út frá trúarumræðu djoli

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf kubbur » Mið 29. Des 2010 10:47

fínt að hafa þráðinn allavega á réttum stað til að byrja með, korkurinn "vaktin.is" er fyrir umræður tengdar síðunni sjálfri

Ástæðan fyrir því að ég trúi á æðri mátt!
Það getur ekki verið að ástæðulausu sem trúin á æðri mátt hefur fylgt mannkyninu frá því að "við" fórum að nota tvo jafnfljóta, og þó það væri að ástæðulausu þá erum "við" búin að trúa svo lengi að þetta er hætt að vera val, líkaminn einfaldlega þarfnast þess að við trúum, uppá efnaskipti í heilanum.
Síðan var maður alinn upp við þetta, og ég hugsa að það spili líka stórt hlutverk.

Og þó að þessar þrjár ástæður væru bull, þá er tilhugsunin um að það sé eitthvað stærra þarna úti skárri en að "við" séum ein í heiminum.

"við"=mannkynið

Ég held upp á jólin, páskana og allt það, af því að það er hefð, og mér finnst það ekki koma trú neitt við, mér finnst ekkert að því að fagna.

Ég tel að öll trú sé uppsprottin frá einum og sama atburðinum, hvort sem það sé loftsteinn, geimverur, norðurljósin eða eitthvað annað, og því leyfi ég mér að einfaldlega trúa á æðri mátt, og er ekkert að skilgreina hvort það sé búddismi, hindúismi, kristnitrú, ásatrú eða eitthvað annað.


Ég einfaldlega trúi :)


Kubbur.Digital

Skjámynd

Hvati
Geek
Póstar: 804
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf Hvati » Mið 29. Des 2010 10:59

kubbur skrifaði:líkaminn einfaldlega þarfnast þess að við trúum, uppá efnaskipti í heilanum.

Viltu vera svo vænn og koma með staðfestingu á þessari ályktun þinnar?



Skjámynd

Höfundur
kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf kubbur » Mið 29. Des 2010 11:02

oobs, þetta átti að heita getgáta


Kubbur.Digital


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf AntiTrust » Mið 29. Des 2010 11:19

Það er ekkert að ástæðulausu nei. Manneskjan hefur alltaf leitast eftir svörum. Trúarbrögð voru svörin fyrir þá sem urðu að "vita", þegar svörin sem við höfum í dag voru ekki í boði.

Í dag höfum við svör við flestu, þó það sé ekki nema grunnskilningur á ákveðnum fyrirbrigðum. Trúarbrögð verða meira úreld eftir því sem við lærum og uppgötvum meira.

Það verður gaman að sjá trúarsamfélög réttlæta sjálf sig þegar CERN nær sínum takmörkum.

Annars skil ég ekki þessa þrá við að telja sér alltaf trú um að við séum ekki ein. Hverju skiptir það máli?



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf beatmaster » Mið 29. Des 2010 11:28

AntiTrust skrifaði:Það er ekkert að ástæðulausu nei. Manneskjan hefur alltaf leitast eftir svörum. Trúarbrögð voru svörin fyrir þá sem urðu að "vita", þegar svörin sem við höfum í dag voru ekki í boði.

Í dag höfum við svör við flestu, þó það sé ekki nema grunnskilningur á ákveðnum fyrirbrigðum. Trúarbrögð verða meira úreld eftir því sem við lærum og uppgötvum meira.

Það verður gaman að sjá trúarsamfélög réttlæta sjálf sig þegar CERN nær sínum takmörkum.

Annars skil ég ekki þessa þrá við að telja sér alltaf trú um að við séum ekki ein. Hverju skiptir það máli?
Ef að alheimurinn varð til í stórri sprengingu, hvað/hver orsakaði sprenginguna?

Ég hef alltaf fundist Stórahvells-kenningin vera hálf skrítin,

"Það var ekkert til og svo allt í einu sprakk allt draslið bara upp úr þurru..."

