
- Staðsetning: C:\Akureyri
- Staða: Ótengdur
Nám eftir grunnskóla
Sælir/ar vaktarar.
Fyrst ég hef ekkert að gera fór ég að spá í hvað ég færi að gera eftir grunnskólann. Fór að skoða þetta og fattaði að það er enginn braut í framhaldsskóla á Akureyri sem bíður uppá eitthvað í sambandi við tölvur.
Hvaða braut mynduð þið mæla með að fara á ef þú ætlast til að fara í nám tengt tölvum eftir stúdent?
og hvað er í boði eftir stúdent?
Eru eitthverjir framhaldskólar fyrir sunnan sem bjóða uppá tölvur/tækni braut?
Mbk. Bjarki
Fyrst ég hef ekkert að gera fór ég að spá í hvað ég færi að gera eftir grunnskólann. Fór að skoða þetta og fattaði að það er enginn braut í framhaldsskóla á Akureyri sem bíður uppá eitthvað í sambandi við tölvur.
Hvaða braut mynduð þið mæla með að fara á ef þú ætlast til að fara í nám tengt tölvum eftir stúdent?
og hvað er í boði eftir stúdent?
Eru eitthverjir framhaldskólar fyrir sunnan sem bjóða uppá tölvur/tækni braut?
Mbk. Bjarki
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1083
- Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
- Reputation: 0
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Tækniskólinn Myndi fara í hann ef ég væri þú.
Hérna er heimasíða skólans þeir bjóða upp á t.d. Forritun og alles.
http://www.tskoli.is/
Hérna er heimasíða skólans þeir bjóða upp á t.d. Forritun og alles.
http://www.tskoli.is/
Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1947
- Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
- Reputation: 15
- Staðsetning: C:\Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Takk fyrir þetta.
En þar sem ég bý á Akureyri, væri það síðasti kostur að flytja til rvk fyrir nám. En geri það ef ég finn ekkert annað spennandi. Hvaða braut væri best að taka ef ég færi í tölvur eftir stúdent?
btw. hvernig er félagslífið í tækniskólanum?
En þar sem ég bý á Akureyri, væri það síðasti kostur að flytja til rvk fyrir nám. En geri það ef ég finn ekkert annað spennandi. Hvaða braut væri best að taka ef ég færi í tölvur eftir stúdent?
btw. hvernig er félagslífið í tækniskólanum?
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1083
- Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
- Reputation: 0
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Er ekki hægt að fara á Tölvubraut í TS ?
Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1947
- Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
- Reputation: 15
- Staðsetning: C:\Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
SolidFeather skrifaði:Náttúrufræðibraut
Já, hef heyrt um að það sé nánast allt í boði eftir það.
Svo ein spurning í viðbót, gæti ég fengið eitthverjar einingar við að taka stöðupróf í hollensku?
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 280
- Skráði sig: Mán 25. Okt 2010 19:46
- Reputation: 5
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
BjarkiB skrifaði:SolidFeather skrifaði:Náttúrufræðibraut
Já, hef heyrt um að það sé nánast allt í boði eftir það.
Svo ein spurning í viðbót, gæti ég fengið eitthverjar einingar við að taka stöðupróf í hollensku?
þá sleppuru við að taka þýsku eða dönsku annað hvort er ekki viss samt
i7 2600k | Gigabyte P67A-UD4 | Mushkin 4x4 GB DDR3 @ 1333 MHz | Gigabyte 970GTX| HDD 5.75 TB | SSD Mushkin 250gb | W10
-
- Nörd
- Póstar: 117
- Skráði sig: Fim 09. Des 2010 01:19
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Ef þú ert metnaðarfullur og vilt verða alvöru forritari skaltu fara í MR, á eðlisfræðibraut, og taka forritun í val. Eftir það ferðu í hugbúnaðarverkfræði+tölvunarfræði í HÍ (já, þú getur tekið báðar gráðurnar í einu). Ef þú vilt ekki bara forrita heldur kannski fara í hardware eða einhverjar aðrar pælingar geturðu farið í tölvu- og rafmagnsverkfræði, það er geðveikt nám.
