laemingi skrifaði:Þú TRÚIR að A sé forsendan og út frá því sem þú TRÚIR stenst B???
Ef þú skilur ekki hversu mikið bull þetta og hversu langt þetta er frá rökhugsun og vísindum þá gæti ég alveg eins rifist við Ray Comfory um banana kenninguna hans
Ég var að reyna að gera þetta einfalt fyrir þig en þetta var e.t.v. of mikil einföldun þannig að í staðin fyrir að reyna að skilja þetta þá kemurðu með flame. Lestu það sem þú skrifar eins og það hafi verið skrifað til þín þá losnarðu við meirihlutan af óþarfa rökleysum úr skrifum þínum.
Vísindaleg nálgun byggist upp á að túlka gögn (niðurstöður úr rannsóknum) út frá gefnum forsendum (heimsmynd eða frumkenningum) og reyna þannig þannig að komast að samhengi sem stenst miðað við þær forsendur sem voru gefnar (tilgátu eða kenningu) sem í fyllingu tímans getur verið kallað lögmál ef það stenst við allar prófanlegar aðstæður.
Ertu að reyna að segja að stærðfræði sé ekki vísindi þar sem þú getur ekki prófað hana með efnislegum gögnum og rannsóknum. Stærðfræðin eru reyndar vísindi á sínu hreinasta formi.
Er ég að segja að gagnaöflun og rannsóknir séu ekki mikilvægar? Nei það er ég ekki að gera, en byggjast ekki á staðreyndum eingöngu, þau byggjast líka á frumforsendum vísindalegrar aðferðar og túlkunar á gögnunum eftir þeim forsendum.
Að lokum varðandi niðurlag þitt:
Nei, það er munur á því að vera með athuganir og rannsóknir sem standast trekk í trekk frá mörgum hliðum en að áætla bara eitthvað af því þér finnst það og þú TRÚIR því."
- Strawman, þú ert að tala um eitthvern annan en mig eða að gefa mér eitthvað sem ég hef ekki sagt og ræðst á það.
Heldur þú að einhver fræðimaður taki mark á því sem þú segir?
- Appeal to authority, en til að svara þér þá já, ég hef enga minnimáttakennd gagnvart fræðimönnum og tel mig geta átt djúpar og gefandi samræður við þá.
Afhverju ert þú þá ekki búinn að fá Nobels verðlaunin fyrir að sýna fram á yfirnáttúruleg öfl?
- Appeal to authority, false dillema, red hearring, you name it. Fjöldi vísindamanna hefur haldið fram trú sinni og unnið vísindastörf sín út frá henni og uppskorið Nobelsverðlaun fyrir þau störf. Ég hef ekki ennþá gert það en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér
Eru allir virtir fræðimenn á villugötum á meðan þú sérð í gegnum matrixinn? Pffff......
Strawman, Generalization og Appeal to authority, ég er ekki að halda fram að "allir virtir fræðimenn" séu á "villugötum", þess utan þá eru ekki allir virtir fræðimenn sammála um frumforsendur á bak við vísindin né heldur mikilvæg álitamál varðandi helstu vísindakenningar nútímans og jafnvel ef svo væri þá skiptir það ekki máli heldur einungis hvort samræmi sé milli tilgátna og mæliniðurstöðum út frá þeim forsendum sem þeir gefa sér.
Það að þér hafi tekist að koma svona mörgum rökvillum í svo stutt mál er undravert. I salute you!