Ég vil taka það fram að ég er ekki trúaður maður í skilningi þess orðs, mér sýnist bara trúleysi vera orðinn ákveðin trúarbrögð í sjálfu sér og það er það allra fáránlegasta í þessu öllu saman


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf GuðjónR » Mið 29. Des 2010 11:34

kubbur skrifaði:fínt að hafa þráðinn allavega á réttum stað til að byrja með, korkurinn "vaktin.is" er fyrir umræður tengdar síðunni sjálfri

*fært*



Skjámynd

Höfundur
kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf kubbur » Mið 29. Des 2010 11:46

eina ástæðan fyrir því að ég trú er að það er nice tilhugsun að það sé eitthvað æðra en maður sjálfur


Kubbur.Digital


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf AntiTrust » Mið 29. Des 2010 11:47

beatmaster skrifaði:Ef að alheimurinn varð til í stórri sprengingu, hvað/hver orsakaði sprenginguna?

Ég hef alltaf fundist Stórahvells-kenningin vera hálf skrítin,
"Það var ekkert til og svo allt í einu sprakk allt draslið bara upp úr þurru..."
Ég vil taka það fram að ég er ekki trúaður maður í skilningi þess orðs, mér sýnist bara trúleysi vera orðinn ákveðin trúarbrögð í sjálfu sér og það er það allra fáránlegasta í þessu öllu saman


Býstu virkilega við því að ég get svarað þessu, þegar menn eins og Albert Einstein, Edward Hubble og Georges Lemaître gátu ekki útskýrt það sjálfir? Tala nú ekki um þá menn sem er hvað fremst í fararbroddi í þessum málum í dag, sem hafa talsvert meira sér til hjálpar en þeir sem ég taldi fyrr upp.

Það eru 80 ár síðan kenningin um Mikla hvell var fyrst lögð fram ef ég man rétt, og við erum stanslaust að komast að nýjum hlutum sem hjálpa okkur að skilja þetta fyrirbrigði. Afþví að við erum ekki ennþá komin með fullgilt svar, sem útskýrir nákvæmlega hvernig heimurinn byrjaði, er þá rökréttara og eðlilegra að trúa á e-ð æðra vald?

97% af vísindasamfélaginu eins og það leggur sig trúir ekki á guð. Vísindasamfélagið í heild sinni telur Miklahvells kenninguna líklegustu útskýringuna í dag til að útskýra hvernig heimurinn varð til.

mér sýnist bara trúleysi vera orðinn ákveðin trúarbrögð í sjálfu sér


Ég vill fá skilgreiningu/útskýringu á þessu frá þér, og tel mig eiga heimturétt á því þar sem þú setur mig, trúleysingja, undir trúarbragðahatt.




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf Tesli » Mið 29. Des 2010 11:53

beatmaster skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Það er ekkert að ástæðulausu nei. Manneskjan hefur alltaf leitast eftir svörum. Trúarbrögð voru svörin fyrir þá sem urðu að "vita", þegar svörin sem við höfum í dag voru ekki í boði.

Í dag höfum við svör við flestu, þó það sé ekki nema grunnskilningur á ákveðnum fyrirbrigðum. Trúarbrögð verða meira úreld eftir því sem við lærum og uppgötvum meira.

Það verður gaman að sjá trúarsamfélög réttlæta sjálf sig þegar CERN nær sínum takmörkum.

Annars skil ég ekki þessa þrá við að telja sér alltaf trú um að við séum ekki ein. Hverju skiptir það máli?
Ef að alheimurinn varð til í stórri sprengingu, hvað/hver orsakaði sprenginguna?

Ég hef alltaf fundist Stórahvells-kenningin vera hálf skrítin,

"Það var ekkert til og svo allt í einu sprakk allt draslið bara upp úr þurru..."