Ef þú nennir ekki MR pakkanum, þá geturðu alveg fengið svipaða hluti út úr MH ef þú velur rétt fög.
Ef þú ert ekki alveg jafn metnaðarfullur og vilt strax fara að fikta án þess að fá góðan stærðfræðigrunn (sem er samt fokkin mikilvægt ef þú vilt vel launaða vinnu), þá skaltu fara í tækniskólann. Ég er ekki að reyna að dissa tækniskólann, hann uppfyllir sitt hlutverk mjög vel, en ég get lofað þér því að þú kemst lengra með stærðfræðinámið úr MR.
Es. fyrst þú ert að pæla eitthvað í því, allar brautirnar í MR útskrifa þig þannig að þú getur farið í hvað sem er í HÍ. Einnig, já þú skalt tjekka á þessu með hollenskuna hjá þeim skóla sem þú endar í. Þeir geta sagt þér það og þú gætir fengið að sleppa því að læra fjórða tungumál (yfirleitt þýska, franska eða spænska).
Ef þú nennir ekki MR pakkanum, þá geturðu alveg fengið svipaða hluti út úr MH ef þú velur rétt fög.
Ef þú ert ekki alveg jafn metnaðarfullur og vilt strax fara að fikta án þess að fá góðan stærðfræðigrunn (sem er samt fokkin mikilvægt ef þú vilt vel launaða vinnu), þá skaltu fara í tækniskólann. Ég er ekki að reyna að dissa tækniskólann, hann uppfyllir sitt hlutverk mjög vel, en ég get lofað þér því að þú kemst lengra með stærðfræðinámið úr MR.
Es. fyrst þú ert að pæla eitthvað í því, allar brautirnar í MR útskrifa þig þannig að þú getur farið í hvað sem er í HÍ. Einnig, já þú skalt tjekka á þessu með hollenskuna hjá þeim skóla sem þú endar í. Þeir geta sagt þér það og þú gætir fengið að sleppa því að læra fjórða tungumál (yfirleitt þýska, franska eða spænska).
i7 950|Noctua NH-D14|ASUS P6X58D-E|Mushkin Ridgeback 3x2GB|PNY GTX 570|ASUS Xonar DX|Mushkin Chronos 120GB SSD|2x1TB RAID1|HAF X|Corsair HX850W||Samsung 27" P2770FH
Re: Nám eftir grunnskóla
það í raun skiptir ekki alveg öllu á hvaða braut þú byrjar, þarft alltaf að taka ákveðinn grunn, sem er venjulega íslenska, enska, stærfræði og stundum danska
Kubbur.Digital
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1947
- Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
- Reputation: 15
- Staðsetning: C:\Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Optimus skrifaði:Ef þú ert metnaðarfullur og vilt verða alvöru forritari skaltu fara í MR, á eðlisfræðibraut, og taka forritun í val. Eftir það ferðu í hugbúnaðarverkfræði+tölvunarfræði í HÍ (já, þú getur tekið báðar gráðurnar í einu). Ef þú vilt ekki bara forrita heldur kannski fara í hardware eða einhverjar aðrar pælingar geturðu farið í tölvu- og rafmagnsverkfræði, það er geðveikt nám.
Ef þú nennir ekki MR pakkanum, þá geturðu alveg fengið svipaða hluti út úr MH ef þú velur rétt fög.
Ef þú ert ekki alveg jafn metnaðarfullur og vilt strax fara að fikta án þess að fá góðan stærðfræðigrunn (sem er samt fokkin mikilvægt ef þú vilt vel launaða vinnu), þá skaltu fara í tækniskólann. Ég er ekki að reyna að dissa tækniskólann, hann uppfyllir sitt hlutverk mjög vel, en ég get lofað þér því að þú kemst lengra með stærðfræðinámið úr MR.
Es. fyrst þú ert að pæla eitthvað í því, allar brautirnar í MR útskrifa þig þannig að þú getur farið í hvað sem er í HÍ. Einnig, já þú skalt tjekka á þessu með hollenskuna hjá þeim skóla sem þú endar í. Þeir geta sagt þér það og þú gætir fengið að sleppa því að læra fjórða tungumál (yfirleitt þýska, franska eða spænska).
