GuðjónR skrifaði:Ekki kommenta með þessum hætti á útreikningana ef
þú skilur þá ekki.En þetta er rétt reiknað. Ég útskýri í sviga forsendurnar, þú getur farið á
http://www.skattur.is og
http://www.rsk.is og séð að þetta er rétt.
Tryggingagjald er 8.65 % af launum plús mótframlag sem í þessu tilfelli væri 8.65% af 1.080.000.- þú greiðir hins vegar ekki tekjuskatt af mótframlagi strax, ekki fyrr en að því kemur að þú ferð að fá greitt úr lífeyrirssjóði.
Þegar þú ert launamaður hjá eiginfélagi þá situr þú beggja megin borðs, þ.e. borgar þín 4% sem launamaður og borgar líka hin 8% sem atvinnurekandi 4+8=12
Þessi útreikningur var ekki til þess að vera skattur101 og heldur engöngu til að sýna fram á hversu öfgafullt það er að ætla að hafa skattprósentuna svona háa.
Ég held ég skilji þá fullkomlega þakka þér fyrir, ég held að þú skiljir ekki hvað ég er að biðja þig um að útskýra nánar.
12% greiðslan í lífeyrissjóð er ekki dregin af nettótekjum (eftir skatt), heldur af brúttótekjum. 8,65% tryggingagjaldið er dregið af brúttótekjum, ekki nettótekjum.
Ef við gefum okkur útreiknaðar launatekjur (í ofurtekjuflokki) 1.000.000 þá greiðirðu 80% skatt af 960.000 og fær því útborgað 192.000 kr af þessari milljón.
Að auki ber þér sem verktaka (eða þínum atvinnurekanda) að greiða 165.000 í lífeyrissjóð og tryggingargjöld. (Raunar ætti ekki að reikna tryggingargjald af 4% lífeyrissjóðsgreiðslunni heldur því hún er ekki partur af skattstofni).
1.000.000
-40.000
-768.000
=
192.000Heildarkostnaður launagreiðandas (verkatakans) 1.165.000 og fyrir þær þénar launamaðurinn 192.000 kr. (eða 164 þúsund af hverri milljón).
Skilurðu núna hvað ég var að velta fyrir mér GuðjónR?
(og aftur, ég er ekkert að styðja ofurskatta á ofurlaun enda væru þeir ekki lausnin á vandamálinu, en ég vil hafa rökfærslur "réttar").