Ég vil taka það fram að ég er ekki trúaður maður í skilningi þess orðs, mér sýnist bara trúleysi vera orðinn ákveðin trúarbrögð í sjálfu sér og það er það allra fáránlegasta í þessu öllu saman


Ég hef alltaf fundist Stórahvells-kenningin vera hálf skrítin,

Ég skil ekki kenninguna og þess vegna er hún fáranleg?
Ég vil taka það fram að ég er ekki trúaður maður í skilningi þess orðs, mér sýnist bara trúleysi vera orðinn ákveðin trúarbrögð í sjálfu sér og það er það allra fáránlegasta í þessu öllu saman

Þannig að ef maður safnar ekki frímerkjum er hægt að segja að hann sé "ekkifrímerkja safnari"?
Trúleysi er einfaldlega ekki trú á guð, ekkert annað.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf beatmaster » Mið 29. Des 2010 18:20

AntiTrust skrifaði:Ég vill fá skilgreiningu/útskýringu á þessu frá þér, og tel mig eiga heimturétt á því þar sem þú setur mig, trúleysingja, undir trúarbragðahatt.
Það sem að ég vildi koma frá mér var einfaldlega það að ég hef ekki áhuga á að fá predikun frá einum né neinum um hinn eina sanna sannleik um guð, hvort sem að sá sannleikur snýst um tilveru guðs eða skort á tilveru hans


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 29. Des 2010 18:38

beatmaster skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Það er ekkert að ástæðulausu nei. Manneskjan hefur alltaf leitast eftir svörum. Trúarbrögð voru svörin fyrir þá sem urðu að "vita", þegar svörin sem við höfum í dag voru ekki í boði.

Í dag höfum við svör við flestu, þó það sé ekki nema grunnskilningur á ákveðnum fyrirbrigðum. Trúarbrögð verða meira úreld eftir því sem við lærum og uppgötvum meira.

Það verður gaman að sjá trúarsamfélög réttlæta sjálf sig þegar CERN nær sínum takmörkum.

Annars skil ég ekki þessa þrá við að telja sér alltaf trú um að við séum ekki ein. Hverju skiptir það máli?
Ef að alheimurinn varð til í stórri sprengingu, hvað/hver orsakaði sprenginguna?

Ég hef alltaf fundist Stórahvells-kenningin vera hálf skrítin,

"Það var ekkert til og svo allt í einu sprakk allt draslið bara upp úr þurru..."

Ég vil taka það fram að ég er ekki trúaður maður í skilningi þess orðs, mér sýnist bara trúleysi vera orðinn ákveðin trúarbrögð í sjálfu sér og það er það allra fáránlegasta í þessu öllu saman


Þrýstingur, massi, ég veit ekki.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf gumol » Mið 29. Des 2010 18:42

Var búinn að skrifa dáldið langt svar í hinn þráðinn þegar honum var læst, læt það fylgja hérna þar sem þesssi er ennþá opinn.
wICE_man skrifaði:Sjáið til, trúað fólk er oftast þögulla um trúarskoðanir sínar og umburðarlindara gagnvart trúarskoðunum annara en trúleysingjar.
Þetta er nú bara kjaftæði.

Get ekki séð að kristnir séu td. umburðarlindir gagnvart múslimum sem vilja byggja mosku á Íslandi. Ekki heldur gagnvart trúlausum, biskup Íslands segir td. að trúleysi ógni mannlegu samfélagi. Það þýðir ekkert að afgreiða trúaða sem tala um trú sína sem trúarnöttara en trúleysingja sem tala um skoðanir sínar á trú sem dæmigerðan trúleysingja. Það er ekki þannig.

wICE_man skrifaði:Vandamálið sem ég hef með trúleysi (þá er ég ekki að tala um agnostic/hlutleysi) er það hversu órökrétt sú lífskoðun er. Að segja að ekkert sé til utan efnisins og eingöngu það sem sé hægt að sanna efnislega sé hægt að taka alvarlega er ótrúlega skammsýnt. Tökum dæmi um óefnislegt fyrirbrygði. Rökhyggja er óefnisleg. Þó svo að við getum notað efnislega hluti til að reyna að myndgera rökfræði okkar þá krefst rökhyggja alltaf að menn trúi á tilvist rökfræðilegra sanninda og ósanninda. T.d. eftirfarandi fullyrðing, ef A = B og B != C þá er A !=C, krefst þess að við samþykjum lögmál um samræmi og algildan sannleik. Ef þú samþykkir ekki þessa óefnislegu hluti þá ertu ófær um jafnvel einföldustu röksemdarfærslur.