Þarna kom frábært svar
Hef allveg áhuga fyrir að taka góðan stærðfræðigrunn, hef alltaf þótt hún skemmtilegt, og oftast með 9,5 í meðaleinkunn. En veistu hvort Náttúrufræðibraut - eðlisfræðilína í MA sé eitthvað lík þessari í MR, stendur í lýsingunni að hún undirbýr góðan stærðfræðigrunn, og góður undirbúningur fyrir tölvufræði.
Síðast breytt af BjarkiB á Mán 21. Mar 2011 22:06, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Nörd
- Póstar: 117
- Skráði sig: Fim 09. Des 2010 01:19
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Var að sjá núna að þú vilt helst vera á Akureyri. Náttúrufræðibraut í MA er fínn valkostur. Það sem þú þarft helst fyrir tölvunám er stærðfræði, smá eðlisfræðigrunnur, og forritunargrunnur ef þú getur fengið hann. Þú ættir að skoða það hvort það sé forritunarval í MA. Eitt annað sem ég þarf að fá að segja þér er það að það skiptir ekki jafn miklu máli og fólk vill oftast halda hver kennir þér stærðfræði eða í hvaða skóla. Það sem skiptir máli er hversu mikinn metnað þú leggur í þitt nám. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú farir í MR eða MA, svo lengi sem þú vinnur vinnuna þína og ert metnaðarfullur.
Síðast breytt af Optimus á Mán 21. Mar 2011 22:08, breytt samtals 1 sinni.
i7 950|Noctua NH-D14|ASUS P6X58D-E|Mushkin Ridgeback 3x2GB|PNY GTX 570|ASUS Xonar DX|Mushkin Chronos 120GB SSD|2x1TB RAID1|HAF X|Corsair HX850W||Samsung 27" P2770FH
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Stærðfræði er svo langt frá því að vera jafn mikilvæg í forritun eins og hún var, þó það skaði ekkert að hafa mikinn stærðfræðigrunn.
Við skulum orða það þannig að ef þú ferð í Tölvunarfr./Hugbúnaðarverkfr. í HÍ þá græðirðu á því að vera með mjög sterkan stærðfræðigrunn en ef þú ætlar í HR þá skiptir það litlu sem engu.
Náttúrufræðibraut á Eðlisfræðilínu í MA ætti að jafnast á við MR-námið. Hef ekkert á móti MR (örugglega fínn skóli) en hvað þú lærir í skólanum er 80% undir þér komið þannig að hvaða skóla þú ferð í skiptir ekki öllu máli.
Annars hlýtur MA að bjóða uppá Tölvunarfræði-tengda áfanga á Náttúrufræðibrautinni, ég bara trúi ekki öðru! Fyrst að báðir skólarnir sem ég hef farið í buðu uppá nokkra forritunaráfanga (FAS og FVA) og eru miklu minni en MA þá hlýtur þú að geta tekið einhverja forritun þar. Ég reyndar tók enga forritunaráfanga í menntaskóla en er í Tölvunarfræði í HÍ.
Ráð mitt til þín...EKKI fara á félagsfræðibraut!
Náttúrufræðibraut er sterkari upp á framhaldið, nema þú sért harðákveðinn í að fara út í "the womens science".
EDIT: @Optimus: Massífur stærðfræðigrunnur er ekki nauðsyn til þess að fá vel launaða vinnu!
Við skulum orða það þannig að ef þú ferð í Tölvunarfr./Hugbúnaðarverkfr. í HÍ þá græðirðu á því að vera með mjög sterkan stærðfræðigrunn en ef þú ætlar í HR þá skiptir það litlu sem engu.
Náttúrufræðibraut á Eðlisfræðilínu í MA ætti að jafnast á við MR-námið. Hef ekkert á móti MR (örugglega fínn skóli) en hvað þú lærir í skólanum er 80% undir þér komið þannig að hvaða skóla þú ferð í skiptir ekki öllu máli.