Svarið við restinni af greininni þinni er vísindi. Vísindalegar aðferðir hafa verið notaðar til að sýna fram á öll þessu atriði sem þú nefndir, þetta sem þú hélst fram að væri bara hægt að halda fram með trú. Þú getur skrumskrælt einstaka kenningar úr rökfræði máli þínu til stuðnings, en það breytir því ekki að á bakvið kenningar vísindanna eru vísindalegar sannanir sem byggja á niðurstöðum vinnu sem framkvæmd hefur verið eftir vísindalegri aðferð.

Ekki fara að rugla með hugtökin, það er ekki kenning í vísindalegum skilningi þegar einhverjum dúdda sem situr heima við tölvuna sína milli jóla og nýárs dettur eitthvað í hug. Kenning er tilgáta sem hefur verið prófuð með ítarlegum hætti og vísindamenn eru almennt sammála um að sé rétt. Það að A = B og B != C leiði af sér að A != C hefur ekkert með trú eða trúarbrögð að gera.

Það að halda einhverju fram og sanna það er ekki trú.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf Viktor » Mið 29. Des 2010 18:50

Vil benda þeim sem trúa á Guð á undirskriftina mína.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf Gúrú » Mið 29. Des 2010 19:41

beatmaster skrifaði:Ef að alheimurinn varð til í stórri sprengingu, hvað/hver orsakaði sprenginguna?
Ég hef alltaf fundist Stórahvells-kenningin vera hálf skrítin,
"Það var ekkert til og svo allt í einu sprakk allt draslið bara upp úr þurru..."
Ég vil taka það fram að ég er ekki trúaður maður í skilningi þess orðs,


Til að hafa það á hreinu:
Alheimurinn varð ekki til í 'sprengingu' skv. miklahvellskenningunni (heldur útþenslu)
Þegar að átt er við alheiminn er ekki sjálfkrafa átt við að allt heldur allt sem varð til eftir það og er nú til
Alheimurinn varð ekki til úr engu samkvæmt miklahvellskenningunni, alheimurinn varð til úr öllu því sem var áður til fyrir 10^−43 sekúndurnar frá byrjun þenslu og það er engin leið fyrir neinn að vita hvað var til fyrir það tímabil.

Það er þreytandi að heyra það endalaust að 'trúleysi' sé 'trú' vegna þess að trúleysingjar trúa því að allt hafi orðið til úr 'engu',
sem er akkúrat það sem að þeir þurfa ekki að gera og á sama tíma trúir þetta fólk sem endurtekur þessa tuggu sér til huggunar
yfirleitt á Abrahamstrú sem segir að nákvæmlega það hafi gerst (Related Macro).

@gumol wICE_man's meining á orðinu trú þýðir allt sem er ekki nihilismi (og svo stundum 'skoðanaskipti' eða 'áróður' ef þú bætir við -boð),
það er t.d. trúboð í hans skilningi ef ég segi þér að þú sért í alheiminum sem ég er í o.s.frv.
(Ég 'trúi' því að ég sé sitjandi núna á sama hátt og að einhver 'trúir' því að Jesús hafi framkvæmt nuclear fusion til að mynda kolefnisatómin í víni úr vetni í vatni iho)
En svo talar hann um 'trúað' fólk (sem væru þá allir nema nihilistar m.v. fyrrum beitingu orðsins) og þá ruglast þetta allt og þá er ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvaða concept hann á við í hverri setningu svo ég sleppi þessu bara.


Modus ponens

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf SolidFeather » Mið 29. Des 2010 21:07

Haha, þessir trúarþræðir eru snilld. Það sem að fólki dettur í hug!



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf mind » Fim 30. Des 2010 00:24

Hér er besta ástæða sem ég veit fyrir því að trúa ekki.

Við fæðumst án trúar(því liggur sönnunarbyrgðin hjá trúuðum en ekki trúlausum)

Vísindi hefur töluvert meiri sannanleg rök bakvið sig en flest öll trú, ég veit ekki til þess að trú hafi við nein að styðjast hvað varðar útskýringar á heiminum.

Vísindi gera sig ekki út fyrir að vera æðsta vald eða eina rétta kostinn, þau bjóða einungis uppá bestu sameiginlegu útskýringu mannkyns um hvernig hlutirnir urðu til og gerir ráð fyrir því að sú útskýring gæti úrelst með tilkomu betri.

Hinsvegar er trú rosalega einfaldur, heilalaus og fallega skreyttur pakki, ef maður er fyrir svoleiðis.



Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 3
Staða: Tengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf sakaxxx » Fim 30. Des 2010 00:52

Mynd

Mynd
Mynd
Mynd

Mynd


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf wICE_man » Fim 30. Des 2010 02:08

gumol skrifaði:Get ekki séð að kristnir séu td. umburðarlindir gagnvart múslimum sem vilja byggja mosku á Íslandi.


Við leifum þeim það... ...ég reyndar skil ekki af hverju þeir fá ekki að byggja sitthvora moskuna en það er í raun deilumál þeirra innbirðis að mér skilst.

gumol skrifaði:biskup Íslands segir td. að trúleysi ógni mannlegu samfélagi.


Það er bara nýlega að karlinn er byrjaður að nefna þetta í framhjáhlaupi og það er gert stórmál úr því. Hvað geturðu talið marga trúleysingja á þessum tveimur þráðum sem hafa haldið nákvæmlega fram sama hlut um Kristna trú eða trú allmennt?

Stór meirihluti þeirra sem rífast um þessi mál á spjallþráðum sem þessum eru trúlausir. Yfirgnæfandi meirihluti fólks eru hins vegar trúaðir. Ég ætla ekki að hjálpa þér neitt frekar með stærðfræðina en læt mér nægja að segja að þú veldur mér vonbrygðum. Ég hef hærra álit á þér en þetta.

gumol skrifaði:Vísindalegar aðferðir hafa verið notaðar til að sýna fram á öll þessu atriði sem þú nefndir


Nei gumol, atriðin sem ég nefndi eru nokkur af þeim atriðum sem vísindaleg aðferðarfræði byggist upp á ekki öfugt.

@ Gúrú, ástæðan fyrir að við notum ekki orðið "sprenging" yfir miklahvell er ekki vísindalegri en sú að okkur finnst það ekki nógu töff. En vitanlega merkir sprenging einfaldlega hröð efnisleg hvörf/skipti/breytingar sem lýsir mikla hvelli ágætlega.

Það sem þú nefnir "útþennsla" er í raun viðbót til að leysa ákveðin vandræði við miklahvells módelið (t.d. jafnan hita í bakgrunnsgeislun alheimsins og fjarveru mono-póla). Þessi viðbót á sér litla stoð í rannsóknargögnum og er í raun óræð tilgáta eða hugmynd sem mynnir mig dálítið á þær flóknu reiknikúnstir sem menn notuðu til að sanna jarðmiðjukenninguna fyrr á öldum. Semsagt á einhverjum tímapúnkti þandist alheimurinn út á margföldum ljóshraða í smá tíma af þeirri einu ástæðu að við þurfum á því að halda til að útskýra nokkur af fjölmörgum vandamálum kenningarinnar okkar og hefur síðan aldrei gert það aftur eftir það.

Þú ert síðan að gefa mér afskaplega takmarkaða rökhugsun þegar þú ætlar að ég sé að halda fram að "trú" = "trúaður". Fyrir þá sem ekki sjá muninn þá er annað nafnorð og hitt lýsingarorð. Til að árétta fyrir þér þá nota ég orðið "trúaðir" yfir fólk sem trúir á æðri máttarvöld, "trúlausir" fyrir fólk sem trúa að það séu engin æðri máttarvöld og "hlutlausir" eða "agnostic" yfir þá sem taka ekki afstöðu og eru því raunverulega lausir við trú (þ.e. að taka afstöðu sem ekki er hægt að færa sönnur fyrir) þegar kemur að spurningunni um æðri máttarvöld (þó þeir trúi sjálfsagt fullt af öðrum hlutum án efnislegra sannana). Þetta er ekki flókið, ekki ósamræmi og ekki ruglingslegt fyrir sæmilega greindan mann eins og þig :)