Annars hlýtur MA að bjóða uppá Tölvunarfræði-tengda áfanga á Náttúrufræðibrautinni, ég bara trúi ekki öðru! Fyrst að báðir skólarnir sem ég hef farið í buðu uppá nokkra forritunaráfanga (FAS og FVA) og eru miklu minni en MA þá hlýtur þú að geta tekið einhverja forritun þar. Ég reyndar tók enga forritunaráfanga í menntaskóla en er í Tölvunarfræði í HÍ.
Ráð mitt til þín...EKKI fara á félagsfræðibraut!
Náttúrufræðibraut er sterkari upp á framhaldið, nema þú sért harðákveðinn í að fara út í "the womens science".
EDIT: @Optimus: Massífur stærðfræðigrunnur er ekki nauðsyn til þess að fá vel launaða vinnu!
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 223
- Skráði sig: Lau 03. Maí 2008 07:54
- Reputation: 0
- Staðsetning: You be trippin
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
BjarkiB skrifaði:
btw. hvernig er félagslífið í tækniskólanum?
LOL, hvaða félagslíf
AMD Phenom II X6 1090T - Corsair H50 - Gigabyte 890FXA-UD5- Nvidia Geforce GTX260 - 2x2 GB Mushkin 1600MHz DDR3 - 750W SilverStone PSU - 2x 500GB Western Digital + 320 GB Western Digital + 1,5 Tb Western Digital Green - BenQ 24" LED 1920x1080 - Acer V223W 22" 1680x1050
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
coldcut ég geri ráð fyrir því að þú hafir prófað bæði HR og HÍ áður en þú skrifaðir þetta?
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
-
- Nörd
- Póstar: 104
- Skráði sig: Lau 03. Maí 2008 20:02
- Reputation: 0
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Mæli allaveganna ekki með VMA ef þú ætlar að taka einhverja stærðfræði, getur mest tekið 25 einingar þar og kannski 6 eðlisfræði einingar
Gigabyte GA-P35-DS3L - E2180 @ 2.00 GHz - 2x 1GB GeIL DDR2-800MHz - ATI Radeon R4650 - Samsung Syncmaster 203b - WD 640GB-sata - 2x200gb-ide - Samsung Superwrite Master - Logitech Elite - Logitech G500 mús - Logitech Rumblepad 2
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
intenz skrifaði:coldcut ég geri ráð fyrir því að þú hafir prófað bæði HR og HÍ áður en þú skrifaðir þetta?
Nei það hef ég ekki en ég hef skoðað bæði námin mjög vel. Alls ekki taka þessu sem einhverju dissi á HR og tölvunarfræðikennsluna þar því þetta átti ekki að koma þannig út.
Málið er bara að Tölvunarfræði-námið í HÍ er frekar stærðfræðimiðað sem er ekki skrýtið þegar "aðal" tölvunarfræðikennarinn tók Bachelor-gráðu í stærðfræði en tók síðan a.m.k. doktorspróf í tölvunarfræði (þori ekki að fara það í hverju hann tók Masters-gráðu).
Persónulega finnst mér námið í HR að mörgu leyti meira heillandi og hef svona verið að spá í að skipta...það er bara svo fjári dýrt
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
BjarkiB skrifaði:Tbtw. hvernig er félagslífið í tækniskólanum?
Það er bara núll félagslíf í tækniskólanum..
En búinn að skoða hvað VMA hefur uppá að bjóða ?
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1083
- Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
- Reputation: 0
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Ég hef sjálfur fáránlegan áhuga á að fara í Tölvufræði enn hef alls engan áhuga á Stærðfræði er einu ári á eftir og er með svona 4,0 í meðaæeinkun.
Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1570
- Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
- Reputation: 44
- Staðsetning: Breiðholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Plushy skrifaði:Tækniskólinn?
Síðan er mikið af fjölbreytni í Borgarholtsskóla.
ég byrjaði í Iðnskólanum( eða tækniskólanum eins og hann heitir í dag) á tölvubraut, það versta við hana er að það er allt of mikil forritun sem er kennd þarna, (mæli ekki með þessari braut ef þú ert lélegur í stærfræði) það er mjög lítið kennt á vélbúnað þarna, það sem þú lærir þarna er CSS og html forritun, svo eitthvað í photoshop, og sögu tölvunar og svo enn meiri forritun basicly.