Að lokum vil ég þakka SakaXXX og Sallarólegum, sem hafa lagt lóð sín á vogarskál mína með æðislegum póstum sem hafa ekkert með málefnalegar umræður að gera :)


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf Gúrú » Fim 30. Des 2010 02:21

wICE_man skrifaði:Þú ert síðan að gefa mér afskaplega takmarkaða rökhugsun þegar þú ætlar að ég sé að halda fram að "trú" = "trúaður". Fyrir þá sem ekki sjá muninn þá er annað nafnorð og hitt lýsingarorð. Til að árétta fyrir þér þá nota ég orðið "trúaðir" yfir fólk sem trúir á æðri máttarvöld, "trúlausir" fyrir fólk sem trúa að það séu engin æðri máttarvöld og "hlutlausir" eða "agnostic" yfir þá sem taka ekki afstöðu og eru því raunverulega lausir við trú (þ.e. að taka afstöðu sem ekki er hægt að færa sönnur fyrir) þegar kemur að spurningunni um æðri máttarvöld (þó þeir trúi sjálfsagt fullt af öðrum hlutum án efnislegra sannana). Þetta er ekki flókið, ekki ósamræmi og ekki ruglingslegt fyrir sæmilega greindan mann eins og þig :)


Ósamræmið fólst í því þegar að þú notaðir orðið trúboð yfir skoðanaskipti (allt annað væri þá nihilismi) akkúrat hér og ég tók eftir því í fleiri innleggjum man ég ekki staðsetninguna á, en þú veist eflaust af betur en ég.


Modus ponens


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf gumol » Fim 30. Des 2010 05:32

wICE_man skrifaði:Hvað geturðu talið marga trúleysingja á þessum tveimur þráðum sem hafa haldið nákvæmlega fram sama hlut um Kristna trú eða trú allmennt?

Hvað helduru að haldi þessum trúlausu aðilum sem eru að tjá sig við efnið? Stanslaus áróður trúaðra um þessa blessuðu trú sína. Kíktu til dæmis á tru.is

Þú getur haldið áfram að halda þessu fram ef þú vilt, en það breytir því ekki að þetta er ekki rétt. Trúboð og trúarlegt efni er kanski orðið svo innmúrað inn í allt að þú tekur ekki eins mikið eftir því, en þeir sem eru ekki trúaðir komast ekki með tærnar þar sem trúaðir hafa hælana í að þröngva boðskap sínum yfir á aðra.

wICE_man skrifaði:Nei gumol, atriðin sem ég nefndi eru nokkur af þeim atriðum sem vísindaleg aðferðarfræði byggist upp á ekki öfugt.

Það getur vel verið að einhverjir trúarofstækismenn hafi lagt það á sig að skrifa greinar um að þetta sé ekki satt eða að það þurfi trú (eða trúarbrögð) til að geta notað þessa röksemdafærslu. Það breytir því ekki að þetta er prófanlegt, hefur verið prófað og að það sé almenn samstaða um það meðal vísindamanna að þetta sé rétt. Það gerir það að verkum að þetta telst vísindalega sannað.



Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 209
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf cocacola123 » Fim 30. Des 2010 05:54

:shock:


Drekkist kalt!


Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf Tesli » Fim 30. Des 2010 10:02