ég hætti á þessari braut og færði mig svo yfir í borgarholtsskóla á verslunarbraut, en eina brautin þar sem tengist tölvum eitthvað er margmiðlunarbraut, en þar ertu basicly bara að vinna með myndir og eitthvað.
annars það sem ég gerði er að ég lærði alla mína tölvuþekkingu í NTV http://www.ntv.is sem er frábært, tók hann til hliðar við hitt námið mitt í borgó,
og það sem ég hef lært í ntv er
A+ CompTIA - Tölvuviðgerðir
Network+ - Kerfisumsjón
Microsoft Certified Technology specialist:exam 70-620
Microsoft Certified Technology specialist: exam 70-640
Microsoft Certified Technology specialist: exam 70-642
Microsoft Certified IT Professional: exam 70-646
og svo stefni ég á MCDST og CCNA þegar maður eignast aftur pening hehe
NTV er dýr sure, en það eru mjög góðir kennarar þarna, og þetta marg borgar sig seinna þegar þessu er lokið
ég vinn sem Kerfisstjóri hjá 300 manna fyrirtæki, hefði ekki gert það ef ég hefði ekki tekið á mig þetta nám.
því flest fyrirtæki sem eru að sækjast eftir kerfisstjórum í vinnu krefjast að einstaklingurinn hafi MCITP, MCTS eða CCNA gráðu í dag
en ef þú villt læra forritun þá skalltu skella þér í iðnskólann/tækniskólann,
CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Ég trúi ekki að það sé bara kennt CSS og HTML forritun í Tækniskólanum, þá er það skelfilegur undirbúningur fyrir háskólanám.
Þeir hljóta að kenna Java eða C++
Er þetta e-ð grín eða???
haha ég ætlaði að segja það!!! Tölvubrautirnar eru greinilega málið þarna...nokkrir snilldar sérgreina-áfangar þar!
Þeir hljóta að kenna Java eða C++
Er þetta e-ð grín eða???
haha ég ætlaði að segja það!!! Tölvubrautirnar eru greinilega málið þarna...nokkrir snilldar sérgreina-áfangar þar!
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1570
- Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
- Reputation: 44
- Staðsetning: Breiðholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
coldcut skrifaði:Ég trúi ekki að það sé bara kennt CSS og HTML forritun í Tækniskólanum, þá er það skelfilegur undirbúningur fyrir háskólanám.
Þeir hljóta að kenna Java eða C++
já þeir kenna Java og C++
gleymdi að minnast á það
CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1083
- Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
- Reputation: 0
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Enn benzman þarna Nýji tölvo og vipskiptaskólinn er ekki hægt að vera í fullum skóla þarna ég sé bara svona 1 og hálfs mánaða námskeið og eitthvað þarna ;S
Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 659
- Skráði sig: Sun 24. Feb 2008 00:02
- Reputation: 0
- Staðsetning: Í himnaríki kobbans
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
benzmann skrifaði:coldcut skrifaði:Ég trúi ekki að það sé bara kennt CSS og HTML forritun í Tækniskólanum, þá er það skelfilegur undirbúningur fyrir háskólanám.
Þeir hljóta að kenna Java eða C++
já þeir kenna Java og C++
gleymdi að minnast á það
Ég er á tölvubraut og það er kennt forritun í C# og svo einhvað sá fleyrra vesen en aðalega C#.
Coolermaster HAFX + Nexus RX-8500 850W , EVGA P67 FTW, I7-2600K@4.6GHz HT on, Gigabyte AMD RADEON HD7950OC 3GB, Gskil sniper 8GB, 2xMushkin Chronos 120GB SSD, 500GB,1TB,Windows 7 64-bita
Starfsmaður @ Tölvutek
Starfsmaður @ Tölvutek
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 936
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Nám eftir grunnskóla
Ég er á fyrsta ári á Margmiðlunarhönnunarbraut í Borgarholtsskóla, og hingað til hefur þetta verið mjög skemmtilegt nám.