WiceMan, ég les úr því sem þú segir, sem mér finnst óttalegt rambling, að þú trúir á það yfirnáttúrulega. Ef þér er virkilega alvara með því að segja að það séu hlutir sem ekki eru útskýranlegir nema með yfirnáttúrulegu afli, þá ætla ég að útskýra eitt fyrir þér.
Vísindin eru breytileg, uppfæranleg og eru hógvær á því að vita ekki allt, en vísindin þróast stöðugt eins líkan okkar að heiminum og hvernig hann virkar. En meira en það vitum við ekki í augnablikinu og við gerum okkur grein fyrir því, við segjum einfaldlega að við vitum það ekki, en við höfum hugmyndir og erum sífellt að þróa nýjan búnað til að gera athuganir og færumst nær og nær sannleikanum. Okkar nálganir og hugmyndir eru ALLTAF byggðar á einhverju, yfirnáttúrulegar staðhæfingar hafa EKKERT til að byggja á.
Þín nálgun er,
"Ég veit ekki hvernig afgangurinn virkar og þess vegna hlýtur hann að vera yfirnáttúrulegur"
Veit ekki hvernig A virkar og þess vegna hlýtur það að vera B sem er ástæðan!?!?!
Þetta er svo mikil mótsögn að ég á ekki orð #-o

Allt sem þú segir eru hlutir sem sýnt hefur verið fram á að meika engan sens, googlaðu þínar skoðanir og það sem þú segir.

Ef þú ætlar að svara þessum pósti, vinsamlegast komdu þá aðeins niður á jörðina og komdu með stutta punkta þér til stuðnings en ekki heimspeki langloku sem á ekki heima í svona umræðu.
Með vinsemd og virðingu




schaferman
FanBoy
Póstar: 742
Skráði sig: Sun 09. Des 2007 01:18
Reputation: 0
Staðsetning: vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf schaferman » Fim 30. Des 2010 13:21

Mús eða köttur getur ekki skilið eða útskýrt hvernig við búum til tölvur eða hvernig þráðlaust net virkar.
Músin skilur það sem hún hefur getu til að skilja.
Tækni okkar er jú fullkomin miðað við árið 2010,
En þætti úrelt árið 4000.
Þó tæknin sé mikil miðað við getu okkar í dag til að skilja, þá er tækni okkar ekki búin að ná fullkomnum endi og margt sem við getum ekki útskýrt í dag.
Hvað gerist seinna er það að tæknin mun úskýra marga hluti sem við skiljum ekki í dag. Og þar með sagt eru þessir hlutir sem ekki er hægt að útskýra í dag ekki endilega neitt bull.


http://kristalmynd.weebly.com/


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf wICE_man » Fim 30. Des 2010 15:23

Gúrú skrifaði:Ósamræmið fólst í því þegar að þú notaðir orðið trúboð yfir skoðanaskipti (allt annað væri þá nihilismi) akkúrat hér og ég tók eftir því í fleiri innleggjum man ég ekki staðsetninguna á, en þú veist eflaust af betur en ég.


Og hvernig er þða ósamræmi? Skoðun er eitthvað sem þú getur ekki sannað og heldur því fram sem þinni skoðun. Þegar þú ert sannfærður um að þín skoðun sé réttari en aðrar ertu kominn með trú. Þegar þú svo boðar þessa skoðun sem þá réttu eða réttari en aðra þá ertu kominn út í trúboð. Ef þú vilt hafa aðra skoðun á málinu þá er þér það velkomið, hey það er skoðana(trú)frelsi í landinu :)

gumol skrifaði:Hvað helduru að haldi þessum trúlausu aðilum sem eru að tjá sig við efnið? Stanslaus áróður trúaðra um þessa blessuðu trú sína. Kíktu til dæmis á tru.is


"En þeir byrjuðu", vá ég hélt ekki að ég myndi sjá svona rök frá þér :) En það er rétt, hvernig dirfist þjóðkirkjan að kaupa þetta lén? Það eru bara trúleysingjar sem meiga gera svoleiðis :lol:

Auk þess hversu margir af pistlunum á tru.is snúast gegn trúleysi eða jafnvel öðrum trúarbrögðum vs. hversu margir hjá vantrú. Trúleysingjar boða "lífsskoðun" sína á öllum trúmálavefjum sem þeir komast með klærnar í og hvar sem svona umræða sprettur upp eru þeir jafnan með meira en helminginn af innleggjunum og þá er ég ekki einu sinni að telja svona troll eins og Sakixxx og sallarólegum (sem er með áróður í undirskriftinni sinni svo hann geti stöðugt verið að bera fram þessa skoðun sína). Samt eru þeir lítið brot af mannmergðinni.

gumol skrifaði:Þú getur haldið áfram að halda þessu fram ef þú vilt, en það breytir því ekki að þetta er ekki rétt.