Þessi braut er aðeins 3 ár, en svo getur maður tekið 1 viðbótarár til að fá stúdentspróf.
Á fyrstu önninni var ég í sjónlist 103 og 203. Þar lærði maður að teikna, að skyggja, litafræði og að teikna í þrívídd, sem og smá grunn í Illustrator.
Núna er ég í MHL106 áfanga sem er vefsíðugerð og ljósmyndun splæst saman. Þar er notað Dreamweaver til að setja upp HTML síður með CSS stílsniðssíðum á þann hátt að hvaða auli sem er getur sett upp vefsíðu. Þessi grunnur í CSS og HTML gerði mér kleift að byrja að skrifa CSS og HTML kóða frá grunni, en það var bara eitthvað sem ég gerði uppá eigin spýtur. Einnig lærir maður á helstu fídusa og stillingar á myndavélum og fleira varðandi myndbyggingu o.s.fv.
Með þessu eru áfangar í myndlistarsögu og lista- og menningarsögu. Í þeim tímum er aðallega unnin hópavinna og svo fyrirlestrar þess á milli.
Svo á hverri önn eru 2 "venjulegir" áfangar (t.d. á þeirri fyrstu er enska 103 og íslenska 103), sem og einn íþróttaáfangi.
Á 4. önn skiptist brautin í tvær "undirbrautir", fjölmiðlatækni og grafíska hönnun. Sjálfur ætla ég í grafíska hönnun
Hingað til hefur mér þótt þetta frekar auðvelt nám, en álagið eykst með tímanum og mikið af stórum verkefnum í gangi í einu, og verkefnin verða alltaf stærri og stærri.
Eini "gallinn" er sá að það er bara gerð krafa um 2 áfanga í stærðfræði (sem ég kláraði í fjarnámi í grunnskóla), en það er enginn að banna manni að taka fleiri stæ áfanga aukalega
Þori samt eiginlega ekki að mæla með þessari braut ef þú ert meira fyrir forritun heldur en hönnun. Myndi þá frekar skoða Tækniskólann.
Þessi braut er aðeins 3 ár, en svo getur maður tekið 1 viðbótarár til að fá stúdentspróf.
Á fyrstu önninni var ég í sjónlist 103 og 203. Þar lærði maður að teikna, að skyggja, litafræði og að teikna í þrívídd, sem og smá grunn í Illustrator.
Núna er ég í MHL106 áfanga sem er vefsíðugerð og ljósmyndun splæst saman. Þar er notað Dreamweaver til að setja upp HTML síður með CSS stílsniðssíðum á þann hátt að hvaða auli sem er getur sett upp vefsíðu. Þessi grunnur í CSS og HTML gerði mér kleift að byrja að skrifa CSS og HTML kóða frá grunni, en það var bara eitthvað sem ég gerði uppá eigin spýtur. Einnig lærir maður á helstu fídusa og stillingar á myndavélum og fleira varðandi myndbyggingu o.s.fv.
Með þessu eru áfangar í myndlistarsögu og lista- og menningarsögu. Í þeim tímum er aðallega unnin hópavinna og svo fyrirlestrar þess á milli.
Svo á hverri önn eru 2 "venjulegir" áfangar (t.d. á þeirri fyrstu er enska 103 og íslenska 103), sem og einn íþróttaáfangi.
Á 4. önn skiptist brautin í tvær "undirbrautir", fjölmiðlatækni og grafíska hönnun. Sjálfur ætla ég í grafíska hönnun
Hingað til hefur mér þótt þetta frekar auðvelt nám, en álagið eykst með tímanum og mikið af stórum verkefnum í gangi í einu, og verkefnin verða alltaf stærri og stærri.
Eini "gallinn" er sá að það er bara gerð krafa um 2 áfanga í stærðfræði (sem ég kláraði í fjarnámi í grunnskóla), en það er enginn að banna manni að taka fleiri stæ áfanga aukalega
Þori samt eiginlega ekki að mæla með þessari braut ef þú ert meira fyrir forritun heldur en hönnun. Myndi þá frekar skoða Tækniskólann.