Lestu þetta eins og þetta sé skrifað til þíns sjálfs. Það hjálpar oft.

@ Tesli: Ég trúi á Guð sem er yfirnáttúrulegur en ekki ónáttúrulegur þar sem að náttúrulögmálunum er komin af honum og viðhaldið af honum. Honum er lýst í stórum dráttum í Biblíunni og þar fáum við að vita að hann er óendanlegur, eilífur, almáttugur, óbreytanlegur og að hann geti verið skilinn af verkum sínum. Með þessa fullvissu að vopni lögðu menn eins og Newton, Copernicus, Galileo, Kepler, Bacon, Boyle, Kelvin, Pascal, Descartes, Faraday, Maxwell, Mendel, Leibniz, Laplace og Pasteur niður grunnin að þeim nútímavísindum sem við þekkjum í dag. Allir þessir menn trúðu því að hægt væri að skilja sköpunarverkið þar sem það byggðist á óbreytilegum reglum (af því að Guð sagði að það gerði það) sem gerðu þeim kleyft að stunda rannsóknir á því. Í dag notum við sömu forsendur en menn eru bara búnir að gleyma af hverju við tökum þessum forsendum sem gefnum án þess svo mikið sem að pæla í þeim. Margir segja sem svo að þær hafi verið sannaðar gegnum árin þar sem að þær gefi af sér niðurstöður sem við getum notað útfrá sömu forsendum til að gefa okkur aðrar niðurstöðum. Það er þó ekki svo heldur standa allar þessar niðurstöður og falla með grundvellinum sem þær byggjast á, þ.e. að það sé regla (lögmál) í alheiminum, sú regla sé óbreytileg ("Ég er hinn sami í gær og í dag og um aldir alda") og að við getum notað hugtök eins og orsakasamhengi ("EF þið borðið af tréinu ÞÁ munuð þið vissulega deyja") og samræmi ("Guð er ekki maður að hann afneiti sjálfum sér") til að lýsa þeirri reglu.

Tesli skrifaði:Þín nálgun er,
"Ég veit ekki hvernig afgangurinn virkar og þess vegna hlýtur hann að vera yfirnáttúrulegur"
Veit ekki hvernig A virkar og þess vegna hlýtur það að vera B sem er ástæðan!?!?!
Þetta er svo mikil mótsögn að ég á ekki orð #-o


Nei, þetta er ekki mín nálgun, þetta er þín sýn á hugmyndafræði trúaðs fólks.

Mín nálgun er:
Ég trúi því að A sé forsendan og út frá henni stenst B osfv.

Þín nálgun er:
Ég þykist vita að B sé rétt af því að vísindamaðurinn segir mér það, ég þarf ekki forsendur og vísindamaðurinn ekki heldur.

Annað er vísindaleg nálgun, hitt ekki, ég skal gefa þér smá hint, vísindi byggjast á forsendum og sönnunum útfrá þeim.

Tesli skrifaði:Allt sem þú segir eru hlutir sem sýnt hefur verið fram á að meika engan sens, googlaðu þínar skoðanir og það sem þú segir.


Vá... nú er ég orðlaus. Sýndu mér allavega þá lágmarks mannvirðingu að koma með rök sem þú skilur frekar en að segja "það er til maður á internetinu sem segir að þetta sem þú segir sé bull".

Að lokum þá er rökfræði ekki eitthvað sem ætti að koma tækninörda spánskt fyrir sjónir. Jörðin er fyrir ótæknilæst fólk, I'm not coming down ;)

Virðingarfyllst

Guðbjartur Nilsson
AKA Tuðbjartur (skrásett vörumerki) :)
Síðast breytt af wICE_man á Fim 30. Des 2010 15:38, breytt samtals 1 sinni.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)

...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: út frá trúarumræðu djoli

Pósturaf beggi90 » Fim 30. Des 2010 16:07

nevermind.jpg
nevermind.jpg (53.26 KiB) Skoðað 2486 sinnum